Íslenzk tunga - 01.01.1960, Side 105
DOKTORSVÖRN
101
stendur: ef sef. Rétt er: ek sef. í /18 stendur: af komÍNÍ tið. Rétt er:
okomÍNÍ. 32 a /19 synðligra er auðsœ villa fyrir syniligra.
Niðurlag bænarinnar er gallað. Það ætti að vera í þessa átt: per
lesum-------qui tecum in unitate Spiritus sancti vivit et regnat per
infinita secula seculorum. Amen. Fyrri per- liður liefur fallið í burtu,
eða þá að eigi hefur verið hirt um að rita hann. Svipað atriði kemur
fram í bæninni bls. 16 b: Sanctissimi apostoli domini nostri, sem
endar svo: uestigia sua uel in extremo ag (x) / (xx)yc rgso xncm.
í þessu birtist eins og víðar óvandvirkni skrifarans eða kunnáttuleysi
í latínu.
í prolog stendur m. a.: pro salute famulorum tuorum N. et pro hea-
tis.simo papa nostro N. et episcopis nostris NN. et regibus nostris NN.
-— Aður eru Þorlákur og Jón helgi nefndir í honum.3 4 Þeir tveir
kæmu vart fvrir í útlendu handriti eða forriti. Þeim kann þó að hafa
verið bætt inn af skrifaranum, ef hann notaði útlent forrit. Prólóginn
er engan veginn efnisyfirlit.5 Skammstöfunin NN. merkir almenna
fleirtölu. Frá sjónarmiði nútímans liggur beint við að túlka það sem
tvítölu og miða við biskupsdæmin tvö hér á landi. Frá sjónarmiði
miðaldamannsins þarf þetta þó eigi að vera svo. En sé þessi kostur
tekinn, þá mætti og líta á kóngana sem tvo. Gæti í því falizt aldurs-
ákvörðun, sem fyrst í stað beindist að Ilákoni gamla, er gaf Hákoni
unga konungsnafn 1240, en sá dó 1257, og virðist Magnús bróðir
hans þá hafa fengið konungsnafn skömmu síðar og var kórónaður
1261, en tók við fullum völdum 1264. Hann gaf Eiríki syni sínum
harnungum konungsnafn 1273, en andaðist 1280. Sem aldursákvörð-
un á handritinu sjálfu virðist þetta þó vera fullsnemmt. í þriðja stað
gaf Magnús Eiríksson Hákoni syni sínum konungsnafn í Björgvin
1350, en andaðist 1374.
Sá tími virðist þó vera full seinn, því að handritið yrði þá um
3 Stafimir, sem x stendur fyrir, hafa verið skafnir.
4 Sbr. Leifar, bls. viii, og athugasemd bér (bls. 85, nm. aths. 2).
5 Sbr. Leifar, bls. viii (Samanburðardæmi úr Ifólastifti um dýrlingaröð og
-ákall gæti t. d. Dipl. Isl., X, 15, verið).