Safnaðarblaðið Geisli - 24.12.1955, Blaðsíða 17

Safnaðarblaðið Geisli - 24.12.1955, Blaðsíða 17
G E I S L I X.ÁRGAFGIXR. HS Eramhpldssagan: H 0 N U M T R E Y S T I H Ú N B E Z T. Sigurður Fr, Einarsson, Þingeyri, þýddi. Erh. Þegar Joe var 25 ára,var hann talinn fallegaeti og hugrakkasti ungi iR.að- urinn i allri Cadgely-vík. Hann var yngsta barn foreldra sinna. Þrátt fyrir hinn sífellda háska,sem sjómennirnir lifðu í,hafði þetta fólk alið upp hrausta, dugandi starfsmenn,bæði karla og konur. Þetta fólk lifði einföldu lífi,en var ánægt með "deildan verð". Joe og foreldrar hans höfðu aldrei þurft að liða neitt líkt þvi, sem hin undurfpgra Bettý Hale og fjölskylda hennar. Hennar fjölskylda og hún höfðu orðið fyrir mörgu því, sem olli þungum erfiðleikum,- ástvinamissi, sorg og söknuði, Bettý var sannaxlega reynslunnar barn. Hún vsr því ekki verulega kjarkmikil, en hjarta hennar va.r perla, sem ekkert aumt mátti b j á. Joe hafði hraðað ser til vinnu sinnar. Nu var farið að hvessa, Það þotti honum vænt um,þvi að hann og félagar hans höfðu verið að mála stóran bét, sem Joe átti. Eaðir hans var farinn pð linast við sjóséknina,svo að Joe var tekinn við öllu,sem að þvi sterfi laut. Nú bauð hann vindinn velkominn,þvi að þá var vist sð báturinn þornaði fljóter.. Um kl. sex var verkinu lokið. Joe fór inn i bátaskýlið (naustið), fór úr f rakkanum, sem orðinn var ataður í málningu, Hann hafði ákveðið að halda upp á veginn og hjálpa Bettý að komast í farþegava^ninn til Portallo,lendingarstað- arins. Þessi ætlun Bettýpr að fara svona allt 1 einu til Portallo,hafði komið honum alveg óvart. Hann áleit að þetta tilt.æki hennsr stafaði af þvi,að hún vildi forðast alla þrætni við hann um barnið. En hsnn varð að fá að sjá hana rett einu sinni enn, áður en hún færi. Hann hafði. verið að vinnp við bátinn yzt úti við enda vikurinnar, En með því að klöngrast upp ósléttar klappir í klettóttri hlíðinni, 'komst hann upn á hsllandi, gróna jörð, sem lá að þjóðveg- inum. Og Bettý mundi koms sð merkisstaurnum - eftir brsttri þorpsgötunni,þang- að sem vagninn biði eftir farþegunum, sem ætluðu til Portallo,þaðpn úrrvíkinni. Allt í einu gall við í lúðri póstvagnsins,sem kom þjótandi eftir vegin- um. Joe starði - vagninn var tómur/ Þsð voru engir fsrþegar þetta kvöld til Portallo. Auðsýnilega hafði Bettý hætt við förina. Homxm varð órétt,sneri við og hraðaði sér niður lautina í áttina til hiámar bröttu götu,sem lá í bugðum niður í víkina, Pegar hann kom langleiðina niður að húsunum, sá hann að allt virtist é ferð og flugi. Karlmennirnir hlupu niður að sjé, og^konur og börn eltu þá, Og jafnvel hundarnir þutu geltandi a eftir húsbændum sínum, Nú var kominn vestan stormur með hellirigningu. Þegar Joe kom niður í sandinn, þaut hann að björgunarbátnum,sem var til- búinn að íeggja út,og allir voru komnir i,nema einn - hann sjálfur. Þé að hann væri næstum uppgefinn af hlaupunum,öslaði hann í stóru sjóstígvélunum, fram að bátnum,hóf sig upp í hann og a sinn stað. Þegar báturinn skauzt frá landi, laust mannfjöldinn á landi upp fagnaðarópi, og blessunaróskir kváðu við. Allir vonuðu,að förin yrði hsppasæl sigurför. "Nú munaði ekki miklu, kunningi, að þú gætir verið með",sagði sá,sem sat við hlið hans. "Ég var langt urpi á þjóðveginum", svaraði Joe,"og hefi ekki heyrt björgunarkallið vegna stormsins", "Það er "Anna hin góða",sem er í hættu. Hún var nýfarin frá bryggjunni og er ekki enn komin sjómílu frp landi. Eitthvað er að henni, Það er víst stýrið . Snúðu þér við,Joe, þá sérðu hvaða verk bíður okkar". Joe leit við og varð svipþungur, "Hana rekur", sagði hann snöggt.Flpira var ekki sagt. Enginn þurfti pð segja nokkuð, Það vpr gagnslaust. Allir sáu, að hana bar að mjög hættulegum stað, klettarifinu Manaklana. - "Anna hin góða" var lítill gufubátur,sem annaðist flutninga milli litlu hafnanna í flóanum.Og

x

Safnaðarblaðið Geisli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Safnaðarblaðið Geisli
https://timarit.is/publication/851

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.