Neisti


Neisti - 13.11.1941, Blaðsíða 4

Neisti - 13.11.1941, Blaðsíða 4
4 NEISTI SSBSS NYJA-BIO gjS Fimmtud 13. nóv- kl. 9 Systurnar Afbragðsgóð amerísk kvik- mynd samkvæmt samefndri skáldsögu eftir A. J. Cronin innar. Munar þetta heldur engu fyrir ykkur ? ___________ Þjóðarskútan stjórn- laus. Hversu mjög sem við Íslending- ar erum stjórnsamir, þá er svo kom- ið málum, að Iandið okkar er stjórnlaust- Þjóðstjórnin situr samkvæmt ósk ríkisstjóra, en eflaust á móti vilja sínum, því að hún hefir gefist upp á því að hafa heill alþjóðar fyrir augum. Flokkshagsmunir Sjálf- stæðis- og Framsóknarmanna stóðu heillastörfum fyrir þrifum og nú berst blessaður ríkisstjórinn við að sætta þessa flokka og rétta við stjórnina og fyrir hans tilstilli hafa flokkarnir valið menn til að ræða um, hverja ráða skuli á ný, til að halda um stjórnvölinn. Menn þess- ir eru: Fyrir Alþýðuflokkinn Stefán Jóhann Stefánsson og Haraldur Guðmundsson. Fyrir Framsóknar- flokkinn þeir Jónas Jónsson frá Hriflu og Skúli Guðmundsson og fyrir Sjálfstæðisflokkinn,|þeir Ólafur Thors og Jakob Möller, Hvað þessir menn bræða, skal engu um spáð, en er það ekki að fara úr öskunni í eldinn að láta þá ræðast við. Því gengur Fram- sókn og Sósíalistar ekki inn á frumvarp Alþýðuflokksins í dýr- tíðarmálinu, sem fyrir þinginu liggur? Því hafa þeir ekki sjónar- mið alþjóðar fyrir augum? Er landið alveg heillum horfið? Nei. Nú þarf alþýðan að taka í taumana og fylkja sér um sinn flokk, Alþýðufiokkinn og þá yrði málunum borgið. Auglýsing um verðla£sákvæði Verðlagsnefnd hefir samkvæmt heimild í lögum nr. 118, 2. júlí 1940, ákveðið hámarksálagningu á vörur þær, sem hér eru taldar, svo sem hér segir: 1. Gúmmískófatnaður, að undanskildum kvensnjóhlífum (bomsum) kvenskóhlífum og strigaskóm með gúmmíbotn- um, sem falla undir 3. flokk. I heildsölu: 12 prc. r I smásölu: a) Pegar keypt er af innlendum heildsölubirgðum 27 prc. b) Pegar keypt er beint frá útlöndum 37 prc. 2. Götu- og samkvæmisskór kvenna. I heildsölu: 12 prc. I smásölu: a) f*egar keypt er af innlendum heildsölubirgðum 37 prc. b) Þegar keypt er beint frá útlöndum 47 prc. 3. Allur annar skófatnaður. I heildsölu: 12 prc. I smásölu: a) Pegar keypt er af innlendum heildsölubirgðum 32 prc. b) f*egar keypt er beint frá útlöndum 42 prc. Þetta birtist hér með öllum, er það varðar. Viðskiptamálaráðuneytið, 16. okt. 1941. Eysteinn 3ónsson. /Torfi Jóhannsson Tílkynninng frá ríkisstjórninn. Samkvæmt ósk brezku hernaðaryfirvaldanna tilkynnist hér með, að ferðaskírteini skipa 10—75 smálestir, sem um ræðir í tilkynningu ríkisstjörnarinnar, dags. 7. mars og 5. september '1941, verða afgreidd, sem hér segir: í Reykjavík hjá brezka aðalkonsúlnum A Akureyri hjá brezka vice-konsulnum A Seyðisfirði hjá brezku flotastjórninni I Vestmannaeyjum hjá brezku hernaðaryTrvöldunum. Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið 23. sept. 1941 KaupÍO 09 lesiO AlþýOublaOiO. Ábyrgðarmaður: Ó. H. GUÐMUNDSSON. Siglufjarðarprentsmiðja.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.