Íslenzk tunga - 01.01.1961, Síða 136

Íslenzk tunga - 01.01.1961, Síða 136
132 RITFREGNIU ‘lægð’ < *slankö eða *slunkö. Mjög er mér til efs sú gamla kenning, að físl. tasla ‘tygill, band’ sé tökuorð úr fe. eða mlþ. tassel (lat. taxillus). Orðstofn þessi er mjög algengur í yngra máli íslenzku og í ýmsum myndum og merkingum, no. tasl, tösl, tjasl, so. tasla, tjasla, tjósla, lo. töslulegur o. s. frv., og hafður m. a. um að margbinda, bótaklastur, basl, draslaralegan frágang eða klæðaburð. Mér þykir því líklegast, eins og Alexander Jóhannessyni, að þetta orðafar sé af norrænum toga, sk. nno. tase ‘trefja, taug’, þ. zasel, zaser ‘tág’. Vafasamt er líka að gera ráð fyrir, að físl. tólg hafi uppliaflegt u í stofni. Öll önnur norræn mál benda yfirleitt til þess, að stofnsérhljóðið hafi verið a, sbr. sæ. og d. talg, fær. tálg, n. talg, tulg,. e. tallow, mlþ. talch. O-ið í tólg gæti verið lenging úr p, < *tglg < *talgó, sbr. lenginguna í mjólk. Rétt befði verið að geta þess í sambandi við so. úla, að I. Lindqvist telur, að þessi sögn komi fyrir á fsæ. rúnaristum. Ég á annars heldur bágt með að trúa því, að úla eigi skylt við nno. ulen ‘úldinn’ o. s. frv., ekki eingöngu vegna þess, að u-ið í nno. orðinu er efalítið stutt, heldur fremur af merkingarlegum ástæð- um; úla virðist merkja ‘misþyrma, meiða’, sbr. Grágás og norrænar málleifar á Hjaltlandi og í Orkneyjum. En ég hef enga skýringu tiltæka, og sennilega er ofdirfska að bugsa sér, að úla sé úr *ulhön og eigi skylt við lo. illr (< *elhilan), ír. elc, olc ‘vondur’ og e. t. v. lat. ulciscor. Sverðsheitið unnr hefur ekki komizt inn í þulur, en er talið koma fyrir í tveimur vísum, sem þó má skilja á annan veg. Orðið er því harðla vafasamt og lílt til ættfærslu fallið, hvort sem menn telja ]>að afbökun úr ónn eins og H. Falk, skylt so. vinna líkt og Holthausen og höf., eða létu sér jafnvel detta í hug, að unnr (< *unziz) svaraði til lat. ensis ‘sverð’, fi. asis o. s. frv. Þá tel ég rangt að slíta vqt (f.) ‘kjalfar’ úr ættartengslum við vprr (m.) ‘árarfar, kjalrák’; r-ið kann að hafa stytzt hér í bakstöðu, sbr. físl. vgrr : vgr ‘lahium’, auk þess sem r og rz skipiast á í þessari orðsift frá öndverðu. Oft hefði höf. mátt vitna meir til íslenzks nýmáls, svo sem í sambandi við so. -tyrma og vígja og no. þjálfi, og hefði t. d. verið æskilegt að nefna orðmyndir eins og þálh, þálj (n.), so. þálba, þálja, sem hafa verið allalgengar og hafðar um strit, erfiði og langvarandi iðkun. Þá hefði mátt geta þess, að til eru í íslenzku merkingartilbrigði af vígja, sem svara til upphaflegrar merkingar þessarar orð- siftar í fi. vinakti ‘skilja sundur, greina að’. í Hervararsögu (hls. 2) segir svo: „konungr vígði þá [þ. e. dvergana] utan steins með málasaxi." Og í nýmálinu er sagt, að hundar vígi fé ‘sundri því í smáhópa’, eða vígi tófu ‘einangri hana’. Eins er talað um að vígja e-n ‘króa hann af’ (t. d. til að tala við hann í ein- rúmi). Ég læt nú þessari upptalningu lokið með so. tggla, en um hana virðist höf. aðhyllast kenningu Holthausens, að hún sé tilorðin úr *tagulön og í ætt við gotn. tahjan, en hinsvegar með öllu óskyld so. tyggja (tggg), töggur (m.), fær. tógg ‘veiðihapp’ o. s. frv. Ég hef vikið að þessari undarlegu hugmynd áður og skal ekki endurtaka það. En ég á erfitt með að sjá, að nokkur ríkari ástæða
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174

x

Íslenzk tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzk tunga
https://timarit.is/publication/852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.