Íslenzk tunga - 01.01.1960, Qupperneq 155
RITFREGNIR
151
dæmafæð eykur líkurnar fyrir villandi niðurstöðu. RMII kemur hins vegar
ágætlega heim við þróunina, en jafnlítið er upp úr því leggjandi, því að dæmin
eru jafnfá (21) þar og í RMI. Oðru máli gegnir um AM 315d. Sá texti er ekki
tiltakanlega stuttur, en handritið er mjög illa farið og hugsanlegt, að í prent-
uðu útgáfunni gæti áhrifa frá lesháttum yngri gerða. í öðru lagi er hér um að
ræða lagamál, sem er sérstaks eðlis.
Á þessa leið eru athugasemdir höfundar, en aðalniðurstöðuna efast hann ekki
um. Hann segir (15.4);
In general, 1 think that there is good evidence in these oldest manu-
scripts for a process of development from prepositional to adverhial
usage, as is suggested by Ileusler.
Hugsanlegt er, að eitthvað sé hæft í þessu uin aukna atvikslega notkun for-
setninga, en rannsókn höf. sannar ekkert um það. Þetta er að vísu harður dómur
um aðalniðurstöðu vísindalegrar rannsóknar, en ég skal benda á nokkur atriði
máli mínu til stuðnings:
(1) Höf. gefur ótvírætt í skyn, að hann hafi leitað og fundið staðfestingu á
ummælum Heuslers um, að forsetningar verði að atviksorðum í íslenzku. En
auðsætt er, að „adverb“ höf. er miklu vfðara hugtak en „Adverb" Heuslers,
og hefir höf. sagt það óbeint sjálfur (1.6). Af þvf leiðir, að þróun sú, sem hann
telur sig finna, getur ekki verið hið sama og „Ubergang von Praposition zu
Adverb“, sem Heusler talaði um.
(2) Um aldursröð handrita er ekki óyggjandi vissa. En hitt skiptir ekki minna
máli, að aldursmismunur þeirra er aðeins um 10 ár að meðaltali (11 textar á
h. u. b. 100 árum), og ætlar þó höf. hverjum texta að sýna nýtt þróunarstig for-
setninga. Um skeið hefir aldursmunur verið langt undir meðallagi. Fyrsti hluti
Reykjaholts máldaga (RMI) hefir verið talinn ritaður um 1180—1185, en annar
hluti (RMII) um 20—25 árum síðar. Samkvæmt skrá höfundar eru 4 handrit-
anna rituð á árunum milli RMI og RMII, svo að meðalaldursbilið verður 4—5
ár. En svo nákvæmlega á íslenzk tunga að hafa þróazt um 1200 og svo nákvæm
eru mælitæki höf., að hann getur skráð á töflu sína: 7%, 8%, 9%, 11%! Þarf
að eyða fleiri orðum að því, hvílík fjarstæða þetta er?4
(3) Efni textanna er margvíslegt og stíllinn mismunandi, liæði lærður stíll og
alþýðustíll, sumt þýtt, annað frumsamið, enda segist höf. hafa valið textana
þannig, að stíllinn yrði sem fjölbreyttastur. Höf. minnist aldrei á, að atviksleg
4 Um þetta mætti margt fleira segja, en ég ætla aðeins að drepa á eitt atriði
í þessu sambandi. Ilandritabrotin úr hinni elztu Ólafs sögu helga eru talin vera
frá því um 1230—40, og hefir höf. skipað þeim (skammstafað OS) í aldursröð-
ina í samræmi við það. En sagan sjálf er talin um 50—70 árum eldri. Sjá Sig-
urður Nordal, „Sagalitteraturen," Litteraturhisloríe; Norge og Island (Nordisk
Kultur, VIII:R; Stockholm, Oslo, og Kphenhavn 1953), 200.