Íslenzk tunga - 01.01.1960, Síða 89
DOKTORSVÖKN
87
tíÖir, commemoratio omnium fidelium dejunctorum, sem doktors-
efnið hefur ekki getað stillt sig um að athuga nokkuð. Myndar lítaní-
an inngang að sálutíðunum. Aðalhöndin er sú fyrri. Bls. 23 hefst nýtt
kver, fjórblöðungur, en beint efnisframhald af bls. 22. Neðst bls. 23a
hefjast horas de passione domini, en ekki historia, sem stendur í
efnisyfirliti doktorsefnis. Hinar átta myndir úr passíu Krists i því
kveri sty ðja tímasetningu handarinnar. Þær eru með frum-gotneskum
einkennum,8 en útfærslan á krossi Krists, sem skýtur brumum, virð-
ist, auk annarra atriða, benda til enskra áhrifa. Samkvæmt fyrrsögðu
eru myndirnar örugglega gerðar hér á landi, því að höndin er sú
fyrri. Hálfa blaðið 29/30 sýnir, að hér er endir handritsins, því að
hls. 30 er auð, að slepptu kroti, og er ekki hægt að sjá, að sú síða hafi
verið skafin. Hvoru megin textinn hefur endað, er ekki hægt að sjá.
þar sem blaðið hefur verið skorið á langinn, svo að seinni dálkur bls.
29 er með öllu horfinn.
Eftir er að gera grein fyrir fleiri blöðum úr þessu sama handriti.
Bl. 63/64 og 65/66 eru nú límd saman með ræmu, en hafa sennilega
verið komin að því að verða viðskila, enda er drjúgur strimill skor-
inn neðan af breidd 65/66 alls. Þessi hlöð sýna innsta tvíblöðung í
kveri. Næsti tvíblöðungur hefur glatazt, en af þeim þriðja er nú til
aftara hlaðið, sem er bl. 61/62. Blöð þessi eru úr psaltaranum. sbr.
efnisyfirlitið, enda með sömu hendi og fyrsta kver.
Tvíblöðungurinn 67/68 og 69/70 hefur verið bundinn öfugt.
Aætlun um lengd lesmáls frá Ps. C. 19 til CXIII. 13b sýnir, að þetta
er sá fyrsti tvíblöðungur í átta blaða kveri, og er skrifaður með hend-
inni fyrri.
8 Sbr. Halldór Hermannsson, Icelandic Illuminated Manuscripts (Corpus
codicum Islandicorum medii aevi, VII; Copenhagen 1935), bls. 19, sbr. einnig
myndir 31—32. Þar er og að finna upphafsstafina Q og D bls. 64 í 241. Það má
benda á, að hinn íslen/.ki listamaður sýnir á mynd 31c Pétur postula í hallar-
garðinum og hefur þannig skapað tilbrigði af hinni erlendu fyrirmynd, sem
xafalaust hefur sýnt einhvern hinna þriggja höfðingsmanna, Kaífas, Pílatus eða
Heródes. Það má og benda á, að upphafsstafurinn Q á mynd 32c hefur ekki
dreka í kvistinum, heldur dýrið óarga, leó.