Neisti


Neisti - 27.11.1941, Blaðsíða 2

Neisti - 27.11.1941, Blaðsíða 2
2 NEISTI arstjórnin lítillega hafizt handa með úthlutun kartöflugarðanna út á ströndinni, eins með úthlutun slægjulandsins í Skarðdalslandi i sumar, þó það væri ekki úthlutað til ræktunar nú, þá komu fram í bæjarstjórninni sterkar raddir um að það ætti að gjöra slíkt og nú er tækifæri til að fá styrk til sam- eiginlegrar framræslu og girðir.gar og eg er viss um að ’ ekki mun standa á þeim' mönnum, sem höfðu landið til slægna i sumar, að leggja fram krafta sína til að gjöra það að töðuvelli, ef þeim er tryggt (Framhald). Það var bent á það í greininni hér á undan, að innlenda varan hefði hækkað vísitöluna um meira en helming. Um kaupgjaldið má benda á reynslu stríðsáranna 1914—18. Þá hækkaði kaupgjald mjög lítið og óx þó dýrtíðin jafnt og þétt, engu síður en nú. Enn nærtækara dæmi er aukning dýrtíðarinnar árið 1940, þegar kaupið var lögbundið og ekki greidd full dýrtíðaruppbót. Þá hækkaði dýrtíðin en örar en í ár (1941) eftir að farið var að greiða fulla dýrtíðaruppbót oglög- binding kaupsins var afnumin. Er af þessu augljóst, að það er hin mesta fjarstœða að telja dgrtíðar- uppbótina höfuðorsök dýrtíðarinnar. Til að hamla á móti dýrtíðinni, lagði Alþýðuflokkurinn til að tek- inn væri verulega hærri stríðs- gróðaskattur en sá, sem að lokum var samþykktur af þiriginu. Sömu- leiðis hafði flokkurinn sumarið 1940# bent á þá tekjuöflunarleið, að lagt yrði útflutningsgjald á þærafurðir, sem fluttar voru út með striðs- gróða og þessu fé varið til verð- lœkkunar innanlands. Þessar tillögur náðu ekki fram að ganga og sú heimild, sem síð- asta Alþingi samþykkti í þessa átt, hefir enn ekki verið notuð, enda er aðstaða útflytjenda nú önnur og lakari en áður. Ef útflutningsgjaldið hefði verið lagt á meðan útflytjendur græddu sem ^mest, hefði mátt með því ná stórfé til þess að halda niðri vöruverðinu, auk þess sem út- flytjendur sjálfir hefðu fengið mínna að njóta stráanna fyrir skepnur sínar. Bæjarstjórninni ber því nú, við samningu fjárhagsáætlunarinnar, að taka þetta mál til rækilegrar íhugunar og láta nú þegar mæla upp og kortleggja þá staði, sem hún gæti látið bæjarbúum í té. Þeir tímar geta komið fyrr en okkur varir, að hver handfylli af gróiruii mold er okkur meira virði, sem björg og blessun en gull. Kappkostum því að nota hvert frjómagn sem finnst í siglfirzkri mold. fé til umráða og þannig verið dregið úr verðbólgunni óbeint, því vitanlega hefir talsvert af því fé er græddist á þennan hátt, farið í allskonar smákaupmennsku. Eg hefi nú bent á nokkur þau atriði málsins, sem mikilvægust eru og mest er um deild, svo menn geta hæglega áttað sig á því, hvað er að gerast, enda sann- ar hin daglega afkoma okkar verkamannanna allt þetta. En hvernig dýrtíðarsjóðurinn má bæta hér úr skák og hvernig hann verður myndaður, um það segir svo í greiðargerð frumvarpsins: »Til þess að standa straum af útgjöldum þeim, sem ákveðin verða til dýrtíðarráðstafana, skal stofna sérstakan dýrtíðarsjóð, og eru tekjur hans þessar til ársloka 1942: 1. 8. milj. kr. framlag úr ríkissjóði. 2. Tekjur af stríðsgróðaskatti af tekjum ársins 1941. 3. Sérstakt gjald er lagt sé á þær skömmtunarvörur, sem út- hlutað er sérstaklega til veitinga- húsa, (það er um fram skömmt- unarseðla almennings), iðnfyrir- tækja og brauðgerðarhúsa. 4. Aukaskattur -á kvikmyndasýn- ingar. 5. Álag á tekju- og eignaskattinn, sem þegar hefir verið á lagt samkvæmt heimild frá síðasta Alþingi. 6. Útflutningsgjald á vörum, sem seldar eru með stríðsgróða«. Það hefði verið freystandi að taka meira upp úr greinargerðinni, svo menn gætu betur séð hve feikna mikill munur er á tillögum Alþýðuflokksins og hinna flokk- anna. Munurinn liggur í því að Fram- sókn og Sjálfstæðið ætlast til að það, sem gert er, sé gert á kostnað launastéttanna í landiriu einna. Það má ekki skerða gróða út- gerðarmanna, sem hafa grætt milljónir króna undanfarin ár. Það má ekki lækka farmgjöldin, sem hafa fært skipaeigendunum milljónir kr. síðastl. ár. Óþarfa eyðslu má ekki skerða, því hennar njóta yfir- stéttirnar einar. Og þegar allt er komið í öngþveiti vegna fjárgræðgi framleiðenda og kaupsýslumanna, á að gera alþýðu manna, hjúin á þjóðarheimilinu, að bandingjum, sem ekki eru frjálsir gerða sinna til heiðarlegrar sjálfsbjargar. Þettaer megin þátturinn í »bjarg- ráðum« Framsóknar- og Sjálfstœð- isflokksins, þegar erfiðleikarnir fœrast að dyrum þjóðarbúsins. Alþýðuflokkurinn hefir hvað eftir annð varað við hættunni, — fyrst fyrir tveimur árum síðan. — Hinir flokkarnir hafa ekki viljað hlusta á hann. Alþýðuflokkurinn hefur frá önd- verðu bent á sömu leiðirnar og hann gerir nú. Aðeins eru áætlan- ir hans víðtækari nú en fyrr, vegna þess að dýrtíðarfárið er nú orðið meira en áður. Alþýðuflokkurinn veit og viður- kennir, að kauphækkunin er aðeins eðlileg og nauðsynleg afleiðing vaxandi dýrtíðar. — Launþegarnir hafa alltaf haft seinni leikinn. — Hann vill ekki viðurkenna þann órétt, sem þessu fólki er gerður, með því að svifta það borgara- legu og viðurkenndu frelsi, sem það hefir aflað sér með heiðar- legri baráttu svo tugum ára skiptir. Alþýðuflokkurinn vill láta nota hluta af stríðsgróðanum til að stöðva dýrtíðina. Og hann vill tryggja þjóðina á breiðari grund- velli. — Hann vill láta byrjaland- ið að nauðsynjum, og safna fé til seinni tíma, þegar kreppan og atvinnuleysið heimsækir okkur eftir stríðið. Þetta allt ætlast Alþýðufiokkur- inn til að allar stéttir hjálpist að koma i framkvæmd og þeir taki á sig aðal byrðarnar, sem breið- ust og sterkust hafa bökin. Dýrtíðarmálin.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.