Neisti


Neisti - 16.12.1941, Blaðsíða 1

Neisti - 16.12.1941, Blaðsíða 1
Úgeíandi: ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG SIGLUFJARÐAR 9. árg. Siglufirði, þriðjudaginn 16. des. 1941. I 15. tbl. FjárhagS' áœtlunin. Fjárhagsáætlunin fyrir árið 1942 er nú á ferðinni. Nýlega var hún til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Að sögn var minnst um hana talað, heldur gekk mest af tímanum hjá blessuðum bæjarfulltrúunum okkar i að þakka fyrir viðskiptin á árinu og árna andstæðingunum heilla á því nýja og við væntanlegar bæj- arstjórnarkosningar, með hinum vel- völdu og smekklegu orðum, sem þeir eru kunnir fyrir að nota sumir hverjir við slik tækifæri. Helztu tekjuliðir eru: Aðalniðurjöfnun útsvara 390.000.oo Aukaniðurjöfnun 10.000.oo Tekjur af brúttósölu verk- smiðjanna 44.000.00 Tekjur af Gooseignum 51.000.00 Tekjur af vatni 34.500.00 Vitanlega hefur sjaldan eða aldrei verið rennt eins blint í sjóinn með tekjumöguleika bæjarins við samningu fjárhagsáætlunar eins og nú. Ástandið og útlitið er þannig, að enginn veit hvað koma kann. Á þessum tima veit enginn hvort verksmiðjur verða reknar á næsta sumri, eða hvort bryggjur verða notaðar til atvinnurekstrar, og hlýtur því fjárhagsáætlún, sem gilda á fyrir framtiðina, að verða að mestu aðeins pappírsáætlun, sem í mörgum tilfellum getur eng- an veginn staðizt, þó menn lifi í lengstu lög við góðar vonir um ^að fram úr öllu rætist á sem beztan hátt. Upphæð sú, sem gert er ráð fyrir að jafna niður, er geysihá við. fyrstu sín, en þó mun hún að- Til minnis í jóla-annríkinu Egg til bökunar Síróp Blönduð ávaxtasulta Búðingur m. teg. Grænar baunir Pickles Matarolía Sósur m. teg. Saft Kjötkraftur Nautakjöt i buff og steik Svinakjöt Reykt bjúgu o. m. fl. Harðfiskur, barinn Rækjur Gaffalbitar og allskonar áskurður á brauð. Sítrönur Laukur o. m. fl. Þá má ekki gleyma jólahangikjötinu sem bezt er að velja sem fyrst. O.rangeade ávaxtadrykkur er ómissandi á jólaborðið. Komið eða hringið og látið okkur senda eitthvað af því, sem yður vantar. Kjötbúð Siglufjarðar. eins hafa hækkað i samræmi við aðrar hækkanir viðskiptalífsihs. Hvernig innheimtan gengur, verður framtíðin að segja til um. Helztu gjaldaliðir áætlunarinn- ar eru: Stjórn kaupstaðarins 48.300.00 Löggæzla 29.400.00 Afborganir lána 21.130.00 Vextir 17.570.00 Fátækramál 90.000.00 Sjúkrakostnaður 12.000.00 Menntamál 90.300.00 Afborganir, vextir og ýms gjöld af Gooseignum 34.000.00 Vega- og byggingamál 19.100.00 Gatna- og holræsajagnir 70.600.00 Brunamál 13.000.00 Lýðtrygging og lýðhjálp 75.500.00 Heilbrigðismál 11.730.00 Vatnsveitan 23.500.00 Þarna fyrir utan eru ýmsar smærri upphæðir, sem oflangt er upp að telja hér. Frh. 6 ,; siðu.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.