Neisti - 27.06.1947, Blaðsíða 1
NEISTI
títgefaiidi Alþýðuflokksfélag
Siglefjarðar
Ábyrgðarmaður:
ÓLAFUR H. GUÐMUNDSSSON l
Sigluf jarðarprentsmiðja h. f. 14. tbl. Föstudaginn 27. júní 1947. 15. árgangur.
Pœr eru bœði myglaðar og maðkaðar,
sveskjurnar í pólitískum graut kommúnista
Þó segja megi, að pólitísk óöld
hafi ríkt á landi voru undanfarin
ár, þá hafa þó allir stjórnmála-
menn, fyrir hvaða flokk, sem þeir
* hafa talað, verið sammála um það,
að verðbólgan og dýrt'iðin í land-
inu væri stórhættuleg þjóðfélags-
heildinni, og ekki sízt efnaminni
stéttum landsins. Um hitt hafa
þeir svo aldrei verið sammála, með
hvaða ráðum ætti að stöðva verð-
bólguna, og hverjar væru orsakir
hennar. , ,,,
Nú er við völd ríkisstjórn. sem
virðist hafa hug á að stöðva verð-
* bólguna í landinu, án þess þó að
rýra hag nokkurar sérstakrar stétt-
ar í landinu, nema þá helzt skatt-
svikaranna, með eignakönnunar-
lögunum, en láta ríkissjóðinn
greiða niður vöruverð, og halda
með því dýrtíðinni niðri, þar af
leiðandi hefur verð á ýmsum vör-
um, svo sem kjöti, kartöflum,
smjöri og smjörl'iki verið lækkað,
á kostnað ríkissjóðs.
r En um leið og núverandi ríkis-
stjórn gerir nauðsynlegar ráðstaf-
anir til þess að stöðva verðbólguna
í landinu, sem allir eru þó sam-
mála um, að sé stórhættuleg, er
skorin upp herör í landinu, til þess
að ónýta ráðagerðir stjórnarinnar
í þessum efnum, og þar með steypa
henni af stóli, svo sama verð-
bólgualdan geti risið áfram, og
efnahagslegt öngþveiti þjóðarbús-
▼ ins aukizt.
Þeir, sem standa fyrir þessari
eflingu öngþveitisins eru kommún-
istar, þeir sömu, sem báru fram
við fjárlagafrumvarpið á þingi í
vetur, tillögur um milli 20 og 30
milljón kr. útgjöld, en enga tillögu
um tekjuöflun.
Eins og allir vita, voru komm-
únistar í fyrrverandi ríkissfjórn,
t og eigna þeir sér alit það, sem sú
ríkisstjórn gerði til bóta, -og
skreyta sig að mörgu leyti þar með
stolnum fjöðrum. Svo segja þeir,
t.d. í Mjölni, að þeir hafi verið
hraktir úr þeirri ríkisstjórn, þó
hvert mannsbarn á landinu viti,
að það voru kommúnistarnir, sem
sögðu upp stjórnarsamvinnunni.
Ef þeir hefðu ekki gert það, eru
miklar líkur til að sama stjórn
sæti enn við völd.
En hversvegna sögðu þeir upp
stjórnarsamvinnunni ? Þeir segjá,
að flugvallarsamningurinn hafi
verið orsök þess, en tilgangurinn
var allur annar. Áður en komm-
únistar tóku þátt í ríkisstjórn,
hafði gengi þeirra vaxið meoal
kjósenda, þar sem þeir gátu deilt á
hina flokkana, en áttu enga sögu
sjálfir í ríkisstjórn. En við kosn-
ingarnar 30. jún'i 1946, eftir að
þeir höfðu eignast sögu, sem
stjórnarflokkur, komu þeir e'kki
sterkari út úr kosningunum en það,
að þingmannatala þeirra stóð í
stað. Þetta líkaði þeim stórilla, og
hugðust geta aukið kosningafylgi
sitt með því að segja upp stjórnar-
samvinnunni, og knýja fram nýjar
kosningar, þar sem líka fyrirfund-
ust menn úr öðrum flokkum, sem
ekki aðhilltust flugvallarsámning-
inn. Þess vegna völdu þeir flug-
vallarsamningmn til stjórnarrofa,
í þeirri trú, að með múgæsingum
væri hægt að koma á stað nýjum
kosningum, og í þeim gætu þeir
aukið kjósendafylgi sitt. Þetta fór
þó öðruvísi eins og allir vita. —
Þegar svo núverandi ríkisstjórn
var mynduð, neituðu kommúnistar
alveg að ræða við mann þann, sem
falin var stjórnarmyndunin, ein-
göngu af þv'i hann var Alþýðu-
flokksmaður, og geta þeir algjör-
lega kennt sjálfum sér um, bæði
stjórnarskiptin og að þeir komu
ekki til mála, með neitun sinni,
sem þátttakendur í þeirri ríkis-
stjórn, sem nú situr. Neita þeir nú
allra ólöglegra og óþjóðlegra
bragða til að steypa núverandi
stjórn, og nota kommúnistar völd
sín, sem þeir ha'fa í ýmsum verka-
lýðsfél. í landinu til þeirrar iðju.
Lengi vel vildu kommúnistar ékki
kannast við, að átök þau, sem nú
standa yfir væru pó'litísk, en upp á
síðkastið draga þeir ekki dul á
það, bæði hafa þeir sagt, að átök
þessi séu upphaf að stjórnarbylt-
ingu á íslandi, og síðasti Mjölnir
segir, að núverandi r'ikisstjórn
verði að fara frá völdum, og agn-
úar á sölusamningum verði ekki
lagaðir fyrr en önnur stjórn verði
mynduð, þá auðvitað af þeim
sjálfum.
Áður fyrr þegar Alþýðusam-
bandið var í tengslum við Álþýðu-
flokkinn, hrópuðu kommúnistar á
óháð verkalýðssamband. Það
fengu þeir, en hafa nú gert það að
sínu pólitíska hreiðri. Þegar
Þróttur var stofnaður í núverandi
mjmd, átti hann að vera ópólitískt
verkamannafélag. Nú er honum
beitt fyrir pólitískan sorpvagn
kommúnistaflokksins. — Verka-
mannafélögin og Alþýðusambandið
eiga á hverjum tíma að standa
fast um réttmætar kaupkröfur
verkamanna, en um leið að heyja
deilur sínar á löglegan og drengi-
legan hátt, hvaða ^ólit'iskir flokk-
ar, sem standa að ríkisstjórn
þeirri, sem situr í það og það
skipti.
Af því nú, að fjöldinn af sigl-
firzkum verkamönnum gengur nú
atvinnulaus um hábjargræðistím-
ann, samkvæmt valdboði komm-
únistaforsprakkanna, er rétt að
athuga nokkuð nánar, um hvað
hér er deilt. Þróttur sagði á sínum
tíma upp samningum, eftir ails-
herjaratkvæðagreiðslu, sem að
vísu var lítil þátttaka í. í þeirri
atkvæðagreiðslu var engin pólitík,
hver einstaklingur fór eftir sínu
höfði. Uppsögnin var samþykkt
með litlum meirihluta. Þróttai'-
stjórnin gerði svo nýjan kjara-
samning við Atvinnurekendaf élagið
hér, sem líkaði svo vel, að hann
var samþykktur einróma af verka-
mönnum. Síðarí' gerir stjórnin upp-
kast af samningi við verksmiðj-
urnar, svipaðan hinum, nema öllu
betri. Komið var á næturvinnu-
taxta, í fyrsta skipti, og ýmsir sér-
taxtar hækkuðu, sem ekki þóttu 'í
(Framliald á 2. síðu)
Ályktun Hvanneyrarmótsins:
S.U.J. HVETUR TIL BARÁTTU GEGN
ÖLLUM EINRÆÐISÖFLUM
Þakkar glæsilegan árangur af
baráttu Albvðuflokksins
Á almennum umræðufundi á landsmóti ungra jafnaðarmanna,
sem haldið var að Hvanneyri, sunnudaginn 7. júní. Var eftir-
farandi ályktun samþykkt í einu hljóði:
„Landsmót ungra jafnaðarmanna, lialdið að Hvanneyri
7. og 8. júní 1947, fagnar þeim mikla árangri, sem orðið
hefur af störfum og baráttu Alþýðuflokksins, og þakkar
]»eim, sem á undanförnum áratugum hafa lagt fram krafta
sína í baráttunni fyrir flokkinn og málefni hans. Lýsir
landsmótið yfir því, að það telur sérstaklega áríðandi, að
Alþýðuflokkurinn beiti sér af alefli gegn einræði í hvaða
mynd sem það birtist og hvaða klæðum sem ])að klæðist
og lialdi áfrain að vera í fylkingarbrjósti í baráttunni
gegn öllum slíkum öflum. Vilja ungir jafnaðarmenn taka
virkan ])átt í þeirri baráttu, eins og þeir munu og aldrei
liggja á liði sínu í starfinu fyrir jafnaðarstefnunni. —
Landsmótið sendir kveðjur sínar til allra ungra jafnaðar-
manna á íslandi og skorar á þá að leggja alla krafta sína
fram í baráttunni fyrir liugsjónum jafnaðarstefnunnar.“
V