Íslenzk tunga - 01.01.1960, Side 149
RITFREGNIR
145
víða um of miðuð við hljv. myndirnar, þar sem hið raunverulega viðfangsefni
er aftur á móti, eins og áður var bent á, tilurð og útbreiðsla hljv.-lausu mynd-
anna, en þróunin virðist að jafnaði hafa verið sú, að þessar myndir hafa breiðzt
út á kostnað eldri, hljv. myndanna (með fáum hugsanlegum undantekningum,
sjá s. 296).
Höf. sýnir fram á, að það er einkum á þremur svæðum, sem hljv. myndir hafa
varðveitzt: (1) Vestumorr. svæðið (þar með talin landamærasvæði í Vestur-
Svíþjóð, í Bohusléni, Dalslandi, Vermalandi, Herdal og Jamtalandi), að vísu
með mörgum undantekningum (einkum í austurno.); (2) Suður-Skandínavía
(Danmörk, Skáni, suðurhluti Smálanda); (3) Helsingjaland. (Þrátt fyrir land-
fræðilegt samband við Þrændalög (um Herdal) telur höf. þetta svæði þó ekki
anga af vestumorr. svæðinu, heldur einangrað svæði, þar sem þar séu að miklu
leyti varðveittar aðrar hljv. myndir en í Þrændalögum og Herdal). Skoðanir
höf. eru hér þó ekki að öllu leyti ljósar eða skýrt fram settar. Hún segir (s.
293): „Vi kan sáledes i Skandinavien rekonstruera ett stort sydligt-vástligt-
nordligt omljudsomráde, som med all sannolikhet varit sammanhángande."
Þetta stangast á við ])að, sem höf. sagði um einangrun Helsingjalands-svæðis-
ins gagnvart austurno., nema því aðeins að hún eigi hér annaðhvort við, að
þessi þrjú svæði hafi verið samliggjandi aðeins landfræðilega eða að beint
þróunarsamband hafi verið á milli þeirra á þeini tíma, er u-hijv. varð, sem er
auðvitað augljóst.
Höf. bendir á (s. 287), að á þessum þremur svæðum séu hljv. myndirnar
greinilega eldri, þar sem þær séu oft varðveittar aðeins í ömefnum (t. d. M0rk
: mark). Hún bendir einnig á (s. 297—298), að í Noregi eru hljv. myndimar
yfirleitt varðveittar í afskekktari mállýzkum, fyrst og fremst í innri vesturno.
mállýzkum, þar sem mállýzkurnar við ströndina hafa aftur á móti fleiri hljv.-
lausar myndir; einnig í máll. í Herdal. Þetta kemur og greinilega fram í
Austur-Noregi; t. d. eru hljv. myndir miklu algengari í innri Þelamörk og
Buskerud en utar í þessum fylkjum, og sama gildir um önnur héröð í þessum
landshluta. Höf. segir (s. 298): „Aven i östnorskan i övrigt finner man, att de
mera isolerade málen har flera omljudsformer án trakter, soin ligger öppna för
samfárdseln." Sýna kortin þessa dreifingu mjög greinilega. Til viðbótar hefði
mátt geta þess, sem er undirstöðuatriði í mállýzkulandafræði, að þegar orð'-
myndir eru varðveittar á einangruðum jaðarsvæð'um, þar sem aðrar orðmyndir
eru ríkjandi á miðsvæðinu, má að jafnaði draga þá ályktun, að jaðarsvæðis-
myndirnar séu eldri.
Höf. dregur því þá ályktun, að hljv.-lausar myndir, sem komi fyrir í norskum
mállýzkum, séu yfirleitt komnar inn fyrir áhrif utan frá, og eigi þær rót sína að
rekja til Svíþjóðar; séu þessi áhrif aðallega frá ofanverðum miðöldum. Þessu
til stuðnings ræðir hún frekar (s. 298—301) um útbreiðslu einstakra hljv.-
lausra og hljv. orða og sýnir fram á, að það eru einkum ýmis fornleg orð og
ISI.ENZK TUNCA 10