Neisti


Neisti - 16.12.1941, Blaðsíða 3

Neisti - 16.12.1941, Blaðsíða 3
NEISTI 3 A u g I ý s i n g. Samkvæmt samþykkt bæjarstjórn- ar 29. nóv. s. I. og með heimild í 14. gr. reglugerðar fyrir Vatns- veitu Siglufjarðar frá 25. júlí 1941, verður vatnsskattur allur og allar greiðslur fyrir vatn hækkaðar um 50 prc. almanaksárið 1942. Þetta tilkynnist hér með hlutað- eigendum. Bæjarstjórinn á Siglufirði 3. des. 1941 Áki Jakobsson. Alþýðuhúsið er alltaf lang skemmtilegasta samkomuhúsið. Alþýðuhúsið. Jóladrykkir: Valash Sítron Grapefruit — allir framleiddir úr hreinum ávaxtasafa, Fást í öllum matvöru- og sælgætisverzlunum bæjarins- Engin ]ÓL ef S A N A-ávaxtadrykki vantar á boröiö- Efnagerð Siglufjarðar h/f. Fjárhagsáætlunin. Frh. af 1. síðu. Vitanlega eru margir þessir út- gjaldaliðir undir sömu sök seldir og tekjuliðirnir, að þeir eru nokk- uð út í bláinn, sérstaklega þeir, sem felst í kaup á útlendu efni, því verðlag á aðfluttum vörum getur þotið enn upp. Aftur eru sumir liðirnir fastari í sæti, eins og t. d. vextir og afborganir lána. Það vari full ástæða að ræða hina ýmsu liði þessarar fjárhags- áætlunar all-ítarlega, en hér er ■ekki rúm til þess, og verður því að treysta á forustuhæfileika bæj- arfulltrúanna í þeim efnum. Þó verður að telja það vafasama fjármálaspeki, ef það verður ofan á, að kastað verði 40.000.00 kr. eða meiru í að steypa Aðalgötu milli Tjarnargötu og Vetrarbrautar, þar sem 3/4 hlutar af því fé færi fyrir útlent efni, en atvinna ekki nema tiltölulega lítil við það. Hinsvegar er mjög nauðsynlegt að sinna vel ræktunarmálunum. Ástandið í heiminum er þannig, að vel getur svo farið, að við verðum að búa að því, sem við eigum og framleiðum hér heima að miklu leyti og frjómagn is- lenzkrar moldar breytist ekki, þó heimurinn skjálfi af átökum gráð- ugra valdhafa. Sjálfblekungar og blýantar í fjölbreyttu úrvali. Aðalbjörn gullsm. J ó 1 ag j a fi r: Frakkaskildir Bindisnælur Manchethnappar Krossar Armbönd Kjölhnappasett Fingurbjargir o.m.fl. m Aðalbjörn Pétursson gullsmiður. Tilkynning Þeir Þróttar-félagar, sem fara til atvinnu suður á land, er ráðlagt að hafa félagsskírteini með sér. Þeir, sem ekki hafa skír- teini, geta fengið þau á félagsskrifsíofunni frá kl. 4—7 daglega. Stjórnin. Nýjar bœknr KLEOPATRA ÞURÍÐUR FORMAÐUR NANA SEKAR KONUR FERÐALANGAR LAXDÆLASAGA UNDIR BLÁUM SEGLUM SÓKN MÍN TIL HEIM- SKAUTALANDANNA ÞERNA HITLERS GUSI GRÍSAKÓNGUR MJALLHVÍT og m. fl. bækur BÓKAVERZLUN LÁRUSAR Þ. J. BLÖNDALS.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.