Íslenzk tunga - 01.01.1960, Qupperneq 23
HRINGTÖFRAR í ÍSLENZKUM ORÐTÖKUM
21
geymir sagan áreiðanlega miklu eldri rninni, einkum þó vísa sú, er
vitnað verður til hér á eftir.
I upphafi Gotasögu segir frá því, að konu Höfða, er Hvítastjarna
hét, dreymdi draum hina fyrstu nótt, sem þau voru á Gotlandi. Hana
dreymdi, að þrír ormar voru samanslungnir í barmi hennar og
skriðu síðan þaðan á brott. Hún sagði bónda sínum drauminn, sem
réð hann á þann hátt, að þau myndu eignast þrjá sonu. Upphafið á
orðum bónda eru á þessa leið í sögunni:45
Alt ir baugum bundit
bo land al þitta warþa
oc faum þria syni aiga.
Það fer ekki á milli mála, að svar Höfða er í vísuformi, eins og
Carl Sáve benti fyrstur manna á.4(l Þetta atriði bendir sterklega til,
að um gamalt minni sé að ræða, því að kveðskapur af þessu tæi
líðkaðist ekki í Svíþjóð um þær mundir, sem sagan var skrásett. Má
því gera ráð fyrir, að vísan sé nokkrum öldum eldri en skrásetning
sögunnar.
Fræðimenn eru ekki á eitt sáttir um það, hvernig skýra beri orðin
alt ir baugurn bundit. Flestir eru þó sammála um, að í því sambandi,
sem vísan stendur nú, séu einbver tengsl milli bauganna í ráðningu
bóndans og ormanna í draumi konunnar. En allt annað mál er það,
hvort þessi tengsl eru upprunaleg. C. J. Schlyter hugði, að baugarnir
væru tákn auðæfa, merktu í rauninni þann auð, sem falla mundi í
skaut sonum Höfða og Hvítastjörnu. Þessi skýring styðst við þá
menningarsögulegu staðreynd, að baugar voru að fornu notaðir sem
gjaldmiðiil á Norðurlöndum. Schlyter farast svo orð:47
dessa ord [o: alt ir bauguin bundit] förklara betydelsen af
de tre i det föreg. omtalade saminanslingrade ormarne, sá att
45 Codex luris Gotlandici ..., útg. af D. C. J. Schlyter (Lund 1852), 94.
48 Gutniska urkunder: Gutalag, Guta saga och Gotlands Runinskrifter sprák-
ligt behandlade (Stockholm 1859), bls. IX.
47 D. C. J. Schlyter, Glossarium ad Corpus Iuris Sueo-Gotorum antiqui (Lund
1877), 63.