Íslenzk tunga - 01.01.1960, Side 27
HIUNGTÖFRAR í ÍSLENZKUM ORÐTÖKUM
25
IV
Ég hefi nú sýnt frara á, að hið íslenzka orðtak, sem er aðalefni
þessarar ritgerðar, er í fornritum notað, þegar rætt er um örlög-
þrungna atburði — og aðeins þá. í öðru lagi hefi ég sýnt fram á, að
hringar voru mikilsvert atriði við trúarlegar athafnir og réttarfars-
legar. í þriðja lagi var trú á töframátt hringa alkunnugt fyrirbæri
meðal forfeðra vorra, og þeir virðast hafa trúað því, að hringar gætu
ákveðið um örlög manna, eins og skýrlega kemur fram í Völundar-
kviðu. Þessir trúarlegu og réttarjarslegu hringar og töfrahringarnir
eru ojt nefndir baugar. Loks kemur fyrir í fonsænsku málshátturinn
all ir baugurn bundit, sem virðist merkja ,allt er örlögunum háð‘.
Allt þetta bendir til þess, að náin tengsl hafi verið milli hugmynda
manna um bauginn og örlögin. Með hliðsjón af þessu sambandi tel
ég, að skýra beri hin fornu orðtök eiga þann (slíkan) á baugi og sá er
á baugi. Fyrra afbrigðið merkir því í rauninni ,eiga þann (slíkan)
kost undir valdi örlaganna4, en hið síðara ,sá kostur er ákveðinn af
örlögunum eða er í samræmi við örlögin1. Baugurinn er með öðrum
orðum — í orðtökunum — orðinn að tákni örlaganna.
V
Nú þykir rétt að líta á sögu orðtaksins, eftir að fornmáli sleppir.
Mér er ókunnugt um, að orðasambandið á baugi með sögninni eiga,
ji. e. eiga þann (slíkan) á baugi eða önnur svipuð, hafi tíðkazt eftir
lok fornmáls. Ég hefi að minnsta kosti ekki rekizt á nein dæmi þess.
A baugi er hins vegar títt með sögninni vera, jj. e. vera á baugi, og
ýmis afbrigði þess orðtaks.
Elzta heimild, sem ég þekki um orðtakið, eftir siðaskipti er orða-
bók Guðmundar Andréssonar. Þar kemur fyrir það er á baugi, eins
og áður hefir verið á minnzt (sbr. bls.9—10), og þýtt „ea res agitur“,
en það hlýtur að merkja ,um það er að ræða‘.51i Latnesku orðin geta
52 Ég bar þennan skilning minn á þýðingu Guðmundar undir dr. Jakob Bene-
diktsson orffabókarritstjóra, og var hann mér algerlega sammála.