Safnaðarblaðið Geisli - 24.12.1955, Blaðsíða 10

Safnaðarblaðið Geisli - 24.12.1955, Blaðsíða 10
G B I S L I 108 X. Argangur. géra Einar Sturlaugsson, prófastury Fatreksfirðl lézt á Landspítalanuin í Reykjavik 23. september 6.1., eins og skýrt ver frá í síðesta bleði. Séra Einar var fæddur 21, marz 1902 að Þiðriksvöllum í Steingrímsfirði, sonur hjónanna Sturlaugs Einarssonar o^ Guðbjargar Jons- dóttur, sem lengi bjuggu 1 Snartartungu í Bitrufirði. Sera Einar ólst upp hgá foreldrum sínum og va.r hjá þeim allt til fullorðinsára. Þ& hó£ hann namsferil sinn, fyrst í Flensborgarskóla, en lauk stúdentsprófi fra Mennte- skólanum í Reykjavík 1926, HÓf henn þá nám í guðfræðideild Háskóla íslands, og útskrifaðist þaðan vorið 1930, Um haustið sama ár vígðist hann til Eyra- prestakalls (nú Fatreksfjarðarprestakplls) eem aðstoðarprestur séra Magnúsar f>orsteinssonar. Veitingu fyrir prestakellinu fékk sére Einar á næsta ári, að afstaðinni kosningu. Frófastur i Barðastrandarprófastsdæmi varð hann á árinu 1945 og hélt_ því til æviloka. Öll embættisverk sín rækti séra Einar með stakri kostgæfni. En euk þeirra fékkst hann við mörg önnur störf, einkum á Fatreksfiröi, svo sem kennslu og félagsmál. Þá varð hann vlðkunnur fyrir blaðasöfnun sína, Það mikla safn blaða og tímarita gaf henn islenzkudeild Manitobaháskóla. í þekk- lætisskyni ver honum boðið vestur. Tók hann því boði og ferðaðist. þar víða um íslendingaþyggðir sumarið 1953, flutti prédikpnir og fyrirlestra. - Náms- ferðir hafði hann ferið áður til Denmerkur, Þýzkplands og Englpnds. Sera Einar var máldjarfur og hispurslaus í framkomu, hressandi í umgengni, fróður vel og orðheppinn, ágætlega hegmæltur. í fari hans brá stundum fyrir Ijúfri mildi, sem þá gerði ólýsanlege hlýtt í návist hans.Ætti henn andspyrnu eða mótþróa að mæta, gat hann verið orðhvass og fastur fyrir, en aldrei ósanngjern, Hann ver ágætur prédikari og trú hans sterk og einlæg. Um hann hefir verið ritað í flestöll dagblöð landsins og einnig í "Kirkjuritið", svo að hér verður látið staðar numið. En þess skal að lokum getið, að allir, sem urðu nákunnugir séra Einari, sakn8 þar vinar í stað. Lúkas 2, 29-32, "Sem börn af hjarta viljum vér". Á aðfangadag jóla kom ungur námsmaður til fundar við frægan heimspeking og bað ^hann úrlausnar á ýmsum ráðgátim í heimspekinni, sem hann gat ekki leyst úr sjálfur. Heimspekingurinn var þá að skreytp jólatré og ver hópur af börnum kringum hann, Heimspekingurinn sagði þá við unga manninn: "Komdu til min aftur eftir jólin,því að eins og þú sérð,get ég ekki núna orðið við beiðni þinni.Það^er melra virði,sem ég er að ^era". Unga manninum gat ekki skilist það,og lét prófessorinn heyra það á ser. Frófessorinn svaraði, að það væri þó meira vert en Öll speki heimsins. "Trúðu mér, ungi meður, að fegureta blómið og bezti ávöxturinn á öllum sönnum vísindum felst i hinum dýrmætu orðum Jesu Krists* "Sannlega segi ég yður, nema þér snúið við og verðið eins og börnin, komist þér alls ekki inn í himneríki" Ef ég hneppi efsta hnappnum 1 frakkanum mínum rangt, hvað leiðir þá af þvT? Ef eg byrja rangt í breytni minni, hvsð heldur þú þá að leiði pf því?" Ungi maðurinn svaraði ekki, en fór ekki aftur fram á það, að prófessorinn hætti að skreyta jólatréð. En hann hefir síðar sagt frá því, að þessi orð prófessorsins hafi komið í huga sinn á hverjum jólum, og þau hafi kennt sér mikið meir en heil- ar fræðibækur. -----

x

Safnaðarblaðið Geisli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Safnaðarblaðið Geisli
https://timarit.is/publication/851

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.