Íslenzk tunga - 01.01.1959, Síða 117
SAGA ÍSLENZKRAR STAFSETNINGAR
115
greinargerð né röksemdir nefndarinnar, en vonandi verður
þess ekki langt að bíða, að nefndarálitið verði birt í heild
sinni.
Af því, sem nú hefur verið rakið, er greinilegt, að stafsetningin frá
1918 átti mjög í vök að verjast, þar eð margir menntamenn gengu
beint í berhögg við hana. Var þess þá og skammt að bíða, að tillögur
nefndarinnar frá 1924 fengju staðfestingu stjórnarráðsins, a. m. k.
í meginatriðum.
Hinn 25. febrúar 1929 gaf þáverandi kennslumálaráðherra, Jónas
Jónsson frá Hriflu, út auglýsingu um nýja stafsetningu. Var hún birt
í Lögbirtingablaðinu 28. s. m. og er orðrétt á þessa leið:
Auglýsing um íslenzka stafsetningu.
Ein skal vera stafsetning íslenzkrar nútímatungu.
1. sem kennd er í öllum skólum, er styrks njóta af ríkisfé,
2. sem höfð er á öllum bókum, er prentaðar verða til þess
að nota við kennslu í þeim skólum, eftir að þessi auglýsing hef-
ur verið birt, ennfremur öllum ritum, sem gefin eru út af
ríkinu, með styrk af ríkisfé, eða af félögum og stofnunum, sem
njóta ríkisstyrks. Þó má halda óbreyttri stafsetningu á þeim
ritum, sem byrjuð eru að koma út í heftum eða bindum, unz
þeim ritverkum er lokið.
Um flest aðalatriði íslenzkrar stafsetningar eru allar staf-
setningarreglur, sem almenningur hefur fylgt á síðustu manns-
öldrum, svo samhljóða, að þess er ekki þörf að gera grein fyrir
þeim í þessari auglýsingu. En um þau fjögur atriöi, sem ágrein-
ingur hefur orðið um, skulu gilda þær reglur, sem nú segir:
I. Rita skal yfirleitt é, þar sem svo er fram boriö (þó aldrei
á eftir g eða k), hvort sem þar er um að ræða fornt é, eða
fornt e, sem lengzt hefur, t. d. léð, vér, vél, fé; — hérað, hélt,
féU.
Þó skal rita je í fleirtölu af lýsingarhætti nútíöar með nafn-
orðsbeygingu, þar sem nafnháttur endar á ja, enda skiftast
[svo!] þá atkvæði á milli j og e, t. d. kveðjendur, seljendur,
þiggjendur, sœkjendur.