Íslenzk tunga - 01.01.1960, Síða 28
26
IIALLDÓR HALLDÓRSSON
að vísu eins merkt ,það er í veði (í hættu)1, en ókunnugt er, að orð-
takið hafi nokkru sinni haft þá merkingu, bæði að fornu og nýju. Ef
skilningur minn á þýðingu Guðmundar er réttur, er sennilegt, að
hann hafi þekkt orðtakið úr daglegu máli, því að þessi merking er
kunn úr nútímamáli, en er hins vegar vart kunn úr fornmáli.
í orðabók Björns Halldórssonar segir svo um orðtakið:53
Þat er á baugi, ea res agitur, det er derpaa det kommer an.
Séra Björn þýðir, sem sé, orðtakið á sama hátt og Guðmundur, og
ekkert er líklegra en hann hafi tekið þýðinguna úr orðabók hans.
Þeir, sem kunnugir eru báðum þessurn orðabókum, vita vel, að Björn
hefir stuðzt allmjög við orðabók Guðmundar. Danska þýðingin „det
er derpaa det kommer an“ kemur mér dálítið spánskt fyrir sjónir.
Eins og fram hefir verið tekið, skil ég latnesku þýðinguna öðruvísi.
En þess ber að gæta, að stundum eru dönsku þýðingarnar í orðabók
Björns ekki í fullu samræmi við latnesku þýðingarnar. Stundum er
um misskilning á latínunni að ræða, en fyrir kemur einnig, að þeim,
sem þýðir latínuna, hefir verið kunnugt eilítið frábrugðið merking-
arafbrigði og lætur það koma fram í dönsku þýðingunni. Hér er ekki
ástæða að rökstyðja þetta. Ég vil ekki neita, að hér gæti verið um
slík viljandi frávik frá latínunni að ræða, því að Blöndal þýðir orð-
takið m. a. á þessa lund: „være det, der mest kommer an paa“.54 Ég
þekki ekki þessa merkingu, og í setningu þeirri, sem Blöndal tilfærir,
hefir orðtakið allt aðra merkingu. Sennilegra er því, að Blöndal hafi
tekið þýðinguna eftir orðabók séra Björns án þess að beita æskilegri
gagnrýni.
Jóni Johnsonius farast m. a. svo orð í Njáluorðasafni sínu:55
Adhuc etiam dicunt Nostrates: Þat er eigi svo á bugi, 1.
baugi, res ita se non habet, 1. fatö non datum, vt ita sit.
53 Lexicon islandico-latino-danicum Biörnonis Haldorsonii (Havniæ 1814),
1,64.
54 Sigfús Blöndal, íslensk-dönsk orðabók (Reykjavík 1920—24), undir
baugur.
H5 Nials-saga, 645.