Safnaðarblaðið Geisli - 24.12.1949, Blaðsíða 7

Safnaðarblaðið Geisli - 24.12.1949, Blaðsíða 7
GEISLI 111 JÓLABLAÐ 1949 JÓLAGJAEIR 'géfn- fall- Um fátt er nú talað og hugsað meira meðal harna og fullorðinna en það, ( hvaða g,jafir þeir eigi AvV að gefa og hvaða ggafir/ þeim verði gefnar a jólunum.Það er orðin sterk venja,að einkum hörnum eru ar jólagjafir,Þetta er vissulega egur siður,sem sennilega á rót sína að rekja til gjafanna, sem vitringarn- ir frá Austurlöndum færðu Jesú.En það vill stundum fara svo,að gjafirnar verði ekki til eins mikillar gleði, eins og þær eru ætlaðar.Það stafar einkum af því,að þær eru of miklar, Það kemur fyrir,að börnum berast svo miklar gjafir,að þau treysta sér ekki til að gera upp á milli þeirra og verð svo óánægð með þær allar.Og svo verða gefendurnir fyrir vonbrigðum.Og jólin hjá þessum aðilum missa að miklu leyti sinn saklausa gleðiblæ,- Margir að- standendur barna kannast við það,þeg- ar börn eru að bera. saman gjafir sín- ar,og út frá því skapast öfund með þeim.Þá fara þau að óska eftir þeim hlutum,sem þau ekki sjálf eiga,heldur hitt barnið,- Það er því mikill vandi lagöur á þá,sem velja og gefa börnum jólagjafir.En fyrst og fremst þarf að gæta þess,að gjafirnar spilli ekki jólagleðinni,hvorki fyrir gefendum né þiggjendum þeirra.En það gera þær,ef þær eru of miklar.Minnumst svo þess, sem kom fyrir foreldrana ungu.Þau áttu S&XKungt barn,sem svaf í vöggu sinni, er þau tóku saman gjafirnar.Þeim kom saman imi að leggja gjafirnar ofan á sæng barnsins.En barnið vaknaði ekki til þesea lífs,þvi að það kafnaði undir gjöfunum. Gætum þess,að hin sanna jólagleði kafni ekki undir gjafaþunga.Minnumst þess,að fyrst og fremst finna börnin jólagleðina í fagnaðarboðskap jólanna. Það er fyrsta og dýrmætasta jólagjöfin, Verum einnig þéss minnug,að það eru ekki jólagjafirnar,sem við minnumst fyrst og fremst frá jólunum heima - , bernskujólunum,heldur helgi og friður heimilanna. Gefum börnunum og hvert öðru fyrst og fremst fegnaðarboðskapinn um barnið í jötunni - frelsarann,Jesúm Krist. a. Adelbert von Chamisso: SYMGLU AETUR. í]g oft hef frá ástvinum þegið tt ilmblóm sem kærleiksvott og sungið mér eitt og annað, |: og allt var þá fagurt og gott. t Og einmana hefi ég harmað, og hugrekkið flúið á brott, þa söng ég óðinn minn aftur, og aftur varð fagurt og gott. : t «i : Ég sá að ég stundum stökkti stórlyndisæði brott : því syngi ég óðinn minn aftur, « þeim allt varð þá fagurt og gott : Ei skalt þú æðrast né kvarta, allt angur þitt fýkur á brott, Syngdu þá aftur og aftur, unz ellt verður fagurt og gott, Ingivaldur Nikulásson þýddi. :«: GEISLA hafa borist margar hlýjar kveðjur,bœði í bundnu og óbundnu máli.Eátt eitt leyfir rúmið á birta, In innilegar þakkir fyrir þær allar, - Hér eru tvær vísur,sem nýlega bár- ust frá N.S,,góðvini GEISLA : Þú ert góður,GEISLI minn, gott var að fá þig núna, frá þér streyma styrk ég finn, styrk,sem eflir trúna. Af GEISLA mestan fögnuð finn, friðargestur velkominn, fræðalestur þigg ég þinn, það er nestisbitinn minn. Þá má geta þess,að oft berast GEISLA peningagjafir.Ekki er heldur hægt að geta þeirra allra. Hjartanlegar þakk- ir fyrir þær allar. íi Vl X G E I S L I óskar öllum lesendum sínum þ-A gleðilegra jóla.

x

Safnaðarblaðið Geisli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Safnaðarblaðið Geisli
https://timarit.is/publication/851

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.