Neisti


Neisti - 12.09.1941, Blaðsíða 1

Neisti - 12.09.1941, Blaðsíða 1
Úgefandi: ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG SIGLUFJARÐAR 9. árg. 1 Siglufirði, föstudaginn 12. sept. 1941. 1 11. tbl. Brezk-íslenzki verzlunarsamninéurinn Eins og alþjóð er kunnugt, heíir verið gerður verzlunarsamningur milli íslendinga og Breta, um að þeir síðarnefndu kaupi nokkrar vörutegundir okkar, en láti okkur aftur í té, að sagt er, salt og oiiu með skaplegu verði, eftir því sem nú er um að ræða. í samningi þessum er íslenzkum togurum leyft að sigla til Eng- lands með eigin afla og selja þar á markaði. Eigi mega þeir kaupa afla annarra skipa eða flytja afla á milli skipá, nema þá með sér- stöku Ieyfi þeirra ensku. Eigí mega fleiri mótorbátar og línuveiðarar flytja fisk til Englands en 25—30 talsins, og eigi mega þeirra kaupa fisk vestan Húsavíkur eða vestan Hornafjarðar. Þó mun nú leyft að þau kaupi fisk að einhverju Ieyti í Vestmannaeyjum. Sem sagt, allt Norðurland vestan Húsavíkur, allir Vestfirðir, Breiðifjörður, Faxaflói og verstöðvarnar Austanfjalls verða annaðhvort að eiga undir náð Bretanna hvorf þeir hafa skip til að taka fisk á þessum stöðum eða salta fiskinn, sem er nú í sjálfu sér ekkert við að segja, en þó ber þess að gæta, að haustafli er oft mest ýsa, og annar fiskur, sem ekki þykir borga sig að salta." Hinsvegar hafa Bretar með um- ræddum samningi lofað að kaupa allan nýjan fisk okkar fyrir ákveð- ið verð, sem allmikið er lækkað frá því er áður var. T. d. lækkaði ýsutonnið um 200 kr., lúðutonnið um 300 kr. Aðeins ein fisktegund, sem nokkuð af ráði veiðist af, var hækkuð, var það upsinn, úr20au. kg. upp í 35 au. En upsa fiska ekki önnur skip en togarar að neinu ráði og má af þessu sjá, að Kveldúlfshendin hefir munað eftir stórútgerðinni, en síður eftir þeirri minni. Enda hefir aðeins einn maður í einu blaði lofað þessa samninga, og var það atvinnu- málaráðherrann, aðaleigandi Kveld- úlfs. ÖIl önnur blöð, sem á þessa samninga hafa minnst, hafa öll haft sitt hvað við þá að athuga, enda. virðist nú svo komið, aðfyrir dyrum standi alger stöðvun þess útvegs, t. d. við Faxaflóa, sem Iínuveiðar, dragnóta- og togveiðar stunda. Hefir nú þessum bátum öllum verið lagt upp í bili. Hygg eg að svona muni víðar fara, nema úr rætist á einhvern veg. , Undanfarið hafa skíp (brezk) siglt út tóm til Englands, heldur en að íaka bátafisk við Faxafló- ann eða á öðrum stöðum hér við land. Fáir skilja hvers konar sleif- arlag þetta er. Það er talið vist, þegar þessir samningar eru að hefjast, að þeir munu verða þannig úr garði gerðir, að báðir samnings- aðilar hafi hag af. Bretar fái meiri fisk frá okkur en áður, og við meíri afsetningarmöguleika, enda þótt verðið yrði lítið eitt lækkað. En það er nú sýnilegt strax, að samningarnir verka þveröfugt. Miklu minna fiskmagn verður flutt út en ella, skipin liggja aðgerðar- laus og sjálfsagt hafa Bretar fulla þörf fyrir fisk frá íslandi, eins mikinn eins og við erum frekast færir um að framleiða. En hvers vegna að torvelda þetta? Hver á sökina á því, að svona hefir tek- izt með samninga þessa? Getur slíkt og þvílíkt gerst undir hand- arjaðrinum á atvinnumálaráðherr- anum, sem alltaf er að bjarga sjávarútveginum. Hann, sem þóttist hafa höggið sundur einokunar- hlekki, sem hann taldi að Síldar- útvegsnefnd hefði reyrt matjes- síldarsöluna í, hann leggur blessun sína yfir samninga sem þessa. Allir sjá þar heilindin og líklega ekki sizt hans háttvirtu kjósendur, sem hann hefir nú saumað allfast að með samþykki sínu á samning- um þessum við Bretana. Enda er nú vegið allfast að ráðherranum syðra af útvegsmönnum við Faxa- flóa, hversu svo sem hann fer að hreinsa sig af hreinu faðerni þess- ara samninga. Margir héldu í einfeldni sinni, að Bretar væru skyldir að hafa jafnan skip til að taka fisk hér á ströndinni, en svo virðist eigi vera. Að eins þegar þeim þóknast og nógu mikið magn er fyrir hendi. Aftur á móti er eins og áður er sagt, íslenzkum skipum meinað að taka fisk nema á áðurnefndu svæði, en á sama tíma er 25—30 fær- eyskum skipum leyft að kaupa fisk á Austfjörðum, svo nokkurn- veginn sé tryggt að íslenzku skip- in, sem þar ætla að kaupa, verða að bíða dögum saman og fá ef til vill engan afla eða skemma hann á oflangri bið eftir fiskinum. Auk þess er Austfjarðafiskurinn yenju- lega miklu verri söluvara í Eng- landi, en fiskur frá Vestfjörðum og Faxaflóa. Enda þótt markaðsverð i Bret- landi sé nú ágætt (nýlega seldu 2 togarar fyrir 10 þús. sterlings- pund hver), þá er íslenzkum skip- um fyrirskipað að kaupa fiskinn niður á Bretaverði, enda þótt sann- anlegt sé að hægt sé fyrir flutn-

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.