Neisti


Neisti - 12.09.1941, Blaðsíða 4

Neisti - 12.09.1941, Blaðsíða 4
4 NEISTI Rvíkur og fá þessi leyíi. Var það vegna þeirrar reynslu, sem hann hafði af því, að eg eyðilegði allar viðræður og samkomulag með of- forsi? Ef svo var, taldi hann þá rétt að tefla yfirtöku Rafstöðvar- innar í tvísýnu, með því að láta mig eyðileggja slíkt? Eða var það vegna J;ess að bæjarstjóri hafði þá eigi verið búinn að upp- götva offorsið og öfgarnar, og slíkt hafi komið við nánari athugun eftir lestur fyrri greinar minnar? Eg hefi a. m. k. ekki getað fundið annað síðan i vetur en að bæjarstjóri vildi yfirtaka rafveituna. Mun hann þá þegar hafa iðrast fyrri afstöðu sinnar og þess oíur- kapps, er hann lagði á að tefja málið. Honum hefði þó átt að vera ljóst að yfir þá afstöðu getur hann ekki breytt með ósannindum, um afgreiðsiu málsins og illyrðum um mig. Mér virðist í þessu máli hans »nýja« andlit betra en hið »gamla« og það ætti hann að láta sér nægja athugasemdalaust. Erl- Þorsteinsson- Hlegið að Olafi Jhors. S. 1. mánudag héldu smáútvegs- menn við Faxaflóa fund í Reykja- vik, til þess að ræða um brezk- islenzku samningana og áhrif þeirra á afkomu allrar smáútgerðar. Viðskiptanefnd og atvinnumála- ráðherra Ólafi Thors var boðið á fundinn. Meðal annars sagði Ólafur Thors, að samningarnir hefðu verið gerðir til þess, að forða islenzkum sjó- mönnum frá þvi, að leggja líf sitt í hættu við það, að sigla með fiskinn til Englands, en þegar hann vai' spurður að því, hvort hann ætlaði ekki að láta sin skip sigla, varð honum svarafátt og hlóu menn mikið að vandræðafálmi stórútgerðarráðherrans. Sumir af kjósendum Ólafs er voru á fundinum, höfðu við orð, að réttast væri að fleygja honum út, en af því varð þó ekki fyrir tilstilli góðra manna. Á fundinum komu fram harðorð. mótmæli gegn samningunum og var kosin 7 manna nefnd til viðræðna við við- skiptanefnd. Umsóknir um ellilaun og örorkubætur árið 1941 Umsóknum um ellilaun og örorkubætur árið 1941 skal skilað á bæjarskrifstofuna fyrir 1. okt. n. k. Eyðublöð undir umsóknir fást á bæjarskrifstofunni. Athygli skal vakin á því, að vottorð héraðslæknis þarf að fylgja umsóknum þeirra, sem yngri eru en 67 ára. Siglufirði, 5. sept. 1941. Bæjarstjórinn á Siglufirði. Áki Dakobsson. 3-4 stúlkur vantar á Hótel Akureyri 1. okt. Góð kjör. Upplýsingar á Vinnumiðlunarskrifstofunni í dag og á morgun kl. 4—6 e. h. Corselet og Maéabelti af 10 mismundi teg- undum, tekin upp í dag. jNÝJA-BIO FÖ9tud. 12. sept. kl. 8 30 Konan með örið. Kl. 10,15: Py g m a I i o n JENNY JUGO Vanillustengur fást i Lyfjabúðinni. Ábyrgðarmtéur: Ó. H. CUÐMUNDSSON.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.