Neisti


Neisti - 27.11.1941, Side 1

Neisti - 27.11.1941, Side 1
9. árg. Siglufirði, fimmtudagina 27. nóv. 1941. 14. tbl. Úgefandi: ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG SIGLUFJARÐAR Gróin Oft hefur verið um það talað og nokkuð reynt að koma til fram- kvæmda, að kaupstaðabúinn not- aði frjómagn þeirrar moldar, er næst væri heimkynnum hans, og hafa margir athafnamenn gerzt þar brautryðjendur, en meira má ef duga skal og til að létta undir með ræktun kaupstaða og sjávar- þorpanna hefur. Félagsmálaráðu- neytið (Alþfl. sér um þá stjórnar- deild) beitt sér fyrir, að af fram- færslubótafé næsta árs verðí varið 100 þús- krónum til ræktunar- málanna, gegn 200 þús. króna , framlagi annar staðar frá. Frá öndverðu hefur Alþýðuflokk- urinn keppt að því, að bæirnir og sjávarþorpin eignuðust svo mikið landrými að þeir gætu orð- ið með þvi íbúum sínum að liði í þeirri sjálfsbjargarviðleitni þeirra að rækta sér garðávexti eða annað. Það mun því gleðja unnendur þessara mála að ákvarðað er að gera allsherjar átak á næsta ári, til að koma af stað vakningu i í öllum kaupstöðum landsins, og ættum við Siglfirðingar ekki að verða eftirbátar í þeim málum lengur. Þær tilraunir, sem gerðar hafa verið hér sanna að i flestum árum er það gróði — já beinn gróði .— að hafa sinn matjurta- garð. Til að lesendum blaðsins gefist kostur á að kynnast hvað fyrir forystumönnunum vakir, og á hvern hátt framkvæmdum skal hagað, þykir rétt að birta bréf félagsmála- ráðherra Stefáns Jóh. Stefánssonar, sem hann sendí 8 kaupstöðum og 50 sjávarþorpum. Þar segir svo: mold. Æáðuneytið lítur svo á, að fyrir það fólk, sem býr í kauptúnum og sjávarþorpum og óvissar atvinnu- tekjur hefir, sé mjög mikilsvert að geta átt þess kost að hafa stuðn- ing af jarðrækt og geta i tóm- stundum sínum framleitt sem mest af landbúnaðaraíurðum til eigin neyzlu. Ráðuneytið hefir þess vegna ákveðið að beita sér fyrir að geið verði tilraun til aðkomaal- mennri hreyfingu á ræktunarmálin á þessum stöðum, eftir því sem ástæður og síaðhættir leyfa. Ætl- ast ráðuneytið til þess, að hrepps- nefndir og bæjarstjórnir, sem skil- yrði hafa til þess, taki upp for- ystu í því, hver i sínu umdæmi, að árlega sé unnið nokkuð að ræktunarmálunum, í þeim tilgangi, er fyrr getur. Jafnframt hefir ráðu- neytið ákveðíð að verja allt að 100 þús. krónum af framleiðslubótafé næsta árs til styrktar þessum mál- um, eftir nánar tilteknum reglum. Ráðuneytið vill því hér með leggja fyrir hrepgsnefndina (bæjar- stjórnina), að taka nú þegar til rækilegrar athugunar möguleikaria til framkvæmda í þessu máli í hreppnum (kaupstaðnum) bæði um útvegun lands til ræktunar og um sameiginlega ræktun á þvi. Jafn- framt vill ráðuneytið gefa hreppn- urn (kaupstaðnum) kost á hlutdeild í þeim styrk, sem ráðuneytið hefir ákveðið að verja i þessu skyni af framleiðslubótafé næsta ár, svo sem fyrr er greint. Þær styrkveit- ingar verða bundnar eftirfarandi skilyrðum: 1. Styrkurinn verður einungis greiddur til sameiginlegra jarð- ræktarframkvæmda í kaupstöð- um,kauptúnum og sjávarþorpum, svo senr framræslu lands til ræktunar, samgirðingu um rækt- unarlönd, ræktunarvega og byggingar sameiginlegra gryfja fyrir fiskúrgang til áburðar. Til greina getur komið sameigin- leg vinsla á ræktunarlandi, sam- eiginlegar kartöflugeymslur og fleira. 2. Að ræktunarlandinu, að aflokn- um hinurn sameiginlegu fram- kvæmdum, sé skipt i hæfilega stórar skákir og það síðan leigt á erfðafestu. 3. Að landið, sem ræktunarmann- virkin eru gerð á, sé í eign eða tryggðri leigu hlutaðeigandi hrepps eða bæjar. 4. Að Búnaðarfélag íslands hafi skipulagt ræktunarframkvæmd- irnar og skiptingu landsins og að verkið sé unnið samkvæmt þeim fyrirmælum. 5. Að hreppsnefndir, bæjarstjórnir, ræktunarnefndir, er þær kjósa, eða félög áhugamanna á hverj- um stað, stjórni framkvæmdum þessum. Skulu hreppsnefndir og bæjastjórnir þó ávallt ábyrgar fyrir því, að verkið sé unnið samkvæmt þeim áætlunum og uppdráttum, er um það hafa verið gerðir, og að öðru leyti sé uppfyllt þau skilyrði, sem sett eru um styrkveitingu þessa. 6. Að styrkur sá, sem veittur er af framfærslubótafé til fyrrgreindra framkvæmda, sé eigi meiri en 1/3 hluti hins sameiginlega kostnaðar, en takmarkist þó í heild við 100 þús. kr. á árinu 1942 fyrir allt landið*. Af bréfi félagsmálaráðherra sjá menn hvernig fyrstu framkvæmd- um á að vera fyrir komið, Hér hjá okkur Siglfirðingum hefur bæj-

x

Neisti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.