Neisti


Neisti - 02.09.1941, Blaðsíða 4

Neisti - 02.09.1941, Blaðsíða 4
4 NEISTI Síldveibarnar Margra manna mál er það, þeirra er lengi hafa fengist við síldveiðar, eða hafa unnið við síld- verkun, að þetta síldveiðatímabil, sem nú er að enda, sé eitt það leiðinlegasta, sem þeir muni eftir. Að þessu sinni byrjuðu síld- veiðar seint, vegna þeirrar óvissu, er var um afurðasölu og fóru um helmingi færri skip á veiðar en s.l. sumar. Veiði var mjög sæmileg á tíma- bili, svo afli til bræðslu mátti heita góður, þangað til í byrjun ágústmánaðar, að veður spilltist, og má svo heita, að engin síld hafi fengist s.l. þrjár vikur, þar til nú fyrir þremur dögum að sildin kom upp á Grímseyjarsundi. Þegar vart varð við þá síld, var mikill meirihluti skipanna hætt veiðum, en nokkur þeirra er hætt voru, byrjuðu aftur þegar síldar- fréttin kom. Undanfarna þrjá daga hefur komið töluvert af síld til söltunar og einnig í bræðslu. í gærkveldi kl. 12 var búið að salta 29,605 tn. og skiptist það sem hér segir eftir verkunaraðferðum: Matjes 7080 tn. Venjuleg saltsíld 1226 — Stór-síld 554 — Heinsuð síld 102 — Haussk. kryddsíld 3006 — Haussk.&slógdr.saltsíld 12018 — Sykursöltuð síld 3376 — Flött síld 2243 — Á hina ýmsu staði skiptist söltun þannig: Siglufjörður 25532 Akureyri 582 Hofsós 192 Hrísey 515 Húsavík 95 Ingólfsfjörður 943 Ólafsfjörður 869 Sauðárkrókur 877 Á Siglufirði skiptist sildin á söltunarstöðvar, sem hér greinir: Egill Ragnars 810 tn. Friðrik Guðjónsson 1358 — 0. Henriksen 928 — Ingvar Guðjónsson 5100 — ísafold 847 — Jón Gíslason 598 — Njörður h.f. 1872 — Ó. Halld. & Co. Ltd. 1084 — Ólafur Ragnars 496 — Pólstjarnan h.f. 2485 — Reykjanes h.f. 753 — Samvinnufél. ísf. 2064 — Sigfús Baldvinsson 775 — Sunna h.f. 3051 — O. Tynes 1650 — Víkingur 1661 — Þegar söltun byrjaði, var von til að hægt væri að selja til Ameríku 45—50 þús. tunnur af sild og var af Síldarúlvegsnefnd úthlutað veiði- leyfum til skipanna í samræmi við það, eða 500 tunnum á skip (nót). Sjaldan eða aldrei mun síldin hafa verið eins horuð og ruslkennd eins og á þessu sumri og hefur hún mátt heita algjörlega óhæf til söltunar, þótt þetta mikið hafi verið saltað. í gær var fitumæld síld af tveim- ur skipum og reyndist meðaltals- fita síldarinnar að vera 12 prc. af öðru, en 13,12 prc. af hinu, ogmá geta þess í sambandi við þessar upplýsingar, að undanfarin vor hefur ekki þótt fært að byrja söltun fyrr en síldin væri orðin 16—17 prc. feit. í gær heyrðist að síld væri út af Skaga og var því flugvélin send í leiðangur vestur á bóginn og sá hún töluvert af sild út af Skaganum og er sumt af skipun- um nú þar að veiðum og hafa nokkur þeirra fengið síld. Samkvæmt fréttum er fengist hafa af miðunum, eru torfurnar töluvert stórar um sig, en reynast þunnar. Vegna þess hve mikið er búið að salta af öðru en matjes-sild og markaður mjög takmarkaður fyrir þær tegundir, hefur Síldarútvegs- nefnd ákveðið að takmarka söltun og sendi í dag svohljóðandi bréf til síldarsaltenda : »Hér með tilkynnist yður, að eftir kl. 12 í kvöld, þriðjudaginn 2. sept., verður eigi leyfð söltun annarrar síldar en matjessíldar, að því undanskyldu, að heimilt er að salta hausskornfi og maga- dregna sykursíld, 75 tunnur á nót. Nefndin vill mjög eindregið og alvarlega brýna fyrir saltendum, að vanda mjög val síldarinnar og matjessalta einungis þar til hæfa síld. Siglufirði, 2. sept. 1941. Síldarútvegsnefnd. Vinnu- fatnaður Khaki Nankin tekinn upp í gær. Gestur Fanndal. R e y k t u r I a x. Kjötbúð Siglufjarðar. Vantar vetrarstúlku 1. október. 3ón L. Þórðarson Hlíðarveg 4. Afkoma sjómanna og útgerðar- innar verður að teljast sæmileg að þessu sinni, en afkoma saltenda og þó sérstaklega síldverkunar- fólks, er mjög bágborin og verður siglfirzkt verkafólk sérstaklega illa úti, þar sem búast má við að haust- og vetrarvinna verði lítil, ef að vana lætur. Lágmarksverö á fersksíld til eöltunar er sem hér segir: Saltsíld, venjuleg . . kr. 20.00 — haussk. og slógdr. . — 25.00 Matjessíld.............— 25.00 Kryddsíld, kverkuð . . — 23.00 — haussk. og slógdr. . — 28.00 Sykursíld, haussk.&slógdr. — 25.00 — kverkuð og slógdr. (sykur-matjes) — 25.00 Síldarflök 45.00 eða — 20.00 uppmæld tunna^

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.