Neisti


Neisti - 28.01.1949, Blaðsíða 3

Neisti - 28.01.1949, Blaðsíða 3
í I NEI STI 3 TILKYNNING t Vegna breyttra verzlmiarhátta sjáum vér und- irritaðir oss eigi fært að reka lánsviðskipti fram- vegis. Það tilkynnist því hér með viðskiptavinum vor- um, að f rá 25. janúar verður ekbert selt á verkstæðum vorum öðru vísi en gegn staðgreiðslu, nema sérstakir skriflegir samningar um greiðslur verði gerðir fyrir- ' fram. Virðingarf yllst Siglufirði, 25. janúar 1949 • ... pr. pr. SVEINN & GÍSLI H. F. Sveinn Ásmundsson „Trésm.verkst. K. Sigtryggssonar og Þ. Stefánss.“ ■ K. Sigtryggsson Friðrik Sigtryggsson — Jón Björnsson Pétur Laxdal AUGLfSING nr. 51/1948 frá skömmtunarstióra ' .. r Samkvæmt heimild í 3. gr. reglugerðar frá 23. sept. 1947 um vöru- skömmtun, takmörkun á sölu, dreifingu og afhendingu vara, hefur verið ákveðið, að veita vefnaðarvöru-, fatnaðar-, og búsáhaldaskammt að upphæð áttatíu krónur á tímabilinu 1. jan. til 1. apríl 1949. Felld hefur verið niður skömmtun á öllum búsáhöldum öðrum en þeim, sem eru úr leir, gleri eða postulíni. Til viðbótar þessum skammti hefur verið ákveðið að veita sérstakan skammt fyrir tveim pörum af sokkum á miðum í venjulega vefnaðarvörureiti, og gildi hvors sokkamiða ákveðið fimmtán krónur. Reitimir 1—400 á „fyrsta skömmtunarseðli 1949, gilda því 20 aura hver, við kaup á hverskonar skömmtuðum vefnaðarvörum þessu sama tímabili, og að heimila úthlutunarstjóra að skipta sokka- og fatnaði öðrum en sok'kum og vinnufatnaði, sem hvorttveggja er skammtað með sérstökum skömmtunarreitum. Einnig er hægt að nota reiti þessa við kaup á innlendum fatnaðí, samkvæmt einingarkerfi því, sem um ræðir í auglýsingu skömmtunai-stjóra nr. 52/1948, og öllu ©fni til ytri fatnaðar, sem skammtað hefur verið með stofnauka nr. 13. — Reitir þessir gilda einnig til kaupa á hverskonar búsáhöldum úr gleri, leir og postul'ini. Miðað er við, í öllum tiFjílum, smásöluverð allra þess- ara vara. Nýr stofnauki til ytri fatnaðar verður ekki gefin út til annarra en þeirra einstaklinga, er óska skipta á stofnauka 13, er þeir kynnu að eiga ónotaða. Vefnaðarvörureitirnir 1—400 eru vöruskammtur fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 1949, en halda allir innkaupagildi sí'.u til loka þessa árs. Skammtarnir 1949, nr. 2 og nr. 3, gilda hvor um sig fyrir einu pari af sokkum, hvort heldur er kvenna, karla eða bama. Úthlutunarstjórum allsstaðar er heimilt að skipta nefndum skömmtiun nr. 2 og nr. 3 fyrir hina venjulegu vefnaðarvörureiti, þannig, að fimmtán krónur komi á hvern skammt. Þessi heimild til skipta er þó bundin vjð einstaklinga, enda_framvísi þeir við úthlutunarstjóra stofninum af þessum „fyrsta skömmtunarseðli 1949,“ og að skammtarnir, sem skipta er óskað á, hafi eigi áður verið losaðir frá skömmtunarseðlinum. Um skammta nr. 2 og nr. 3 gildir hið sama og vefnaðarvörureitina, að þeir eru ætlaðir fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins, en gilda þó sem lögleg innkaupaheimild til ársloka 1949. Reykjavík, 31. des. 1948. Skömmtunar st ióri GLÆSILEG SKEMMTUN Félag ungra jafnaðarmanna hélt lárshátíð slna laugardaginn 8. jan. s.l. í Sjómannaheimilinu. Skemmt- unin hófst kl. 8,30 með sameigin- legri kaffidrykkju. — Jóhanna Jóhannsdóttir setti skemmt- unina. — Sýndur var gaman- leikurinn Bónorðið. Leikendur voru: Soffia Jóhannsdóttir, Jón Sæmundsson og Sigurður Jónas- son. Leiknum var prýðisvel tekiö j og voru leikendur klappaðir fram. Sigtryggur Stefánsson flutti snjalla ræðu um Per Albin Hanson, hinn látna forystumann sænskra jafnaðarmanna. Stúlknakvartett söng. Stúlkurnar sem sungu voru: Guðný Friðfinnsdóttir, Margrét Ólafsdóttir, Marheiður Viggós- dóttir og Helena Guðlaugsdóttir. Stúlkurnar sungu ljómandi vel og var ákaft klappað lof í lófa. Síðast var skemmtiatriði og útvarps- þáttur. Dansað var til kl. 2. Fjögra Svigkeppni Skíðuráð Sigluf jarðar efnir til svigkeppni upp af „Jónstúni“ n.k. sunnudag kl. 1,30 e.li. Keppl verður í einum karla- flokki og er öllum heimil þátt- taka, srm eru 12 ára eða eldri. Væntanlcgir þátttakendur gefi sig fram við Jónas Ásgeirsson, pósthúsinu, og skrifi sig á lista, er þar liggur frammi, fyrir kl. 12 n.k. laugardag. Ekki þolir Alfreð mikið ! 1 síðasta tbl. „Neista“ veitti Gisli Sigurðsson Alfreð Jónssyni, rit- stjóra!! íþróttas'iðu „Siglfirðings“ maklega hirtingu, vegna dólgs- legra skrifa hans um skíðastökk- brautina. Alfreð hefur orðið fár við skrif Gísla og tilkynnt, „Neista“, að hann muni ekki ger- ast fastur kaupandi að blaðinu. — Lítið leggst nú fyrir kappann Alfreð, er hann þolir ekki að sjá nafn sitt á prenti. Væri betra fyrir Alfreð að halda sér í glerhúsi þv'i, sem hann býr í, heldur en að vera að kasta steinum, því það geta þeir ekki, sem búa í glerhúsum. 1 næsta tbl. Neista mun Alfreð fá nokkur orð frá Gísli Sigurðssjmi, og mun hann fá það blað gefins, þó það verði til þess, að koma hon- manna hljómsveit lék fyrir dans- inum. Stúlkna-kvartettinn og hinn vinsæli söngvari Þórður Kristms- son sungu með hljómsveitinni. Skemmtunin var fjölsótt og komust færri en þangað vildu. — Árshátíð þessi var ungum jafn- aðarmönnum til mikils sóma. I rændsemi. Frh. af 2. síðu gafu „Neista“ ættu Siglfirðingar aö láta veröa tii þess aö gerast fastir kaupendur biaðsins, þar sem eitt af nöi uöverkefnum blaðs- ins veröur aö berjast í moti komm únistum og smásaium íhalds, sem oft vilja taka á sig gerfi nazism- ans. Þessvegna er nokkur frænd- semi með „Mjölni“ og „Siglfirð- Skæðadrif Frh. af 1. s. og hefði liússum verið á þaö bent, lwe nauðsynlegt Islend- ingum það væri vegna rík- isábyrðarinnar á fiskverðinu að fá tilskilið verð fyrir hann. Um þetta segir svo í skýrslu samninganefndarinnar, sem undirrituð var m.a. af Ársæli Sigurðsyni fyrv. form. Sósia- listafélags lieykjavíkur, en hann er sérfræðingur komm- únista í utanríkisviðskiptum: „Ekki hafði þetta mikil áhrif á viðsömjendur okkar. Þeir sögðu sem góðir kaup- menn, að þeir gerðu kaup þar, sem þau voru hagkvæmdust. Við yrðiun að vera samkepn- isfærir mn verð, ef við vildum selja. Verðlagsmái á Islandi þótti þeim vandi stjómar ókk- ar en ekki ráðstjómarinnar í Moskvu“. Þetta se m kommúnistinn Ársæll S. Sigurðsson og félag- ar hans hafa eftir viðsldpta- fulltrúum Rússa er í fullu samræmi við algild viðskipta- lögmál þjóða á milli og er því ekki sett hér fram Rússum til hnjóðs, heldur til að sýna þann skrípaleik, sem stjórn- málaskúmar kommúnista leika. Þegar ríkisstjórnin óskaði eftir viðræðum við Rússa um viðskiptamál í ársbyrjun 19hH svöruðu þeir ekki og hafa ekki svarað henni enn. um 'i rúmið. Hefjum móttöku á fiski til frystingar þriðjudaginn 1. febrúar n.k. — Athygli útvegsmanna skal vakin á því, að vér kaupum eldú bolfisk (ýsu og þorsk) undir 55 om. lengd. Hraðfrvstihúsið Hrímnir h.f.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.