Íslenzk tunga - 01.01.1960, Qupperneq 129
LUDVIG LARSSON
125
Allir fræðimenn hafa fallizt á niðurstöðu Larssons að um fleiri
rithendur en eina sé að ræða í hómilíubókinni; t. d. telur Noreen þær
sjö, og Paasche og Seip binda sig ekki við ákveðna tölu en gera ráð
fyrir ýmsum.19 Ef til vill skildi Larsson ekki nógu vel hvaða áhrif
mál og stafsetning frumrita gætu haft á skrifara, þó að erfitt sé að
fallast á skoðun Wiséns að skrifarar vildu stæla eftir rithandarstílum
frumritanna, en þetta var helzta skýring hans á þeim mismun er
kemur fyrir í handritinu. Um almenna meðferð textans, sem var ann-
að aðaldeilumál þeirra, var munurinn á þeim fólginn í því að Lars-
son myndi aldrei hafa látið sér nægja að álíta neitt í handritinu
,ómerkileg rithandartilbrigði1 (orð sem koma fyrir oftar en einu
sinni hjá Wisén), sem væri ekki ómaksins vert að nefna, og enn síður
vildi hann láta sleppa neinu sem stóð í textanum eða á spássíu, eins
og Wisén gerir stundum þegjandi. Larsson vildi einnig koma með
skýringar á hverju einu, vildi ógjarna viðurkenna að þekking vor á
slíkum hlutum hljóti að vera takinörkuð að verulegu leyti. Það var
þannig oft hægt fyrir Wisén að sýna fram á að skýringar Larssons
voru langsóttar og allt of flóknar til þess að hafa sérstakt sönnunar-
gildi. Rétt er að dást að hugsjónum Larssons, en það verður líka að
játa að heilbrigð skynsemi varð stundum að rýma fyrir þeim.
Það mætti virðast að Larsson hafi verið þurr og tilfinningarlaus
niaður, svo smámunalega sem útgáfur hans eru úr garði gerðar. En
að það sé órétt að líta á hann sem einskonar reikningsvél sést Ijós-
hvilket ar detsamma — omedelbart före þu, och det andra ar anbragt mellan þu
och sva (visserligen ej midt imellan, titan narmare till venster om sva; ej ofvan-
för sva, ss. hr. L. uppgifver). Hr L. sager p& sitt urbana spr&k, att min uppgift
om omflyttningslecknens plats ar „fullkomligt osann“, och vill bevisa detta der-
mcd, att ingenting kan st& mellan fyrgef och þu, och att det vore orimligt at
satta ett omflyttningstecken mellan þu och sva. B&de det sont hr L. sager vara
omöjligt och det som sages vara orimligt, har emellertid handskriftens upphofs-
ntan till&tit sig.“ Þrátt fyrir mótmæli Wiséns, getur hver sem vill séS að lýsing
Larssons er hárrétt í öllum atriðum með því að líta á ljósprentuðu útgáfuna, bl.
ölv2». (Það er ekki óskemmtilegt að athuga hvernig „fullkomligt oriktig" hjá
Larsson er orðið „fullkomligt osann“ hjá Wisén).
10 A. Noreen, Altislandische und altnoruiegische Grammatik (4. útg.; Halle
1923), 11; D. A. Seip, Palœografi, 41; F. Paasche, Homiliu-bók, 5.