Safnaðarblaðið Geisli - 01.06.1955, Blaðsíða 1

Safnaðarblaðið Geisli - 01.06.1955, Blaðsíða 1
GEISLI* BÍLDUDAL X. ÁRGANGUR. JUEl-JÚLl 1955. 6.- 7.TÖLUBLAÐ ÞOKKUM GUÐI. " Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir Drottin vorn Jesíim Krist". I.Kor. 15, 57). TSf rér viljum vera hreinskilin gagnvart oss sjálfum, þá fer ekki hjá því að höfum orðið þess vör og verðum þess svo að segja daglega vör,að Guð heflr gert fyrir oss óumræðilega mikið. Hinn mikli alheimsmáttur hefir gætt oss llfi. Hann hefir gætt oss starfskröftum, viti og vilia, til þess að vér getum hagnýtt oss þær uppsprettur, sem vér getum ausið lifsviðurværi voru af. Hann hefir gætt oss skynsemi og skynjunarhæfileikum, til þees að njóta þeirrar fegurðar i litum og t&num, sem allt umhverfis oss eru i náttúrunni, Hann hefir gr&ðursett í hjortu vor hinar fegurstu tilfinningar svo sem sam- uð og kaerleika, Þrátt fyrir þessi augljósu sannindi eru þeir of margir,sem gefa manninum dýrðina fyrir Öll lífsþægindin, alla tæknina og aðstöðuna til lifshjargar, sem þeir verða aðnjótendi. En hvernig er því þá farið með him- ininn, hafið og jörðine? AHt eru þetta þó uppspretturnar, sem ausið er úr0 Hversu miklir efnishyggjumenn, sem menn kunna a^ vera, geta þeir ekki neit- að því, að einmitt allt efni og frumorka, sem mannkynið hefir með aldaþr&un tekist að hagnýta á sem hagkvæmrstan hátt, það er allt aðfengið, Erumefnin og frumorkan voru til, áður en mennirnir voru til. Allt er það komið frá Guði. Hann er frumorsök lífsins. Hver 'annar hefir nokkru sinni reynst oss slíkur gjafari? Hver getur nokkru sinni gefið^oss annað eins? Ég hygg, að sérhver sá^ sem í fullri alvöru hefir hugsað út í þetta, geti ekki motmælt þvi, að fra Guði þiggjum vér allt hið stærsta, mesta og "bezta. Honum her oss fyrst og fremst að Þakka fyrir^öll þau gæði og gnottir, sem nefndar eru hér að framan. - En i þeim orðum Fáls postula ur "brefinu til Korintumanna, sem rituð eru hér fyrir ofan, erum vér minnt á fleira, sem vér höfum Guði að þakka fyrir. Þeu orð minna oss á orð Jesú Krists, Þegar hann sagði:"Svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf". Hvilikur kærleikur^ Oss mönnunum gaf Guð son sinn Jesúm Krist að frelsara frá synd og dauða. í þvi birtist náð, miskunn og kærleikur Guðs oss mönnunum dpsamlegast. Get- um vér gleymt að Þakka slíkt? Nei. Vér erum þakklát fyrir ýmsar vinargjafir, sem ástvinir vorir og vinir gefa oss. Þess vegna hljótum vér að vera Þakk- lát Guði_, sem hefir gefið oss svo st&rkostlega. Og vér segjum af há&xta: Lof og þökk sé þér, elg&ði Guð, fyrir allar Þinar miklu naðar- og kærleiks- gjafir. Auk oss trú, svo að vér séum verðug Þess að eiga Jesúm Krist að frelsara frá synd og dauða. ------ooooOoooo---•>--

x

Safnaðarblaðið Geisli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Safnaðarblaðið Geisli
https://timarit.is/publication/851

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.