Neisti


Neisti - 24.12.1941, Blaðsíða 1

Neisti - 24.12.1941, Blaðsíða 1
Úgeíandi: ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG SIGLUFJARÐAR 9. árg. Siglufirði, miðvikudaginn 24. des. 1941. 16. tbl. jss&ppg&pp ''íAA ^cr \3tr \íc> AjcpAjct 'íocr W VjgpAjcA \3cir ^ic?Ajcp'ÍícA\JcAAjcA Vt/ XxS \scS SjcA £*»*' ¦Xp Xp> W >& W m: w >& w >& w >& >& w >& w >& w >& w >& w >& w >& w >& w >& w w w >& w ] O L JÓLIN 1941 eru að koma. Um alda- raðir hefur allstör hluti mannkynsins haldið heilög jól, fæðingarhátíð frelsarans, sem einnig hefur verið hátíð gleðinnar, friðarins og frelsisins. Jólin hafa verið heilög hátið hinna trúuðu um víðaveröld, hátíð gleðinnar fyrir börnin, sem notið hafa umönnunar foreldra, eldri systkina, ömmu, afa og annara góðra ástvina. Þau hafa verið hátíð friðarins, þess friðar, sem jólaboðskapurinn færir mannanna börnum og þess friðar, sem tilfinningarnar gróður- setja í hjörtunum og hátíðin tendrar, sem þoka daglegum erjum um set, en hrópa á frið og sátt við guð og menn. Þau hafa verið hátið frelsisins, þess frelsis, sem leyfir einstaklingnum, að njóta helgi- haldsins eftir andlegum og veraldlegum ástæðum. Að vísu hafa ávalt fylgt jóladögunum, sem öðrum dögum tár og margskonar harmur, þó liklega aldrei í eins stórum stil og nú, en það eru aldrei eins miklir möguleikar til að þerra þau tár eins og um jólin, því hjörtu mannanna eru aldrei eins móttækileg fyrir samúð og góðar tilfinningar, sem á þessari heilögu hátíð. Hjá öllum hugsandi mönnum getur koma þessara jóla ekki vakið sömu hugarhræring- ar og áður. Jólaboðskapurinn og trúfrelsið er víða fótum troðið, jólagleðin týnd í hörmungum heimstyrjaldar og tárum yfir dánum, týndum og örkumla ástvinum, og hrundum og brendum heimilum, friðurinn helskotinn og frelsið undir lás. AHur heimurinn er í eyðileggingar- styrjöld, grimmari og víðtækari en nokk- urntíma fyrr. Skammdegið hefur aldrei verið jafn svart og nú í víðtækri merkingu. Menn vilja máske segja, að hörmungar þessar nái svo lítið til okkar, íslendinga, að við getum haldið jól á sama hátt og áður. En við erum komnir inn í hringiðu þessara hörmunga, við erum hernumin þjóð, þó án blóðsúthellinga, við erum á ýmsan hátt frelsi sviftir af völdum stríðs- ins, og við höfum aldrei misst eins marga góða þjóðfélagsþegna og hjartkæra ást- vini í hina votu gröf á nokkru ári, eins og á þessu síðasta, bæði af völdum veðra og striðsaðgerða. Það hafa þvi aldrei ver- ið eins mörg hjörtu og nú, sem gráta yfir föllnum ástvinum og dánum framtíðarvon- um, og ættu hugarhræringar okkar um þessi jól að vera að miklu leyti helgaðar minningu þéssara mörgu föllnu vina, sem horfið hafa svo sorglega og fljótt. Nei, þessi jól geta ekki heimsótt okkur á sama hátt og áður. Þessi jól verða há- tíð vonarinnar, vonar um vor á eftirskamm- deginu, vonar um bjartari framtíð, vonar um gleði, frið og frelsi, vonar, sem gefur okkur þrótt til að heyja lífsbaráttuna, okk- ur, ástvinum og þjóð til gagns og gleði. Undir merki hennar tökum við á móti jólahátíðinni og óskum öllum gleðilegra jóla. >& w

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.