Íslenzk tunga - 01.01.1960, Qupperneq 146
142
RITFREGNIR
Bæði Kock og síðari fræðimenn hafa aftur á móti talið, að hið svokallaða
„eldra“ u-hljv. -— á undan u, er hvarf — hafi orðið um allt norr. málssvæðið,
einnig í austurnorr. málunum, enda þótt alkunnugt sé, að [icssi mál hafi næstum
alltaf hljv.-lausar myndir. (Dæmi um hljv. myndir eru sæ. ör, ögn, dugg). Menn
hafa hins vegar ekki verið sammála um, hvernig skýra beri hljv.-lausu myndirii-
ar í austurnorr. Sumir (t. d. Kock, E. Olson) hafa talið þær stafa frá áhrifs-
breytingum (sak f. sgk, sbr. ef. et. sakar o. s. frv.),en aðrir (t. d. Hultman,
Hesselman) hafa álitið, að a. m. k. að nokkru leyti væri um að ræða hljóðrétta
hreytingu p > a.
Dað er einnig alkunna, að hljv.-lausar myndir, þar sem vera ætti „eldra“ u-
hljv., eru allalgengar í austurnorsku, einkum þrænzku, bæði að fornu og nýju.
Nokkuð liafa verið skiptar skoðanir um, hvernig skýra beri þessar myndir. Hafa
þær ýmist verið skýrðar á sama hátt og í sænsku — þ. e. annað hvort með áhrifs-
breytingum (Hægstad, Seip, Gr0tvedt) eða hljóðréttri þróun p > a (Grptvedt
að nokkru leyti) — eða taldar eiga rót sína að rekja, a. m. k. að nokkru leyti, til
utanaðkomandi áhrifa, frá „kulturmálet" (Skulerud, Beito) — þ. e. dansk-
norsku — eða sænskum mállýzkum (I. Hoff, að því er snertir Austfold).
Höf. tekur sér fyrir hendur að rannsaka útbreiðslu og dreifingu hljv.-lausra
orðmynda (þar sem hefði átt að verða „eldra“ u-hljv.) í norsku, svo og í öðrum
norr. málum, eftir því sem þörf gerist til skýringar. Til að útbreiðsla þessara
orðmynda komi skýrar fram, er einnig fjallað um hljv. orðmyndir, sem varð-
veitzt hafa, og dreifingu þeirra. Bendir höf. á í upphafi, að þær skýringar, sem
hingað til hafi komið fram, séu tæpast fullnægjandi. Hún segir (s. 16): „Det ar
inte tilltalande att tánka sig, att omljudsformernas försvinnande i Ost- och Vást-
norden máste ses som tvá frán varandra skilda processer." Ilún bendir einnig á,
að til séu í no. mállýzkum hljv.-lausar myndir, t. d. hand, sem geti ekki verið
komnar úr dansk-norsku (da. h&nd þegar í forndönsku, s. 15—16).
Af þessu er ljóst, að titill bókarinnar er lítið eitt villandi. Ilér er ekki um að
ræða rannsókn á u-hljv., enda segir höf. skýrum orðum (s. 15); „Förut-
sáttningen för övergángen a>p [= u-hljv.] diskuteras_______inte,“ og s. 292—-
294 kemur í ljós, að hún telur, að „eldra“ it-hljv. hafi orðið á sama hátt á öllu
norr. málssvæðinu. Efni rannsóknarinnar er annars vegar seinni tíma þróun og
afdrif þess hljóðs (g) og þeirra hljóðaandstæðna, sem mynduðust í hljóðkerf-
inu við u-hljv., og hins vegar afdrif þeirra hljóðaskipta í beygingu (á ensku:
„morphophonemic interchange", t. d. barn — bgrn, sgk — sakar), er fram komu
af völdum u-hljv. En það ber að taka fram, að þetta verkefni er ekki sfður
girnilegt til fróðleiks en sjálft u-hljv.
I II. kap., sem er kjarni ritsins (s. 18—301), eru síðan athuguð einstök orð,
sem áttu að hafa u-hljv. Eru þau flokkuð eftir beygingu (sterk kvk.-orð, t. d.
öln : aln, önd : and; kk. u-st., t. d. börk : bark o. s. frv.), en í hverjum þessara
flokka eru orðin í stafrófsröð. Er gerð ýtarleg grein fyrir útbreiðslu hljv. og