Neisti


Neisti - 21.08.1941, Blaðsíða 3

Neisti - 21.08.1941, Blaðsíða 3
NEISTI 3 Tilkynning frá ríkisstjórninni. Vegna hernaðaraðgerða brezka setuliðsins hefir herstjórnin sett eftirfarandi umferðatálmanir við Hvalfjörð: 1. Bannað er að hafa meðferðis ljósmyndavélar ogtakaljós- myndir á svæðinu innan hugsaðrar linu frá Saurbæ á Kjalarnesi að 574 m. hæðarmerki á Akrafjalli, þaðan að vegamótum vestan Lambhaga og þaðan meðfram Laxá sunnanverðri að Þórisstöðum til 585 m. hæðamerkis á Veggjum og þaðan að 848 m. hæðamerki á Hvalfelli að 787. m. hæðamerki á Kili, en frá Kili að 771 m. hæða- merki á Skálafelli og þaðan að 909 m. hæðamerki á Esju og þaðan til Saurbæjar á Kjalarnesi. Á svæði þessu mega menn búast við að þurfa að gera grein fyrir sér og erindi sínu. 2. Bannað er að koma inn á svæði þau, sem herinn hefir bækistöðvar á Hvalfjarðarsvæði. Þar sem svæði þessi skera þjóðveginn, verða reistir staurar málaðir með breiðum rauðum og hvítum röndum. Á þjóðveginum innan þessara svæða mega engin farar- tæki nema staðar, en umferð um veginn er heimil. 3. íslenzkar flugvélar mega ekki fljúga nær Hvalfirði en annars vegar frá Reykjavík lágt yfir Akranes, lágt norður eftir Borgarfirði norðan Hvítárvalla unz komið er austur fyrir 21. gr. 7. m. v.l. og hins vegar frá Reykjavík sunnan Þingvallavegar að Þingvöllum og svo austan Þingvalla unz komið er norður fyrir 64. gr. 36. m. n.br. Er hér með alvarlega brýnt fyrir þeim, er þessar leiðir fara, að brjóta ekki gegn banni þessu. Frá Gagnjrœðaskólanum. Gagnfræðaskóli Siglufjarðar verður að forfallaiausu settur þ. 11. október n. k. Umsóknir sendist til formanns skólanefndar, frú Guðrúnar Björnsdóttur, fyrir 15. sept. Dón Jónsson. Afleiðingin er þegar að koma í ljós. Skipulagshugmyndir komm- únista eru ekkert annað en mál- skrum, til þess að sýnast út á við. Þeir hafa haldið hinum gráa og andlega svínbeygða múg i hæfi- legri fjarlægð frá umheiminum — fjöldinn hefur fræðst á skrælnuð- ' um kommúnistiskum blaðaáróðri — enginn gagnrýni hefir verið leyfð. Engin Ijósglæta andlegra fræði- greina hefir skinið inn yfir landa- mæri kommúnismans í nærfellt 20 ár. Engin veraldleg þróun né vottur af heimsmenningu hefur náð til hinna innilokuðu verkamanna, til þeirra, sem mesta þörfina hafa fyrir slikt. Allt sem gat haftvafa- sama þýðingu fyrir eflingu Bolsévismans, hafnaði í bréfakörf- um æðsta ráðsins. Því fer sem fer. Engum dettur í hug að halda, að ekki megi lyfta rússnesku þjóð- inni upp úr því siðlausa foraði, sem 20 ára áþján kommúnismans hefir haldið henni í. Einmitt eftír að kommúnisminn hefir verið af- máður úr stjórnskipulagi þessa víð- lenda ríkis, rís upp þjóð með lif- andi sál. — Þjóð, sem hefur raun- hæft samband við umheiminn — þjóð, sem í þjónustu menningar- innar tekur virkan þátt í sköpun hins nýja heims. Að lokum. Á einum stað í grein þinni segir þú að »enginn skilji skrif mín« en á öðrum »... þannig skildi eg ummæli þín, og allir, sem minnst hafa á þetta við mig«. Flest sem þú minnist á í grein- inni, er rangsnúið eða beinlinis mótað í form hinnar slæmu sam- vizku. Þú gefur staðreyndum oln- bogaskot, sniðgengur almennt vel- sæmi og þrýstir vefjarhetti ömur- leikans niður fyrir ásjónu dóm- greindarinnar og þrammar stefnu- laust og ráðviltur fram hjá raun- hæfum sannindum. í sumum til- fellum er eins og ömurleikinn fái mál, — eins og hinar nábleiku mannlífsveilur standi hlið vlð hlið, tómlegar og vælandi, eins og af- sgrengi þins óljósa persónuleika. í ritvillusmalamennsku þinni, get eg aðeins vottað þér samúð mína, því sá starfi spáir ekki góðu um bata þinn — síður en svo. — Hinsvegar vildi eg gjarnan að eg væri þess megnugur, að lyfta þér upp úr þeirri endemis spillingu, sem þú nú hefir kropið á kné fyrir og reynt að tilbiðja, í von um síðar meir að geta »sargað« út nokkra skildinga fyrir mann- orðsfórnina. Annars er mér það ánægjuefni, að þú skulir í núverandi gerfi vera persónuleg aðvörun fyrir alla þá ungu menn, sem annars afýmsum orsökum, kynnu i grandaleysi að hafa tilhneigingar í kommúnistiska átt. Siglufirði, 21. ágúst 1941. Vigfús Fridjónsson. Unglings- siúlka helzt með gagnfræðaprófi, getur nú þegar fengið fasta atvinnu við afgreiðslustörf í Lyfjabúð minni. Eiginhand- ar umsókn með launakröfu sendist mér fyrir 25. þ. m. A. Schiöth.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.