Íslenzk tunga - 01.01.1960, Qupperneq 13
IIRINGTÖFRAR í ÍSLENZKUM ORÐTÖKUM
11
það ekki svo gamlar, að þess vegna gæti það átt rætur að rekja til
hamingjuhjólsins, því að kunnugt er, að menn þekktu þá hugmynd á
Islandi á 13. öld. Hins vegar er trúlegra, að orðtakið sé miklu eldra,
þótt heimildir skorti. Til þess hendir m. a., að í fornsænsku kemur
orðið baugr (fsæ. bauger) fyrir í málshætti, sem allar líkur benda til,
að rætur eigi að rekja til sömu hugmyndar og íslenzku orðtökin,
eins og síðar verður vikið að. Mikilsverð rök gegn þessari skýringar-
tilraun Johnsoniusar er sú staðreynd, að ókunnugt er, að baugr hafi
nokkru sinni haft merkinguna ,hjól‘ og því síður ,hamingjuhjól‘.
Hamingjuhjólið var táknað með öðrum nöfnum.14 Langsótt virðist
mér sú skýring, að baugr tákni ,hring hamingjuhjólsins‘, þótt vel geti
verið, að baugr hafi merkt ,hjólhringur‘. Þetta er þó algerlega ókunn-
ugt, en hitt er víst, að baugr var notað um hring á skildi:15
A fornum skjöldum var títt at skrifa rönd, þá er baugr var
kallaðr, ok er við þann baug skildir kenndir.
b) Ekki er alls kostar víst, hvernig skilja beri aðra skýringu Jóns
Johnsoniusar. Stafar það af því, að vafi leikur á, hvernig túlka skuli
hin latnesku orð í orðasafni hans. í orðasafninu segir svo:lc
aut etiam, quod mihi quidem vero similius, a Sortibus per
annulos jaciendis.
Ef per annulos merkir hér ,gegnum hringa1, eins og eðlilegt væri
að skilja miðað við „klassíska“ latínu, væri skýring Johnsoniusar sú,
að orðtakið væri dregið af hlutkesti, sem farið hefði fram á þann
hátt, að hlutunum hefði verið varpað gegnum liringa. En hvergi hefi
ég getað fundið heimildir um þess konar hlutkesti. Hefi ég þó víða
leitað og spurzt fyrir um þetta meðal sérfræðinga í þessum efnum.
Miklu sennilegra virðist mér, að per annulos merki hér ,með aðstoð
hringa, með hringum1, þ. e. að átt sé við hlutkesti, þar sem hringar
14 Sjá Halldór llalldórsson, Örlög orðanna (Akureyri 1958), 9—12.
lr' Edda Snorra Sturlusonar; Edda Snorronis Sturlœi, sumptibus Legati
Arnamagnæani (Ilafniæ 1848—87), I, 420.
16 Nials-saga, 645.