Íslenzk tunga - 01.01.1960, Síða 45
UM TVKNNS KONAR FRAMBURÐ A LD
43
og hins vegar shylder, kuóld (no.), kalde. Rímið virðist og styðja þá
skoðun að Bjarni hafi verið farinn að rugla saraan Id og lld, a. m. k.
á efri árum. í báðum handritum samanlagt eru 252 dæmi um að orð
með eldra Id rími saman, 3 um orð með yngra Id og 5 um að eldra
og yngra Id rími saman: í Thott 473, 4to, bls. 92 þa veit eg vijst
quallda / vera vmm allder allda; bls. 146 Hlyrner geisla jallde . . . /
angurz og daudanz kalde; Lbs. 838, 4to, bls. 67 alldur hans fullur
taldist; bls. 86 Ara jiolda ej alvalldur; bls. 267 Reiknaðist alldur riett
so taldur.
Þessi dæmi verða naumast skýrð á annan hátt en að Bjarni hafi
verið farinn að ruglast í framburðinum á Id, ef til vill forðast um
skeið að nota orð með yngra Id í rínii — þau eru grunsamlega fá, sbr.
og það sem áður var sagt um Sleinunni Finnsdóttur — en á efri árum
látið sig hafa að riina eins og þá hefur verið orðið venjulegt tal í
kringum hann.
4.2. A því er naumast nokkur vafi að um 1700 hefur þessi greinar-
munur á tvenns konar Id verið mjög á undanhaldi einnig norðan
lands og vestan. Þorlákur Guðbrandsson (f. um 1672, d. 1707), ná-
frændi Páls Vídalíns og litlu yngri sveitungi, rímar í Uljars rímum
hiklaust þuldu : gulldu (IV 19), tiplld : tfilld : giqlld (V 89), Icallda
: talda : hallda (VI 91), skilldi (þát. af skilja) : villdi (VII 62),
kallda : tallda (VII 83).31 — Eiríkur Hallsson í Höfða (d. 1698)
orti fyrri hlutann af Hróljs rímum lcraka, en síðari hlutann orti Þor-
valdur nokkur, sem talið er að vera muni Þorvaldur Magnússon
(1670—1740).32 Eiríkur ruglar ekki saman eldra og yngra Id í rími,
en það gerir Þorvaldur, þó að hann væri úr sömu sveit og Eiríkur
(f. á Húsavík). Það sést á rími eins og skjalda : valda (ptc.; XII 41),
vildi : skildi (þát.; XV 7), taldur : mildur : gildur (XVII 58), völd-
um (ptc.) : köldum (XVIII 10).
81 Dæmin eru tekin úr útgáfunni í Hrappsey 1775; af þeim má enn sjá menj-
ar um ritháttinn Id fyrir yngra Id, þú að ekki sé lionum haldið til fulls.
82 Sjá Hrólfs rímur kraka eftir Eirík Ilallsson og Þorvald Magnússon, Finn-
ur Sigmundsson bjó til prentunar (Rit Rímnafélagsins, IV; Reykjavík 1950),
bls. xxvi—xxviii.