Neisti


Neisti - 17.05.1947, Blaðsíða 2

Neisti - 17.05.1947, Blaðsíða 2
2 NEIS TI Kaupgjaldsmálin (Framhald af 1. síðu) það fyrir fundi til endanlegrar samþykktar. Um það hvort? stjórn Þróttar hefir lofað að mæla með uppkastinu, skai ósagt látið að sinni, þótt allar lí'kur bendi til þess, þar sem hún hafði engar athugasemdir fram að færa. Hitt mun aftur á móti rétt, að stjórn Þróttar áskildi sér rétt að bera það undir stjórn Alþýðusambands íslands. Almennt var því búist við, að samningsuppkastið yrði sam- þykkt í Þrótti án athugasemda. En á þessu tímabili, sem for- maður verksmiðjustjórnar sat að búverkum suður í Reykjavík, og taldi lítils um vert, hvort samn- ingar við Þrótt tækjust fyrr eða seinna, höfðu aðrir atburðir gerzt, sem ollu því, að sá möguleiki, sem var fyrir hendi um miðjan apríl til að ganga frá samningum við Þrótt, var nú ekki lengur til staðar. Kommúnistarnir, sem höfðu orðið að hrökklast úr ríkis- stjóm við lítinn orðstýr, biðu aðeins eftir hentugu tækifæri til að skapa ringulreið í íslenzku at- hafnalífi, og þar með hefna s'in á núverandi ríkisstjórn. Það þóttust þeir fá við setningu hinna nýju tollalaga. 4. og 5. maí fór fram atkvæðagreiðsla í Dagsbrún um uppsögn samninga þeirra, er gerðir voru á s.l. vetri, og var þar sam- þykkt með 937 atkv. gegn 770 að segja samningum upp með mán- aðarfyrirvara. Það getur nú hver sagt sér það sjálfur, að ekki var það vænlegt til mikils árangurs að ætla sér fyrir kommúnistana að fara að leggja út í harðvítugt pólitískt verkfall með aðeins litlum meirihluta í einu verkalýðsfélagi. Þeir sáu því, að ef einhver árangur átti að nást, varð að fara aðrar leiðir, og hamingjan var þeim merkilega hliðholl, og birtist þeim í seinlæti formanns verksmiðju- stjórnar S. R., og nú var tekið til þess ráðs að banna Þrótti að ganga frá samningum, og þv'i borið við, að halda ætti ráðstefnu um samræmingu kaupgjalds við síldar- verksmiðjur á Norðurlandi. Þetta mun vera í fyrsta sinn, sem stjórn Alþýðusambandsins leggur út á þá h!álu braut að banna verka- lýðsfélögum að ganga frá samn- ingum, sem hún sjálf getur hvorki bent á, að séu óhagstæðir eða að í þá vanti ákvæði, sem nauðsynleg eru, vegna hagsmuna félagsheild- arinnar. Enda voru mjög loðin svör erindreka Alþýðusambands- ins um það, hvað hann teldi at- hugavert við uppkastið. Eina ástæðan, sem hann færði fyrir því, að sambandsstjórn hindraði sam- þykkt upþkastsins var sú, að hún óskaði eftir því, að taxtarnir yrðu samræmdir við allar síldarverk- smiðjur á Norðurlandi, en þá verð- ur manni á að spyrja, hvers vegna hindraði sambandsstjórn ekki samþykkt samninga, bæði við verksmiðjurnar á Djúpavík og Ingólfsfirði, og hversvegna var Hjalteyrar verksmiðjunni leyft að gera bráðabirgðasamning til 6. júní, og hversvegna var dregið fram á síðustu stund, að krefjast þess af sambandsstjórn, að Þrótt- ur gerði ekki samninga við S. R. að svo stöddu, enda þótt vitanlegt væri, að búið var að gera samninga við Vinnuveitendafélag Siglufjarð- ar, og því ákaflega erfitt og illa séð af verkamönnum að ætla sér að fara að hafa hér tvo taxta. Nei, það virðist allt benda til þess, að þó hægt sé að viðurkenna rétt- mæti þess, að sami taxti sé við allar s'íldarverksmiðjur, að stjórn Alþýðusambands Islands hefir sof- ið á verðinum, og það er fyrst þegar komið er við hennar póli- tíska hjarta, sem er fylgistapið í Dagsbrún, að hún sér, að hún verður að leita til annarra víg- stöðva til að rétta hlut sinn. Eftir að kommúnistarnir í stjórn Dags- brúnar, í s'kjóli stjórnar Alþýðu- sambandsins, gerðu samningana á s.l. vetri, án þess að ná nokkrum kjarabótum, hættu reykvískir verkamenn að treysta þeim. Sama verður uppi á teningnum hérna. Alþýðusambandsstjórn leggur ekkert ,,pósitívt“ til málanna varð- andi samningana við S. R., heldur þveröfugt. Hún hindrar með þessu, að næturvinnutaxtinn, ásamt fleiri hlunnindum, komist á fyrr en í jún'i í stað Apríls. En það, sem fyrir kommúnistum vakir er það að hafa sem flesta samninga lausa í byrjun júní, þegar Dagsbrún- arsamningarnir renna út, þá á að fá félögin á þeim stöðum, sem slídarverksmiðjur eru, til að ganga til samúðarverkfalls við Dagsbrún, svo hægt sé að koma þar fram það miklum hækkunum, að þeir geti sagt, að þeir hafi komið þessum kjarabótum fram, og þar með ef til vill unnið að nok'kru leyti aftur sitt pólitíska fylgi, — alveg burtséð frá því, hvort það kostar lífsafkomu þjóðarinnar vegna þess, að stöðva þurfi síldar- iðnaðinn, svo og svo langan tíma, eða ekki. Einn ræðumaður komm- únista á Þróttarfundinum um dag- inn, sagði, að hann vissi það, að siglfirzkir verkam. mundu ekki sjá eftir þv'í, þó þeir þyrftu að missa eitthvað af þeim réttindum er þeir hafa þegar náð, eða fórna sér á annan hátt, svo aðrir gætu haft það gott. Eg er ekki á móti því, að öðrum verkalýðsfélögum sé hjálpað í hagsmunabaráttunni, síður en svo. En sú aðstoð verður að byggjast á meiri forsjá, en stjórn Alþýðusambandsins hefir sýnt á þessum síðustu tímum. — Þrótti standa til boða góðir samn- ingar, þá samninga á að sam- íslenzka þjóðin á vegamótum. (Framliald af 1. síðu) því, að framleiðsla íslendinga verður að seljast í samkeppni við aðrar þjóðir, og að sú sam'keppni verður því harðari, sem innilok- unarstefna og tollmúrar ná meiri áhrifum í heiminum. Fáar þjóðir munu búa við jafn- mikla dýrtíð og íslendingar. Sú dýrtíð stafar vissulega ekki af því, að verkakaup eða vinnulaun séu of há ,eða að þéssar stéttir þjóðfé- lagsins beri of mikið úr býtum. Dýrtíðin stafar af ósamkomulagi og skipulagsleysi innanlands, jafn- framt þv'i, að allir krefjast auk- inna lífsgæða, sem er eðlilegt, en gleyma því, að lífsgæðin fást ekki með aukinni krónutölu fyrir unna klukkustund, heldur með því hversu mikið af þessum lífs- gæðum fæst fyrir þá krónu- tölu, sem greidd er fyrir erf- iði og vinnu. Nokkuð af verðbólg- unni, svo sem hæ'kkun á erlendri vöru, farmgjöld o. fl. er okkur óvið ráðanlegt eða lítt viðráðanlegt. En innanlandsafurðir og neyzla, svo sem húsnæði o. fl. ætti að mega telja okkur sjálfrátt, ef að sam- komulag fengist um raunhæfar að- gerðir. Vaxandi verðbólga hefur gert það að verkum, að Islendingar eru ekki lengur samkeppnisfærir með verð ýmissa helztu framleiðsluvara sinna á heimsmarkaðnum. Ef að íslenzka þjóðin- ætlar að halda frelsi s'ínu og sjálfstæði verður hún sérstaklega að standa vörð um fjárhagsafkomu sína. En fjár- hagsafkoma þjóðarinnar byggist á framleiðslu hennar, sem selja verður til útlanda. Afurðanna þarf að afla, en jafnframt þarf að nýta þær svo og á þann hátt, að þjóðin geti fengið nægan gjaldeyri til kaupa á þeim varningi, sem hún ekki getur framleitt, en sem nauð- synlegur er til menningarlífs. Þessvegna er íslenzka þjóðin í dag á vegamótum. Ber hún gæfu til þess að sameinast um þá við- leitni, sem hafin er til þess að lækka verðbólguna og auka kaup- mátt íslenzku krónunnar, eða lætur hún glepja sér sýn og vinnur með þykkja strax að ráðstefnunni á Akureyri lokinni, og vilji hann rétta öðrum félögum hjálparhönd með samúðarverkfalli, getur hann með miklu meira öryggi gert það, þar sem hann hefir sína eigin samninga, heldur en með því ástandi og óvissu, sem nú ríkir um kaupgjaldsmál Þróttar. Gísli Sigurðsson þeim sundrungaröflum. sem vilja auka á erfiðleikana og lækka kaup- mátt þeirra peninga, sem vinn- andi menn skapa með starfi sínu ? Líkur virðast til þess, að á milli þessa þurfi að velja, og hver hugs- andi maður og kona þarf að brjóta þessi mál til mergjar og haga sér - síðan eftir þv'i sem rétt telst með hagsmuni þjóðarinnar fyrir aug- um. Smáfygi leiðrátt Ég sé, að „kunningjar" mínir við Mjölni vilja kenna mér, að ein- hverju leyti um byggingu og hrun mjölhúsþaksins fræga. Læt ég rpér þetta raunar í léttu rúmi liggja, þar sem öllum er ljóst, er til þekkja, að þar um gat ég engu \ ráðið. Þykir mér þó rétt að taka fram, að það eru hrein ósannindi, að ég hafi nökkru ráðið um gerð húsanna, styrkleika eða lögun. Það eina, sem ég hefi lagt til þessara mála er það, að í samtali við Snorra Stefánsson átaldi ég, að hann skyldi ganga inn á, að húsin snéru svona. Veit ég, að hann mun kannast við þetta, enda hvað hann, að búið hefði verið að ákveða legu húsanna, áður en hann var til kvaddur. En þar sem allir hér í Siglufirði þekkja velvilja „Mjölnismanna“ í minn garð, má af því marka, að ek'ki þykir þeim sérstakur heiður af þessari Hr. Áka-smíði úr því þeir vilja miðla mér heiðrinum. Siglufirði 14. ma'í 1947. Erl. Þorsteinsson Bærinn fær gjaldeyris- og innflutningsleyfi fyrir heimilisvélum. ------- 4 Bæjarstjóri lagði nýlega fyrir bæjarstjórn tilkynningu frá við- skiptaráði um, að Siglufjarðarbæ hafi verið veitt gjaldeyris- og inn- flutningsleyfi að . upphæð kr. 157.500,00 fyrir rafþvotta vélum, eldavélum og rafáhöldum til heimilisnotkunar. Þessar heim- ilisvélar koma áreiðanlega til þess að létta mikið undir heimilisstörf húsmæðranna í ,bænum og ber þess vegna að fagna þessari til- 'kynningu. En þess verður að gæta við sölu þeirra, að þau heimili og þær húsmæður, sem helzt þurfa hjálpar við, verði þessara véla að- njótandi. * . i

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.