Íslenzk tunga - 01.01.1960, Síða 29
IIRINGTÖFRAR í ÍSLENZKUM ORÐTÖKUM
27
Um þetta dæmi er ýmislegt að segja, því að það er algerlega ein-
stætt. Orðið adhuc hlýtur hér að merkja ,enn‘, sbr. að sögnin er í
nútíð. En líklega hefði hann vart tekið svo til orða, ef orðasamband-
ið hefði verið algengt. En óhætt er, sem sé, að fullyrða, að John-
sonius talar um málvenju, sem hann þekkir frá samtíð sinni. Þetta er
eina dæmið, sem ég þekki, þar sem neitun fylgir orðtakinu. Um form-
ið er það einnig sérkennilegt, að bæði er tilgreint á bugi og á baugi.
Hér hlýtur að vera um það að ræða, að ruglað hefir verið saman
orðunum bugur og baugur. Dæmi þessa má einnig finna hjá Guð-
mundi Andréssyni, eins og vikið hefir verið að (bls. 10 hér að fram-
an).5r,a Að vísu er í talmáli algeng breytingin au > u (þ. e. [öy] >
[Y]),t. d. austur > ustur, og kann hún að eiga einhvern þátt í þess-
um ruglingi. Hin fornu dæmi, sem rakin hafa verið, sanna, að orða-
sambandið á baugi er hér upprunalegt. En það er ekki aðeins formið,
heldur engu síður merkingin, sem Johnsonius tilgreinir, sem vert er
að veita athvgli. Um hana þekki ég ekki önnur dæmi. „Res ita se non
habet, 1. fatö non datum, vt ita sit“ merkir .hlutum er ekki svo háttað
eða af örlögum er ekki ákveðið (veitt), að svo sé‘. Þessi merking er
merkilegur milliliður milli hinnar fornu merkingar og nútímamerk-
ingarinnar. Orlagamerkingin er ekki horfin, en er við það að hverfa.
Blöndal tilgreinir þrjú afbrigði orðtaksins:
5í>a Bæta má við, að ég hefi rekizt á orðmyndina bilbaugr í stað bilbugur frá
svipuðum tíma:
enn a honum var einginn bilhaugr.
Tilvitnunin er úr bréfi frá Þormóði Torfasyni til Árna Magnússonar, dags.
29. marz 1689. Bréfið er ritað með hendi Ásgeirs Jónssonar, sem um þessar
mundir var skrifari Þormóðs á Stangarlandi. Shr. Arne Magnusson, Brev-
veksling med Torjœus ..., udg. af Kr. Kálund (Kpbenhavn og Kristiania
1916), 5.
Frá 18. öld er þetta dæmi, þar sem á bugi er notað í stað á baugi (Riimur af
Herv0ru Angantirsdottur (Hrappsey 1777), 28):
Sá skal alldrei siást á buge,
ad Berserkina bile huge.
Vel má vera, að finna megi fleiri dæmi um rugling á orðunum baugur og
bugur. Ég hefi enga gangskör gert að því að leita hans, en hirti hér aðeins það,
sem ég hefi af hendingu rekizt á.