Neisti


Neisti - 16.12.1941, Blaðsíða 2

Neisti - 16.12.1941, Blaðsíða 2
2 NEISTI Furðuleg skrif og »eitt lítið nazistahjarta«. í blaði Sjálfstæðismanna í Siglu- firði, — Siglfirðingi — 21. tbl., birtist eitt þeirra furðulegu skrifa, sem birst hafa í þessu málgagni flokksins af og til s. 1. ár. Grein- arhöfundur virðist algerlega gleyma því, að flokkur hans er ekki leng- ur í stjórnarandstöðu og getur þessvegna ekki leyft sér áfram hið sama ábyrgðarlausa gaspur um opinber mál, sem sá flokkur leyfði sér áður fyrr. Fyrri hluti umræddr- ar greinar er þannig rituð, að ekki verður annað séð, en að þar sé »eitt lítið nazistahjarta* á ferðinni, sem er hrellt af aðgerðarleysi og klíkuskap hinna ráðandi flokka, en sem mundi sjá ráð til lausnar og bjargar þjóð — en ekki þingi — ef hin nazistisku sjónarmið mættu ráða. í þessum hluta greinarinnar getur að líta hin velþekktu naz- istisku orðatiltæki, eins og t. d. .klíkufundi flokkanna«, þaðanblasi ekki við vilji þjóðarinnar, heldur .klíkuvilji fIokkanna« o. s. frv. í seinni hluta greinarinnar kemst svo höfundur allt í einu að þeirri niðurstöðu, að einn sé þó flokkur- inn, sem sé öllu ofar og hafi »hug- sjónir«!! Og sjái menn, þetta var þá reyndar Sjálfstæðisflokkurinn!! Einn af þeim þremur flokkum, sem stendur að þjóðstjórninni, og sem greinarhöfundur hafði rétt áður lýst svo fagurlega sem stjórn flokks- klíkanna o. s. frv. Er hægt að taka slík skrif alvarlega? Vissulega ekki. En skrif sem þessi fela þó í sér vissa hættu fyrir lýðræðið í landinu. Þau eru framkvæmd og þrauthugsuð, sem einn þáttur í þvi að grafa undan virðingu fólksins fyrir lýðræði og þingræði og brjóta braut fyrir valdatöku einræðis og ofbeldis. Þetta eru ekki nýjar að- ferðir, heldur gamlar, en sem not- aðar hafa verið með allt of góðum árangri, þar sem fólkið síðar hefir verið svift réttinum til þess að tala, skrifa og jafnvel að hugsa. Nokkur óánægja hefir verið í öllum flokkum með »þjóðstjórnina«, misjafnlega mikil og byggð á mis- jafnlega mikilli velvild til þess að skilja þau viðfangsefni, sem hún hefir haft að leysa. Blaðið Sigl- firðingur virðist hafa »spekulerað« alveg sérstaklega i þjóðstjórnar- óánægjunni. Jafnframt þessu virðist blaðið annað veifið gleyma því, að Sjálfstæðisflokkurinn er þátttak- andi í fyrgreindri stjórn oghrósar!! honum og hefur til skýjanna, sem þann eina flokk, sem bjargað geti þjóðinni frá núverandi stjórn og þar á meðal frá Sjálfstceðis- flokknum. Blaðið segir að Alþingi hafi verið kallað saman vegnaósamkomulags um lausn dýrtíðarmálsins. Þetta er rétt, það sem það nær. En blaðið gleymir einungis að geta þess, að ráðherrar Sjálfstæð- isflokksins neituðu að framkvæma dýrtíðarlögin frá vetrarþinginu og töldu þau einskis verð, þó þeir telji þau nægilega góð núna. Blað- ið gleymir líka að geta þess, að ráðherra og formaður Sjálfstæðis- flokksins, Ólafur Thors, hafði fallist á tillögur Eysteins Jónssonar um lögbindingu kaups, þó að hann síðar þyrði ekki að fylgja þeim eftir. Ráðherrar Framsóknarflokksins höfðu þess vegna þegar Alþingi var kallað saman, fulla ástæðu til þess að álíta að þingvilji væri fyrir tillögum þeirra. Sama gleymska var ríkjandi hjá Siglfirðingi s.l. vor, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli Ólafs Thors, að flokksblöð hans birtu þá yfirlýsingu hans, að hann hefði verið samþykkur Eysteini Jónssyni um að leggja 10 prc. launaskatt á alla verkamenn og launþega í landinu. Ætli það hefði ekki hækk- að risið á sumum aðstandendum Siglfirðings, ef þeir hefðu átt að greiða 600 kr. viðbótartekjuskatt til ríkissjóðs af sínum litlu launum? Þetta hefðu þeir þó þurft að gera, ef »hugsjóna«-flokkurinn, Sjálf- stæðisflokkurinn, eða formaður hans hefðu mátt ráða á vetrarþing- inu 1941. Næsti »Siglfirðingur« vill kannske skýra lesendum sínum frá því hversvegna atvinnumálaráðherra ekki framkvæmdi ákvæði dýrtíðar- laganna um hámarksverð á farm- gjöldum? Með glöggum tölum í frumv. Alþýðuflokksins hefir þetta verið skýrt, hinsvegar hefðukannske hlutabréf í skipafélögum ekki verið seld tuttuguföldu verði, ef heimild- in hefði verið notuð. Kannske sama blað skýri frá því hversvegna fjármálaráðherra ekki notaði ákvæði dýrtíðarlaganna til þess að lækka tolla á nauðsynja- vörum almennings, eins og korn- vörum, kaffi og sykri, eða hvers- vegna sami ráðherra ekki notaði ákvæði tollalaganna um að inn- heimta ekki tolla af margföldum stríðsfrögtum allra innfluttra vara? Var það kannske gangstætt »hug- sjónum« flokksins ef þetta hefði verið framkvæmt? Blaðið endurtekur það sem oft hefir heyrst áður, að Sjálfstæðis- flokkurinn sé flokkur allra stétta og allrar þjóðarinnar. Hann er flokkur hins ríka, flokkur hins frá tæka, flokkur atvinnurekandans, flokkur verkamannsins, flokkur kaupmannsins, flokkur neytandans, flokkur striðsgróðamannsins, flokk- ur láglaunamannsins. Vill nú ekki blaðið skýra lesendum sínum frá því hvernig »hugsjóna«-flokkurinn hefir nú rækt þetta hlutverk sitt. Hverra hugsmuni hefir hann verið að framkvæma og er hann að fram- kvæma? Þegar ráðherrar Sjálf- stæðisflokksins komu í veg fyrir það árið 1940 í ríkisstjórninni, að sérstakt útflutni’ngsgjald yrði tekið af hinum geypilegu ísfisksölum togaranna í Englandi, réðu þá flokkshagsmunir hinna ríku eða hinna fátæku, stríðsgróðamannanna eða láglaunastéttanna? Þegar Sjálfstæðisflokkurinn fékk því til leiðar komið að öll töp áranna 1931—40, voru dregin frá stríðs- gróða ársins 1940, áður en skattur var á lagður, hvers sjónarmið réðu þá? Þetta verður nú að nægja í bili, en greinarhöfundur getur huggað sig og »sitt litla nazista- hjarta« með því að í greininni sjálfri hafi hann þó slegið einn varnagla fyrir velgengni »hug- sjóna«-flokksins, sem sé þá, að forystan þurfi að vera örugg. Ef illa kynni að fara, má til þess vitna, að samkvæmt kenningum nazista hefir gyðingleg forysta aldrei verið talin 4il þess fallin að ná fullkomnun »hugsjónanna«. Ábyrgöaxmaöur: Ó. H. GUÐMUNDSSON. Sigluf j arðarpr entsmið j a.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.