Safnaðarblaðið Geisli - 01.01.1955, Blaðsíða 9

Safnaðarblaðið Geisli - 01.01.1955, Blaðsíða 9
1 ) ........ G E I S L I--------S -----------X. ÁRGANGUR, ME TLAKA TLA. Allir kanns.st við Kötlu, eld- fjallið illræmda í Mýrdalsjökli, en hver hefir heyrt Metlakötlu getið ? Metlaketla. er ekkert eldfjall,held- ur IndíánaÞorp á Annette-eyju við suðurströnd Alaska. Er borpið merki- legt um margt,og skal hér drepið á það helzta. Árið 1857 (sama á.r sem Indíán- ar í Utah eyddu 120 manna innflytj- endahópi],kom 24.ára gamall prestur, sr.Vilhjalmur Duncan,til Kyrrahefs- strandar í Kaneda,sem þá var "break nýlenda British Columhia. Hann ætl- aði ser hvorki meira né minna en að kristna hina illræmdu Tsimsjian-Ind- iána. Eyrst hélt hann sig í herkest- ala Eort Simpson og lærði Tsimsji- anamálið. Að ári liðnu treysti hann sér til þess að fara út til Indíán- anna. Henn fór einn síns liðs og ó- vopnaður,þrátt fyrir að»varanir kastaleliðsins,sem lifði í hálf- gerðum ótta við þessa "blóðbyrstu villimenn". Henn talaði til þeirra á móðurmáli þeirra og sagðist vera kominn til ]b^ss að fræðe þá um Guð. Einn Indíánanna varð fyrir svör- um: "Þe.ð er engin ný hóla. Við höf- um sjálfir sagnir ef Guði,en getur þú kennt okkur Guð s hjartalag?" "Það er einmitt það sem^ég ^et", svaraði presturinn. Hann fékk agæta áheyrn og skírði marga. Sr.Vilhjálmur hefði mátt vera á- nægður með slíkan árangur strax í þyrjun. En bráðum fór að koma í ljós, að heiðinn hugsunarháttur var furðu seigur,en auk þess,að hin . nýja trú hafði opnað Indíánum leiðina að freistingum hvitre manna,sem þá skorti alla lifsreynslu til að glima við. Auk þess blöskraði prestinum lífskjör þessara veiðimenna. Þeir höfðu verið algerlega háðir duttl- ungum veiðiheppninnar,lifðu i óhófi, þegar vel bar i veiði,en sveltu heilu hungrinu þess á milli. Með skot- vopnum hvitre. msnna gengu beir svo á villibráðerstofninn,að af því hlauzt langvarendi veiðileysi í eft- lrdragi. Þar við bættistjað hvítu mennirnir þrengdu að Indiánunum bæði með skógarhöggi,með veiðum sinum og með beinum hernaði. Einnig sú "hugg- un",sem hvítu mennirnir færðu með sér var Indiánunum banvæn,en það var "eldvatnið". Þannig kölluðu þeir brennivxn. Sr.Vilhjálmur va.r sjálfum sér sam- kvæmur. Þegar hann boðaði Tsimsjiönum Krist,sem er vegurinn,sannleikurinn og lífið,gat hann ekki horft á það aðgerð arlaus, að þeim væri útrýmt.Hann fór fram á það við stjórn nýlendunnar, að hún bannaði innflutning hvitra manna á svæði,sem voru eign kristinna Indiána. En nýlendustjórn Breta sinnti ekki beiðni hans og leit óhýru auga til prestsins æ síðan. Sr.Vilhjálmur itrekaði beiðni sína við stjórn sam- veldisins Kanada eftir stofnun þess 1867,en gerði þar með sjálfan sig ó- vinsælan þar, Hann reyndi að bæta lifskjör sóknarbarna sinna með því að kenna þeim að taka upp atvinnuvegi hvitra manna,t.d.að annast flutninga meðfram ströndinni. Hann sá sér ekki fært að kenna Indíánunum bindindi og samtímis að gefa þeira vin i altaris- sakramentinu. Hann sleppti víninu. Þar með gaf hann á sér þann höggstað, sem yfirvöldin biðu eftir,til þess að geta svipt hann embættinu. Eftir meir en tuttugu ára óei^ingjarna þjónustu var hann rekinn fra sóknarbörnxim sín- um,sem voru orðin hluti af honum sjálfum. Tsimsjian-menn elskuðu prest sinn einnig mjög mikiðjreiddust rang- lætinu,sem honum var sýnt og grófu upp stríð sexi, til þess að verja hpnn. Sr.Vilhjálmur átti í mestu erfið- leikum með að sefa þá,en honum tókst að fyrirbyg^ja blóðbað,sem hefði haft útrýmingu sóknarbarna hans í för með sér. Hann fór burt,en lofaði að koma aftur til þeirra. Á þessu sama ári, 1876,féll Custer herforingi í orr- ustu við Sioux-Indíána og öll her- sv^it hans var felld, Þegar sr.Vil- hjalmur kom fyrir forseta Bandaríkj- anna og bað um land fyrir friðsamlega kristna Indíána,var honum vel tekið. Hann fékk handa Tsimsjian-mönnum þeim,sem vildu fylgja honum,úthlut- aða eyju við suðurströnd Alaska og fluttist hann þangað 1878 og með hon- um 850 Indíánar. Þar var numið land, byggt þorpið Metlakatla og nýir at- vinnuvegir teknir upp.' Eyjan er

x

Safnaðarblaðið Geisli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Safnaðarblaðið Geisli
https://timarit.is/publication/851

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.