Íslenzk tunga - 01.01.1959, Side 12

Íslenzk tunga - 01.01.1959, Side 12
10 ÁSGEIR BL. MAGNÚSSON gegnir um þá affra, sem rita um íslenzkt mál fram um micíja 19. öld; þeir drepa aldrei á þetta atriði. 1.22. Ýmsir kynnu því að vilja álykta sem svo, að cf-framburður- inn hljóti að vera ungur og hafi naumast látið nokkuð á sér bæra fyrr en á seinni hluta síðustu aldar. En slík ályktun er reyndar mjög hæpin. í fyrsta lagi er það harla ósennilegt hljóðsögulega, að fram- burður af þessu tagi hafi komið upp í skyndingu, enda bendir flest til þess, að hann hafi þegar verið í rénun og á undanhaldi, er hans er fyrst getið. í annan stað er þess að gæta, að eldri mállýsingum íslenzkum verður naumast treyst til fulls í þessum efnum. Flestum þeim, sem á liðnum öldum fjölluðu um íslenzka tungu, var fornmálið svo ríkt í huga, að það skyggði á máleinkenni samtímans, bókstafur- inn ríkti tíðast yfir hljóðinu, stafsetningin yfir framburðinum, og þeir, sem rituðu um framburð íslenzkra bókstafa, voru stundum komnir aftur í rúnaristur fyrr en þá varði. Að vísu eru til einstaka undantekningar í þessum efnum, en oftast var afstaðan þessi, og hélzt svo í ýmsum atriðum langt fram á 19. öld. Og víst er slík afstaða bæði skiljanleg og eðlileg, þegar litið er á þátt fornra bókmennta og tungu í frelsisbaráttu þjóðarinnar og það stig, sem almenn málvís- indi stóðu á um þessar mundir. En af þessu leiddi m. a., að lýsingar á málfari samtímans urðu allgloppóttar. Skal ég geta þess til dæmis, að ekki er til, svo mér sé kunnugt, nein rituð umsögn um linmælið sunnlenzka allt fram yfir miðja 19. öld. Linmælið er þó vafalaust miklu eldra, enda þykir mér sem finna megi merki þess í rithætti ein- stakra orða allt aftur á miðja 18. öld a. m. k., þótt naumast hafi það verið orðið mjög útbreitt þá. Líku máli gegnir um flámælið svo- nefnda; þess er hvergi getið í heimildum, en ýmislegt bendir þó til þess, að það sé líka farið að láta á sér bæra þegar á 18. öld.3 Rétt er 3 Mér þykir reyndar sennilegt, að nnkkurt samband sé á milli þessara fyrir- bæra beggja, linmælis og flámælis, og séu þau með nokkrum hætti síðborinn ávöxtur af hljóðdvalarbreytingunni, sem lauk hér á landi, víðast hvar, á 16. öld. Misvægi í sérhljóðakerfinu og arftekin víxlan lokhljóða og önghljóða í inn- stöðu hefur svo stutt enn frekar að þessari þróun. Hef ég vikið litillega að þessu efni í útvarpsþáttunum um íslenzkt mál.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Íslenzk tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzk tunga
https://timarit.is/publication/852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.