Íslenzk tunga - 01.01.1960, Síða 125
UJDVIG LARSSON
121
í stórum stíl. T. d. bókstaíurinn </> merkir p (= «-hljóðvarp af a) 537
sinnum, o merkir það 191 sinni, p 142 sinnum, av (í bandstaf) 73
sinnum.8 Auðvitað eru það vinnubrögð Larssons sem leiða slíkar
tölur í ljós — hann hóf starf sitt með því að semja fullkomna orða-
skrá (index verborum), og væri þetta vandlega gert, var hægt að til-
færa nákvæmar tölur um allt. Einhverjar villur eru óhjákvæmilegar
i slíkum útreikningum, en Larsson segist ekki búast við að þær nemi
meira en 0,2% að meðaltali.9 Ef til vill var Larsson hætt við að ein-
blína um of á tölur sínar og hann gleymdi því stundum að þær hafa
litla þýðingu fyrr en aðrar tölur fást til samanburðar. Samt er það
ekki lítill efniviður, nákvæmlega mældur og telgdur, sem hann hefir
þannig fengið í hendur seinni tíma fræðimönnum. Sjálfur segir hann
það helzt hafa gengið sér til þess að gefa svo nákvæmar upplýsingar
að hann vildi berjast gegn þeim ósið að tilfæra einstakar orðmyndir
til stuðnings einhverri kenningu, án þess að tillit sé tekið lil réttritun-
arkerfis heimildarinnar sem heildar.
Flestir dáðust að vandvirkni og nákvænmi höfundarins, eins og
þessi einkenni komu í ljós í þessari útgáfu, en ekki gátu allir sannfært
sig um að hann hefði haft erindi sem erfiði. Þýzkur norrænufræðing-
ur, Oskar Brenner, þekktur fyrir góða bók um Kristni sögu (Uber
die Kristni-Saga, Miinchen 1878), kvað upp mjög harðan dóm um
vinnuaðferð Larssons.10 Hann efaðist um að nokkur fræðimaður
niyndi græða það minnsta á smásmygli Larssons, enda segir hann að
aðeins faksimile-útgáfur gætu fullnægt kröfum Larssons og félaga
hans. Hann barðist eindregið á móti skáletursnotkun, sem hann áleit
að færi langt úr hófi fram í útgáfunni, og vildi hann láta hana vera
aðeins til að sýna óvenjulegar skammstafanir o. s. frv. En Brenner
gat ekki annað en lokið lofsorði á nákvæmni Larssons, og ekkert hefir
síðan raskað gildi útgáfu hans, sem Anne Holtsmark nefnir réttilega
8 645, bls. li.
9 645, bls. lxxxvii.
1(1 Literaturblatt fiir germauische und romanische Philologie, VII, 6 (1886),
217—21.