Íslenzk tunga - 01.01.1960, Síða 11
IIRINGTÖFRAR í íslenzkum orðtökum
9
það ekki heldur neinu meginmáli, með því að aðrar öruggar heimildir
eru um orðtakið úr fornritum, eins og rakið hefir verið.
Um eitt, er varðar skýringu framan greindra orðasambanda, eru
flestir fræðimenn sammála, en það er, að orðið kostur (eða hlutur)
sé undanskilið í þeim. Þeir telja með öðrum orðum, að orðtakið eiga
þann á baugi jafngildi *eiga þann kost (hlut) á baugi. Ég hygg
einnig, að á þetta verði ekki bornar brigður. Stuðningur við þessa
tilgátu kemur fram í fyrsta dæminu, sem tekið var,9 þar sem á eftir
orðasambandinu kemur en þann kost annan. í því felst, að fyrri kost-
urinn var á baugi. í sömu átt bendir einnig, að fyrir kemur orða-
sambandið einbeygðr kostr ,óhjákvæmileg nauðsyn‘,10 sem er eins
konar samþjöppun úr orðasambandinu *eiga einn kost á baugi á
sania hátt og lýsingarorðið stalldræpr er samþjöppun úr orðtakinu
hjarta drepr stall. Það atriði mun ég rökstyðja annars staðar og eyði
því ekki fleiri orðum að því hér.11
II
Aður en ég ræði skýringu mína á uppruna orðtaksins, þykir mér
rétt að rekja skoðanir annarra fræðimanna á þessu atriði.
Elztu skýringu á uppruna orðtaksins, mér kunna, er að finna í
orðabók Guðmundar Andréssonar. Þar segir svo:12
Þad er ti bauge: ea res agitur: scil. sancienda est juramento:
al etia a baug: ad extremum refugium, sev juramentum, adi-
gere.
Um þýðingu Guðmundar („ea res agitur“) mun ég fjalla síðar.
En upprunaskýring bans er sú, að orðtakið sé runnið frá eiðtöku og
merki í rauninni ,það ber að staðfesta með eiði‘ („sancienda est
9 íslenzk jornrít, XXVII, 164.
10 Sama rit, 170.
11 Orðasambandið e-m er nauSbeygður einn kostur, sem lyrir kemur í nú-
timamáli, þótt ekki finnist í orðabókum, er sennilega af öðrum rótum runnið.
Líklega er það samruni úr e-m er nauðugur einn kostur og e-r er nauðbeygður
til e-s.
12 Lexicon islandicum ..., scriptum á Gudmundo Andreæ Islando (Havniæ
1683), 25.