Safnaðarblaðið Geisli - 28.09.1947, Qupperneq 3

Safnaðarblaðið Geisli - 28.09.1947, Qupperneq 3
3 TRÚIR Þ Ú ÞVÍ? (Undir þessari fyrirsÖgn munu framvegis birtast hér í blaðinu stuttar greinar um ýmis atriði,varðandi trúarjatningu vora.Hr va.falaust gott fyrir hina eldri að rifja upp fyrir sér það , sem þeir a fermingardegi sínum játuðu að þeir þá tryðu.Eins mun það vera gott fyrir þá, sem yngri eru að kynna sér það, sem af kirkjunni er ætlast til að þeir játi á sínum fermingardegi.Að sjalfsögðu er því eins farið með trúarjatninguna, eins og svo mörg önnur grundvallarat- riði,að skrðenir manna eru all-mis- munandi á ýmsum atriðum hennar,og það skeður ekki sjaldan,a.ð trúarjátning- in er aðeins varajatning)„ "Ég trúi." Á þessum orðum byrja allar rjar greinar trúarjátningarinnar. egar maðurinn ber fram slika jatn- ingu,lætur hann í lj6s,að hann treysti einhverju sérst.öku,sem sé sannleik- anum samkvæmt.Oft ber maðu.rinn fram slíka játningu,af því að hans eigin lífsreynsla hefi r staðfest hana.Hann trúir því t.d.,að begar vetur sé lið- inn,komi vor og síðan sumsr.Og hann trúir því,er hann leggst til hvíldar að kvoldi,að n&ttin líði og aftur komi degur.Hann trúir því,að vatn sé vökvi. En stundum byggir hann á fullyrðing- um og reynslu annara. Þú trúir því, að jörðín sé hnöttótt og að hún snúist um sjálfa sig.Þú trúir því,að fjar- lægðin milli jarðar og sólar sé 15o milljónir kílometra,eða því,að þver- mál solarinnar sé lo9 sinnum meira en þvermál jarðarinnar.Ótal mörgum líkum fullyrðingum getur þú svarað með orð- unum:Eg trúi,þótt þú sért ekki vís- indamaður.En þú berð bessa játningu fram i skjóli þeirrar þekkingar,sem þú hefir fengið frá öðrum.Reynsla og þekking sanna gildi íátningarinnar: Eg trúi, Þulur útverpsins hefir tilkynnt,að nú tali Helgi Hjörvar um daginn og veginn. Þú hefir ald.rei persónulega kynnst Hjörvar,en þú heyrir rödd í viðtækinu,scm þú kannast við•að þú hefir áður heyrt nefnda Helgs Hjörvar, Og þú trúir því,að raunveruDega sé það Relgi Hjörvar,sem standi fyrir framan hljóðnema útvarpsins,- En nú hcfir Þulurinn tilkynnt,að Jón jónsson lesi frumsamin ljóð. Þú heyrir ókunna r£dd lesa.Þú trúir því,að betta sé Jón Jónsson. Enn lengra í þessari játningu fa.ra sumir, Sértu st jórnmálamaður, trúir þú því,aö þín stjórnmálastefna sé sú eina rétta,jafnvel þótt maður úr öðrum stjórnmálaflokki leitist við að afsanna það og fullyrði,að sln stjórnmálastefna sé réttari.Undir slíkum kringumstæðum yirðist annan eða báða skorta reynslu eða þekkingu sem er aðalundirstaða trúar.- Þótt fátt eitt sé talið hér að framan a.f því,sem menn trúa,getur þó þessi fá- orða upptalning orðið íhugunarefni, LÍf vort er mjög háð trú.Játningin: Ég trúi,hefir í for með sér ábyrgð. Margir breyta samkvæmt henni.T.d. trúir þú því,að þú þurfir að borða, klæðast,hafa húsnæði o.s.frv. til þess að geta lifað.Þú breytir sam- kvæmt því. - En stundum breyta menn ekki eftir því,sem þeir fullyrða að þeir trúi.T.d.getur drykkjumaðurinc fullyrt,að hann trúi því,að .á.fengi sé skaðlegt heilsu og lífi,en samt þambar hann áfengi.Og líkt þessu er ástandið á. mörgum öðrum sviðum.--- "Ég trúi á Guð foður alméttugan, skapara himins og jarðar." Þannig er fyrsta grein trúarjétningarinnar. Her að framan hefir verið bent á það,að til þess að geta trúað ein- hverju,þurfi. reynsla eða. þekking að vera grundvöllurinn.Er elikt hér fyrir hendi?Ef þú gengur út fyrir húsdyr bínar á björtum sumerdegi, ber mergt fyrir a.ugu þin.Þú eérð ýmiskonar grös og blóm við fætur þína.Upp úr somu mold snretta ýmis konar grös og marglit blóm.Upp úr þessum sama jarðvegi geta einnig s^rottið stór tré.Lítir bú lengra, sérðu sjóinn,þar sem bú veist,að margs konar dýr lifa.Rishá fjöllín blasa við sjónum oínum.Ýmsar teg- undir fugla sví.fa í loftinu.Þú sérð upp í djúp loftsins.Og yfir þetta allt hellir sólin geislum sínum. Komir bú út á vetra.rkvöldi, sérð þú í björtu veori mergð hnatt.s,sem í pögulli _ Ligii icrins skeið sitt um ó- mælisa.jun himingeimsins, , > e (Pramh.).

x

Safnaðarblaðið Geisli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Safnaðarblaðið Geisli
https://timarit.is/publication/851

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.