Íslenzk tunga - 01.01.1960, Page 25
H RINGTÖFRAR í ÍSLENZKUM ORÐTÖKUM
23
semdin, að hér sé á ferðinni „ordspráksliknande talesatt“, er áreiðan-
lega rétt.
Síðastur hefir um þetta orðasamhand skrifað Birger Nerman. Far-
ast honum orð á þessa leið:50
Jag har tánkt mig, att den ursprungliga meningen med
versens ringar skulle vara följande.
Havde uttalar ju i versen till sin maka efter den „första
natten, som de sovo tillsammans“, att de skolo fá tre söner och
att genom dem Gotland skall bli bebyggt. Det ligger dá narmast
till hands att anse, att uttrycket olt ir baugum bundit áven
syftar pá deras áktenskap. Att allt ár hundet med ringar bör
dá betyda, att de etablerat ett riktigt áktenskap, fullgiltigt
genom den ceremoni med ringar, som de utfört. Men denna
ceremoni bör ju ha bestált i, att de givit varandra fingerringar.
Nerman ræðir í grein sinni, hvað ráða megi af fornleifafundum
um notkun giftingarhringa á Norðurlöndum og kemst að þeirri
niðurstöðu, að þeir hafi elcki tíðkazt á tímabilinu frá 550—800.
Hyggur hann, að vísan sé leifar af kvæði frá því í síðasta lagi um
550. Til þess að skilningur hans á orðasambandinu alt ir baugum
bundit sé réttur, er þetta raunar engan veginn nauðsynlegt. Miklu
sennilegra virðist mér, að vísan sé ort eftir 800, jafnvel þótt skýring
Nermans væri rétt.
Ég get ekki að því gert, að skýring Nermans orkar broslega á mig.
Samkvæmt henni ætti setningin all ir baugum bundit að merkja í
rauninni ,við höfum dregið upp hringa, svo að okkur er óhætt að
eignast börn‘. Athugasemdin virðist óþörf, þar sem þau Höfði og
Hvítastjarna liggja ein úti í grasinu á Gotlandi engum lögum háð.
Meira máli skiptir þó, að orðin alt ir koma illa heim við þessa skýr-
ingu. Ef staðið hefði wit œrum baugum bundin eða eitthvað í þá
áttina, hefði verið öðru máli að gegna.
Ég lít svo á, að setningin alt ir baugum bundit sé gamall málshátt-
ur. Draumurinn í Gotasögu er greinilega hugsaður sem fyrirboði um
örlög þeirra Höfða og Hvítastjörnu. Setningin getur varla annað
r,° „Gutasagan: Alt ir baugum bundit,“ Saga och sed, 1958, 44.