Íslenzk tunga - 01.01.1960, Síða 147
RlTFREGNIR
143
hljv.-lausra orðmynda bæði í nútímamállýzkum — eftir heimildum, sem kunnar
cru og eru ýinist prentaðar eða tiltækar á söfnum — og í eldra máli, á grund-
velli athugana á gömlum handritum og skjölum.
1 þessari söfnun liggur mikil og tímafrek vinna, unnin við flestar helztu
menntastofnanir á Norðurlöndum. Er söfnunin að mörgu leyti hin þarfasta og
nytsamasta, en þó er erfitt að verjast þeirri hugsun, að ástæðulaust hafi verið
að stefna að svo tæmandi efnissöfnun sem höf. hefur gert (s. 18), heldur hefði
mátt komast að jafngagnlegum og haldgóðum niðurslöðum með nokkuð öðrum
vinnubrögðum og minni fyrirhöfn. Eins og höf. tekur fram (s. 19), eru upplýs-
ingar um útbreiðslu einstakra orða mjög mismunandi ýtarlegar og upplýsingar
um framburð þeirra mismunandi nákvæmar (s. 23). Einnig eru upplýsingar um
sum landsvæði, einkum Norður-Noreg (norðan Þrændalaga), minni en um
önnur (s. 19). Hin raunverulega útbreiðsla orðanna er og mjög misjöfn og
notagildi þeirra til rannsóknar á þessu viðfangsefni því misjafnt. Auk þess er
elzta mynd sumra orðanna óviss eða umdeild, og hefur höf. að jafnaði sleppt
þeim (s. 18, n. 1). Hefði því vafalítið verið nægilegt að taka með úrval þeirra
orða, sem fyllstar upplýsingar eru um, en í staðinn liefði heldur mátt taka með
algengustu orð, þar sem sérhlj.-skipti mynduðust við klofningu, en þeim sleppir
höf. í heild (s. 17), enda þótt þau séu, a. m. k. í vesturnorr., alveg hliðstæð
þeim orðum, þar sem sérhlj.-skipti í beygingu mynduðust við u-hljv. (g/p/,
gjafar eins og sgk, sakar; jata, jgta eins og gata, gptu).
Þá virðist og vera eðlilegri önnur flokkun og niðurröðun orðanna en eftir
stafrófsröð, t. d., auk beygingarflokka, eftir útbreiðslu orðanna, einkum hljv.-
lausra mynda þeirra, og svo undirflokkun eftir þeim atriðum, sent rannsóknin
sýndi, að skipt hefðu máli í þróuninni (merkingu orðanna, hljóðfræðilegri
byggingu þeirra o. s. frv.). Séð er fyrir þeim kostum, sem stafrófsröðin hefur —
að fljótlegt er að slá upp á einstökum orðum — með orðalistanum, sem bókinni
lýkur á (s. 357—366).
Æskilegra hefði verið, að útbreiðsla miklu fleiri orða hefði verið sýnd á
kortum, og hefði í staðinn mátt stytta mjög eða jafnvel sleppa textaköflunum
um þau. Kort eins og þau, er bókinni fylgja og framúrskarandi vel eru gerð,
varpa einatt fram í einu vetfangi miklu skýrari mynd en löng textaskýring getur
gert. Enda eru slík kort nauðsynlegur grundvöllur að mállýzkulandafræðilegum
athugunum eins og höf. fæst við. Á hinn bóginn hefði mátt setja tvö eða fleiri
orð á hvert kort og fækka þannig kortunum, með því að nota mismunandi liti
auk hinna ólíku tákna, sem notuð eru. Hefði þannig oft á tíðum fengizt gleggri
samanhurður milli einstakra orða, sem hefði verið gagnlegt, þar sem höfuð-
einkenni þessa viðfangsefnis er, að útbreiðsla hinna hljv.-lausu mynda ein-
stakra orða er mismunandi.
Slík framsetning hefði auk þess orðið skýrari, þar eð þá hefði verið látið
nægja að nota tvenns konar tákn, eftir því hvort orðmynd er hljv. eða hljv.-laus,