Neisti


Neisti - 13.11.1941, Blaðsíða 1

Neisti - 13.11.1941, Blaðsíða 1
Úgefandi: ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG SIGLUFJARÐAR ' 9. árg. Siglufirði, fimmtudaginn 13. nóv. 1941. 1 13. tbl. D ý r t í ð a r m á 1 i n. Um ekkert er nú meir talað en dýrtiðaruiálin, sem vonlegt er. Forráðamenn þjóðarinnar, hið háa Alþingi, hefur þessi mál til um- ræðu, en ekkert virðist reka né ganga. Alþýðuflokkurinn hefir lagt fram frumvarp til laga, sem á að stöðva dýrtíðarflóðið. Allir flokkar ættu að geta sameinast um það, ef hugur þeirra fylgdi málum, að gera- nokkuð, sem að gagni mætti koma. Aðalefni frumvarpsins er þetta: 1. Samræming alls verðlagseftir- lits hjá einum aðila, er starfar á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. 2. Fastari grundvallarreglur fyrir verðlagseftirlitið til þess að starfa eftir. 3. Afnám allra tolla á skömmlun- arvörum, auk nokkurra annarra vörutegunda, 4. Lækkun farmgjalda á þessum vörum niður í það, sem þau voru fyrir strið, og sé þá miðað við Kaupmannahafnarfarmgjöld. 5. Stofnun dýrtíðarsjóðs og á- kvæði um tekjuöflun til hans til þess að koma í veg fyrir aukningu dýrtíðarinnar. Dýrtíðarsjóði séu tryggðar ca. 14 milj. kr. tekjur auk útflutn- ingsgjalds. 6. Úr dýrtíðarsjóði sé einnig varið fé tii að styrkja þá framleið- endur, sem ekki fá viðunandi verð fyrir afurðir sínar, hvort heldur þær eru seldar innan- Jands eða fluttar út. 7. Hinni almennu heimild um út- flutningsgjald, sem nú er í lög- um, sé breytt í heimild tilþess að leggja útflutningsgjald á vörur, sem seldar eru með stríðsgróða. 8. Ef afgangur verður af fé því, sem dýrtíðarsjóður fær til um- ráða, skal því varið til verk- legra framkvæmda og atvinnu- aukningar að stríðinu loknu. 9. Heimild fyrir rikisstjórnina, ef nauðsyn krefur, til þess að kaupa birgðir af nauðsynjavörum og annast dreifingu þeirra á þann hátt, sem hún telur heppilegast. Frumvarpinu fylgir ýtarleg grein- árgerð. Þar eru- færð rök fyrir því, að það er ekki hækkun kaup- gjaldsins, sem hefur skapað dýr- tíðina, heldur dýitíðin hækkun kaupgjaldsins. Þess vegna er engin nauðsyn á að lögfesta kaupgjaldið, enda gjörir frumvarpið ekki ráð fyrir því. Einnig er í greinargerðinni mikill fróðleikur um orsakir dýrtíðarinnar, sem almenningi er ekki kunnar. Verður getið hér nokkurra atriða til skýringar málinu. Meginorsakir dýrtíðarinnar hingað til eru þrjár: 1. Utanaðkomandi verðhækkun á erlendum vörum, og hefir hin mikla farmgjaldahækkun átt sinn djúga þátt í henni. 2. Hin stórfelda hækkun á inn- lendum neyzluvörum. 3. Hin mikla kaupmáttaraukning, er stríðsgróði útgerðarinnar flæddi yfir landið ogafvöldum brezka setuliðsins hér á landi. Skal nú hver þessarra megin- þátta dýrtíðarinnar rakin nokkuð. . Um farmgjaldahækkunina segir meðal annars: »Farmgjaldahækkunin hefir haft því melri áhrif til aukningar á dýrtíðina, að leyfð hefir verið sama huqdraðshlutaálagning og áður tiðkaðist ofan á hin háu farm- gjöld, tollana á þeim og annan, aukinn kostnað, þrátt fyrir heim- ildir, sem til voru í lögum til þess að hafa hemil á öllu þessu. Áhrif farmgjaldahækkananna eru bæði bein og óbein. Hin beinu áhrif liggja í augum uppi, þar sem ýmsar þýðingarmiklar erlendar neyzluvörur, svo sem allar skömmt- unarvörur, voru teknar með í vísi- tölureiknin^inn. En vitanlegueiu hin óbeinu áhrif af farmgja'dahækkun- inni enn þýðingarmeiri. Mikill meirihluti allra farmgjalda er greiddur fyrir flutning á fram- leiðsluvörum, kolum, hráefnum og~ framleiðslutækjum. Hækkun á verði þessara vara eykur framleiðslu- kostnaðinn á öllum innlendum af- urðum og kemur því af stað verð- hækkunum á þeim. Innlendu neyzlu- vörurnar eru síðan mikill þáttur í dýrtíðarvísitöluuni. Er hún hækkar, hækkar kaupið og þar með fram- leiðslukostnaðurinn á ný, síðan aftur verð innlendu varanna o.s.frv. Það er því augljöst mál, að farm- gjaldahækkunin er ekki aðeins ein frumorsök dýrtíðarinnar, heldur einnig einn af aðalþáttum hennar. Það þarf heldur ekki annara vitna við en að athuga reikning Eim' skipafélags íslands s.I. ár. Útgerð- arkostnaður hefir aukizt gífurlega, öll sú hækkun er borin uppi með hækkuðum farmgjöldum, samt græðir félagið á 5. miljón kröna á þessu eina ári. Ofan á þessar gífurlegu upphæðir eru svo lagðir tollar og síðan álagning á þá upphæð, sem þá er komin. Sézt þá um hve geysistórar upphæðir hér er að ræða«.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.