Íslenzk tunga - 01.01.1960, Qupperneq 131
LUDVIG LARSSON
127
heldur á öðrum, og rökstyður skoðun sína með því að athuga notk-
un hrodda (venjulega lengdarmerki) í AM 645 4to, Gml. kgl. saml.
1812 4to og hómilíubókinni. Síðari rannsóknir hafa leitt í ljós að
þetta er miklu flóknara mól en Larsson hugði, og að niðurstöður
hans, sem byggðar eru á of litlum og að nokkru leyti tvíræðum gögn-
um, fá ekki staðizt.25
Þá er loks komið að hinu stærsta og frægasta ritverki Larssons, en
það er Ordförrádet i de alsta islánska handskrifterna (Lund 1891).
Þetta á að vera fullkomið safn orða og orðmynda úr þessum heim-
ildum: Reykjaholts máldaga, AM 237 fol., elzta hlutanum af Gml.
kgl. sml. 1812 4to, AM 249 fol. L (ísl. glósur), Stock. perg. 4:o nr.
15 (Hómilíubók), AM 673 4to A, elzta hlutanum í AM 645 4to, AM
674 4to A, AM 673 4to B, og AM 315 fol. D. Það er stór bók, 438
blaðsíður í fjögurra blaða broti; á hverri blaðsíðu eru eitthvað um
300 tilvitnanir að meðaltali. Sem dæmi um það mikla starf er lagt
var í bókina má nefna greinina um ábendingarfornafnið sá, þar sem
tilvitnanir fylla rúmlega 10 blaðsíður, eða greinina um sögnina vera,
sem tekur yfir 7 blaðsíður. Bezti ritdómurinn um Ordförrádet er eft-
ir Verner Dahlerup í Arkiv för nordisk filologi, IX (1893), 98—102.
Dahlerup var vinur Larssons og kunni að meta nákvæmni, þolinmæði
og elju hans. Eitt sem hann bendir á sýnir vel hversu hin ,stranga‘
aðferð Larssons gat stundum haft heldur óheppilegar afleiðingar. í
samböndum þar sem forsetning stýrir nafnorði er stundum ekki hægt
að vita í hvaða falli nafnorðið stendur, vegna þess að í mörgum orð-
um er enginn munur á þolfallsmynd og þágufallsmynd. í slíkum til-
fellum segir Larsson með réttu að fallið sé óvisst — en svo smásmug-
ull er hann að enn segir hann það sama jafnvel þegar orðið sær t. d.
kemur fyrir í sambandi eins og ahimne oc aiorþo oc asœ. Ef til vill er
þetta fyrirboði þeirrar nútíma stefnu í málvísindum sem ýtir undir
menn að losna við hin hefðhelguðu málfræðiheiti og hugtök og líta
herum augum á orðin og orðasamböndin sjálf. Það er stundum sami
skynsemiskortur hjá þeim sem fylgja þessari stefnu og hjá Larsson.
25 Sjá G. Lindblad, Det isldndska accenttecknet (Lundastudier i nordisk
sprákvetenskap, VIII; Lund 1952), 185—95.