Íslenzk tunga - 01.01.1960, Blaðsíða 93
I30KT0RSVÖRN
91
aðeins þynnra og sléttara. Hins vegar er það ekki kalkborið, og því
nieð hinum venjulega brúnleita blæ íslenzks bókfells, og ekkert finnst,
sem gæti bent til erlends uppruna.
Af fyrrgreindum aldursákvörðunum leiðir, að hægt muni vera að
gera ráð fyrir, að hið rækilega sambland handritabrotanna sé seint
til komið.
Athugasemd doktorsefnis um það, að þetta síðara handritsbrot sé
afskrift, mun vera rétt. En það er og mögulegt að benda á, að brot
þetta er engan veginn meira en í meðallagi, hvað ytri frágang snertir.
Samjafnaðardæmi eru þó nokkur til, og mörg þeirra fegurri, hvað
snertir þetta atriði. Textaumbætur doktorsefnis eru skynsamlegar.
Og hann hefur lagt gífurlega vinnu í að leita af sér grun um það, að
mótív-val í kveðskapnum gæti gefið ábendingu um það, hvenær ljóð
væri ort. Það sést af tilvitnunum hans í sögurnar og jarteinirnar
m. fl. Og sést reyndar enn betur á því eintaki Biskupasagna, sem hann
hefur haft undir höndum við verk sitt.
Þar sem einsýnt er, að brotið, sem ÞorlákstíSir eru á, er sérstakt,
þá gæti sú spurning gert vart við sig, hvort ekki hefði verið hagan-
legt að láta ljósprenta Lils. 35, 57 og 58 í 241, enda þótt þær ekki
hefðu fengið aðra afgreiðslu en þá, sem þær fá í inngangskafla
doktorsefnisins. En skemmtilegt hefði verið að fá stutta neðanmáls-
athugasemd um Lbs. fragm. 49 í sambandi við De corona spinea.
Einnig má geta þess, að De corona spinea vinnur sér fyrst sess í
Línkaupangsstifti undir lok 14. aldar.12 Það er nú svo, að mikið vill
meira. Og það er þá einnig þess óskandi, að doktorsefnið láti ekki
staðar numið við þetta verk sitt.
í efri spássíu bls. 51 er mikilsverð áritun, þar sem stendur: Þessa
kok a kyrckian j skalholli enn engin Annar A[nno] 1597 Olafur
Arna son. Þetta er skrifað með æfðri, festulegri hendi, og kemur
naumast fyrir sjónir sem venjulegt krot. Nú væri mikils virði að geta
sagt, hver Ólafur þessi Árnason væri, sem gæfi þvílíka yfirlýsingu.
Þess virðist því miður ekki kostur. Og sé leitað vel og vandlega í
gögnum Skálholtskirkju og Gizurar Einarssonar, þá finnst þar ekk-
12 Sjá Ordinarius Lincopensis (Uppsala 1957), 85, 177 og 241.