Íslenzk tunga - 01.01.1960, Síða 128
124
LUDVIG LARSSON
ord om den Stockholmska Homilieboken. Ett genmale (Lund 1888).
Hér var tónninn ennþá hæðnari en í fyrri greininni. Larsson efndi
heit sitt og svaraði engu, en þó mætti segja að hann bæri sigur af
hólmi, því að þrem árum seinna, þá er hann gaf út hina stóru orða-
bók, Ordjörrádet i de alsta isldnska handskrijterna, tilfærði hann les-
hætti úr hómilíubókinni í samræmi við sínar eigin leiðréttingar, en
hafnaði þannig flestum mótmælum Wiséns.
Enginn hefir, svo að ég viti, reynt að gera upp á milli þeirra í þess-
um deilum. Vafalaust hefur hvor til síns máls nokkuð, og munu flest-
ir fræðimenn hafa miðlað svo þeirra á milli, að þeir hafa notað út-
gáfu Wiséns án tillits til leiðréttinga Larssons, og orðabók Larssons
án tillits til leshátta Wiséns. Af þeim mörgu lesháttum sem þeir deildu
um, og héldu áfram að deila um, hef ég endurskoðað tólf, valda af
handahófi, og haft ljósprentuðu útgáfuna til samanburðar.1 7 í níu
þeirra þykir mér það auðsýnt að Larsson hafi haft algerlega rétt fyrir
sér; í hinum þremur virðist mér ómögulegt að gefa úrskurð sem
stendur, og eí til vill hefði þá verið réttast fyrir þá báða, Larsson og
Wisén, að játa óvissu sína. Eftir þessu að dæma, er þó ekki að undr-
ast að annar eins maður og Larsson skyldi hafa álitið verk Wiséns
nokkuð viðvaningslegt. Gott væri ef einhver tækist írekari rannsókn-
ir á þessu á hendur, enda er hrýn nauðsyn á nýrri útgáfu af hómilíu-
hókinni, þar sem útgáfa Wiséns kom út fyrir 88 árum, aðeins í 200
eintökum, og með þeim göllum sem Larsson benti á.18
17 F. Paasche, Homiliu-bók (Corpus Codicum Islandicorurn Medii Aevi,
VIII; Copenhagen 1935).
18 Það er e. t. v. leyfilegt að tilfæra sýnishorn úr ritum þeirra sem dæmi um
deiluefni og aðferð þeirra. f Svar, 23, skrifar Larsson um hls. 1353B í útgáfu
Wiséns: „W:s uppjift om omflyttningstecknens plats ár fullkomligt oriktig, ty
emellan fyrgef ock þu kan icke stá n&gonting, áfter som det senare f i fyrgef
___lianger samman med þ i þu, ock omflyttningstecknet st&r ocks& ovanför f,
likasom det motsvarande tecknet vid sva icke, s&som W. uppjer, st&r emellan
þu ock sva, vilket i sig sjálft vore orimligt, utan ovanför s.“ (Shr. Textkritiska
Anmarkningar, 16; Studier, 28). Wisén svarar honum svo í Nágra ord, 14: „Af
omflyttningstecknen (tv& punktpar) ár det första anbragt mellan de öfre spetsarne
af slutbokstafven i fyrgef och þ uti þu (hvilka ord st& intill hvarandra, men
detta kan ej hindra anbringandet af punkterna p& beskrifvet sátt), eller —