Neisti


Neisti - 02.09.1941, Side 1

Neisti - 02.09.1941, Side 1
Siglufirði, þriðjudaginn 2. sept. 1941. 10. tbl. Úgefandi: ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG SIGLUFJARÐAR Fyrsta áfanganum i rafmagnsmál- um Siglufjarðar náð. Með samþykkt þeirri, sem gerð var á fundi bæjarstjórnar Siglu- fjarðar þriðjudaginn 26. þ. m. um yfirtöku eða kaup á rafstöð A/S Skeiðsfoss, tel eg að fyrsta áfang- anum í rafmagnsmálum bæjarins sé náð. Þar sem hann nú hefir fengið í sinar hendur rafstöð bæj- arins og öll réttindi endurheimt frá erlendu félagi, að því er við kemur rekstri rafveitunnar og undirbúning væntanlegrar virkjun- ar Fljótaár, er hægt af alefli að snúa sér að framtíðarlausn raf- magnsmálanna í Siglufjarðarkaup- stað. Bæjarstjórnin var öll sam- mála um yfirtöku stöðvarinnar. Hinsvegar var af hálfu þeirra manna, er mest hafa beitt sér gegn endurheimtun rafmagnsrétt- indanna bænum til handa, gerður ágreiningur út af þeim ákvæðum samningsins, að samvinnu skyldi leitað við h.f. Skeiðsfoss um virkjun og Iánsútvegun fyrstu 3 árin eftir núverandi styrjöld, gegn því að hlutafélagið skuldbindi sig til þess að vinna að þessu á sama hátt og tilgreint var í hinum upphaf- lega sérleyfissamningi. Þetta á- kvæði var beinlínis sett inn í samninginn samkvæmt tilmælum og óskum þeirra manna, sem vildu halda sambaridinu, eins og þeir orðuðu það, sem beztu við Skeiðs- foss. Er þetta þeim mun kynlegra, þar sem ein aðal mótbáran gegn yfirtökunni var af hálfu þessara sömu manna sú, að ekki mætti styggja h.f. Skeiðsfoss með því að fella úr gildi þessi ákvæði, eða svipuð í hinum eldra samningi. Þá kom einnig fram tillaga um það að taka við rafveitunni sam- kvæmt og á grundvelli sérleyfis- samningsins. Verðgrundvöllur stöðvarinnar er ákveðinn skv. þeim samningi, eftir því sem næstverð- ur komizt. Vegna styrjaldarástæðna var hinsvegar ekki hægt að fram- kvæma yfirtökuna, að því er snertir greiðslu og greiðsluskilmála, samkv. samningnum, vegna þess að fulltrúi Skeiðsfoss vildi ekki samþykkja þau ákvæði. Hefði því orðið að koma til gerðardóms, en skipan hans er þannig, að af styrjaldar- ástæðum verður hann ekki kallað- ur saman. Þessi breytingartillaga var því út i hött, og hefði þýtt, ef samþykkt hefði verið, frestun yfir- töku stöðvarinnar þar til eftir styrj- öldina. Hinsvegar má geta þess, að þegar tillaga Alþýðuflokksins um yfirtöku samkvæmt þessum sama samningi lá fyrir bæjarstjórn í janúar 1940, var barist gegn henni með hnúum og hnefum af þessum sömu mönnum. Þá var þó hægt að framkvæma hana. Eg skal fúslega viðurkenna það, að eg er ekki allskostar ánægður með á- kvæði 4. greinar, sem óneitanlega skapa Skeiðsfoss forréttindi fram yfir aðra, fyrstu 3 árin að styrj- öldinni lokinni, ef ekki hefir verið virkjað áður, eða gerðir um það bindandi samningar. Taldi eg þó einhuga samþykki bæjarstjórnar meira virði, en þessi ákvæði. Við sem vorum í allsherjarnefnd höfð- um fulla ástæðu .til þess að .álíta að samþykki þeirra, sem mest höfðu áður beitt ser gegn uppsögn samningsins, væri bundið því skil- yrði, að þessi ákvæði kæmu inn í hinn nýja samning. Gegn uppsögn samningsins höfðu beitt sér alveg sérstaklega bæjarstjórinn, fulltrúar Sjálfstæðisflokksinsog fulltrúi Fram- sóknarflokksins. Á samningafund- unum var alla tíð lögð á það á- herzla, a. m. k. frá fulltrúum Sjálf- stæðisflokksins að þessi ákvæði kæmu inn í hinn nýja samning, en milli þeirra og annara er móti voru uppsögn samningsins hafði alltaf verið hin nánasta samvinna. Yfirtökuverð stöðvarinnar miðað við 1. júlí 1939 var kr. 368.468.75. En frá þessari upphæð^ ber að draga kr. 82.140.45, sem er sam- kvæmt uppgjöri Skeiðsfoss hærri brutto-tekjw en bein útgjöld frá þeim tíma og til 31. ágúst 1941. Er þvi raunverulegt yfirtöku- eða kaupverð stöðvarinnar krónur 286.328.30. Með þessari samþykkt bæjar- stjórnarinnar, er þá einnig lokið baráttu Alþýðuflokksins fyrir því, að fá stöðina að nýju í hendur bæjarins og hefja framkvæmdir af hálfu bæjarfélagsins um undirbún- ing virkjunar vatnsaflsstöðvar, með fullum sigri. Er betra þótt seint sé en aldrei. Það skal þó strax fram tekið, að það stóð ekki á þvi að fá samþykki bæjarfulltrúa Sósíal- istaflokksins fyrir samþykkt um yfirtöku stöðvarinnar. Út af grein bæjarstjórans í Mjölni 24. júlí um þessi efni, þykir mér rétt að rekja þessi mál nokkru nánar. Þeir flokkar, sem stóðu að A- listanum við síðustu kosningar, höfðu ákveðið að segja þessum samningi upp, strax og þeir hefðu rétt til þess. Samskonar rök lágu þó eigi fyrir þessu af hálfu beggja flokkanna. Kommúnistar höfðu alltaf frá byrjun talið samninginn ófæran. En margir Alþýðuflokksmenn höfðu

x

Neisti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.