Neisti


Neisti - 02.09.1941, Blaðsíða 3

Neisti - 02.09.1941, Blaðsíða 3
NEISTI 3 sína til málsins, og veittu því andstöðu. Mótspyrna Sjálfstæðis- flokksins var þó öllu linari. Þó tókst enn að tefja afgreiðslu máls- ins m. a, með því að samþykkja tillögu frá fulltrúa Framsóknar- flokksins um að ræða ekki raf- veitumálið, fyrr en allir aðalbæjar- stjórnarfulltrúar væru viðstaddir. Mér er sagt að flokksmenn mínir í bæjarstjórn hafi greitt atkv. með þessari tillögu. Eigi að síður tel eg það vítavert, að veita nokkurn frest i þessu máli úr því sem þá var komið. Reyndar má segja að málinu hafi unnist fylgi, því að á næsta fundi, sem haldinn var í bæjarstjórninni um þetta mál, greiddu allir því atkvæði, líka full- trúi Framsóknarflokksins, að raf- stöðin yrði endurheimt til bæjar- ins og tekin í vörslu hans og um- sjá að öliu leyti. Mér er ekki ljóst við hvað bæjarstjóri á í fyrnefndri grein sinni, er hann talar um »feluleik« bæjarstjórnar í þessu máli. Meiri hluti bæjarstjórnar hefir haldið við stefnu sína frá byrjun, þó að hann hafi hinsvegar látið nokkuð undan síga fyrir ofríki bæjarstjóra á sin- um tima. Eg er ekki i nokkrum vafa um það, að bæjarstjóri og bæjarfulltrúar, sem andvígir voru stefriu okkar í rafveitumál- inu, hafa skipt um skoðun eftir nákvæma yfirvegun á málinu, er þeir komust að því að okkar stefna var rétt. Svo verður oft um góð mál, að það þarf tíma að vinna þeim fylgi. Hitt get eg ekki séð að neinn hafi verið með Heluleik- í málinu, nema ef vera skyldi þeir, sem mest börðust gegn því i fyrstu og neyttu jafnvel óvenju- legra aðferða til þess að hefta framgang þess. Nú er að minni hyggju fyrsta áfanganum náð. Bæjarstjórnin verð- ur einhuga og með fullri framtak- semi að snúa sér að þeim næsta. Það hefir þegar all mikið verið búið í haginn með því að kenna fólki að nota rafmagn,- og meta þau þægindi, sem því fylgja. Fyrst og fremst verður bæjarstjórn- in að snúa sér að því að tryggja íbúum bæjarins öryggi fyrir því, ,að þeir fái að halda því raf- magni, sem nú er. Hefir þegar verið rætt um þetta mál nokkuð. Það er vitað að rafmagn það sem nú er framleitt er allsendis ófullnægjandi, auk þess sem sú Tilkynnin frá ríkisstjórninni. Brezka herstjórnin hefjr tilkynnt að talsímaþráður liggi um ,160—170 metra fyrir austan hólmann su.ður af Eng- ey, til staðar, sem er um 230 melra í 258° stefnu frá Laugarnesspítala. Bannað er að varpa akkerum í námunda við þetta svæði, Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið 5. ágúst 1941 NÝJA-BÍO sýnir þriöjud.2. sept kl. 8 30 Edith CavelE Kl. 10,15: Baráffan við ræningjana í Kína. hætta er yfirvofandi á hverjum tíma, að eitthvað getur bilað af því drifafli, sem nú er yfir að ráða. Hinsvegar hafa Síldarverk- smiðjur ríkisins yfir að ráða nægi- legu afli til viðbótar og til þess að vera öryggi bæjarbúa um raf- magnsframleiðslu ef eitthvað slys skildi vilja til efra. Stendur nú fyrir dyrum að hefja samninga við stjórn rikisverksmiðjanna um þessi mál. Er þess að vænta að stjórn ríkisverksmiðjanna verði vel við og láti bæjarbúum í té það afl, sem hún getur án verið, enda komi full greiðsla fyrir. Næsta skrefið er vitanlega að athuga um virkjun vatnsafls. Margir eru vondaufir um að slíkt sé hægt á þessum tímum. Sjálfsagt er þó að athuga þessa hluti. Raf- magnsmálum Siglufirðinga verður þá fyrst komið í sæmilegt horf, þegar vatnsvirkjun verður að fullu framkvæmd. Eftir því sem nú horfir við í þessum málum, er eg þess fullviss að bæjarstjórnin verð- sammála og samhuga ef stór átök þarf að gera í þessu máli. Mun það eitt verða giftudrýgst. Siglufirði 28. ágúst 1941 Erlendur Þorsteinsson. Katlar Pottar Kastarollur RdlcJt* sP°röskjuIagaöir XJcHctl 0g kringlóttir Fötur Skálar Pvottaföt o.fl. tekiO upp í gær Kaupfélagið — Matvörudeild — r Abyrgðsrm*4ur: Ó. H. GUÐMUNDSSON.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.