Neisti


Neisti - 18.02.1949, Blaðsíða 2

Neisti - 18.02.1949, Blaðsíða 2
N23I 8TI 2 NEISTI — VIKUBLAÐ — tJtgefandi: Alþýðut'lokksfélag Slgluf jarðar Á byrgðarmaður: ÓLAFUR GUÐMUNDSSON Ritstj. annast blaðnefnd Neista Blaðið kemur út alla f östudaga Áskriftagjald kr. 20,00 árg. Afgreiðsla I Aðalgötu 22. Hugleiðingar um atvinnuleysi „Þetta land á ærinn auð, ef menn kunna að nota ’ann“ Atvúnnuleysi, og böl það, sem því fylgir, er ekki neitt nýtt fyrirbæri hjá okkur tslendingum. Það hefur verið, frá fyrstu tíð, skuggi dag- verkamanna um heim allan, og við það hafa þjóðimar barizt af mis- jafnlega miklum áhuga og heilind- um, en þvi miður er árangur þeirrar baráttu lítt sjáanlegur. — Það er eins og atvinnuleysi þurfi endilega að koma 1 kjölfar þeirra ára, sem næga atvinnu veita, og fæstir gera sér fulla grein fyrir, hve mikið tjón þetta öryggisleysi verkamanna, skapar þjóðinni í heild. Siglfirðingar eru hér engin undantekning, þeir hafa alls ekki farið varhluta af atvinnuleysinu ifremur en aðrir bæjarbúar á ís- landi. Þeir urðu hinsvegar að mestu afskiptir hinni vellaunuðu og miMu vinnu, sem hemámið veitti mörgum öðrum bæjum, fengu aðeiins hinar beinu afleið- ingar þessarar „ástands“-vinnu, sem sé vaxandi dýrtíð og hröm- andi „vinnumoral". „Nýsköpun atvinnuveganna" náðist hinsvegar hingað og veátti siglfirzlkum verkamönnum góða vinnu í 1—2 ár og Suðurlands- síldin framlengdi þessi „gullár“ okkar um nokkra mánuði. En nú er öllu lokið; ekkert eftir nerna endurminningamar. Margir hafa að vísu lagfært margt hjá sér, fengið sér ýmsa hluti, sem þá hef- ur vantað ög fáeinir lagt til hliðar nokkra upphæð til þess að mæta atvinnuleysinu, en hve margir þola núverandi ástand öllu lengur? Trúlega fáir. Siglfirzkir verfkamenn eru ekki ver gerðir en almennt gerist, þeir sætta sig við sina vinnu, og eru þá einnig til með að leggja nótt við dag ef þvi er skipta. Síldin, þessi „óútreiknanlegi" fiskur hefur kennt Siglfirðingum, öðrum frem- ur, að vera við ýmsu búnir og þeir eru það líka. En þeir vita líka, að fleira má gera en veiða síld og Omurlegt hlutskipti Framhald af 1. síðu eftirvinnu starfsfólks þegar hún er unnin, og ýms önnur smærri atriði, sem starfsfólkið varðar, svo sem erindisbréf og fleira —“ Þessi mál voru tekin fyrir í Alls- herjamefnd 10. og 17. apríi 1947. Meirihl. Allsherjarnefndar hélt iþví fram, að þrátt fyrir það, að samningamir væru ekki formlega undirritaðir, væru þeir í gildi, þar sem kaup hefð verið greitt sam- Ikvæmt þeim frá 1/1 1947. 1 annarri hinna dæmalausu Ein- herja-greina segir orðrétt: „Það er til starfsmannafélag bæjarins og hefur það samið um kaup otg kjör við bæjarstjórn hingað til, og til er samningur þar að lútandi í vörzlu bæjar- stjóra og þeim samningi hefir elcki veilð sagt upp af félaginu.* Af hverju var félagið ekki látið koma með þessar launakröfur, allt þetta fólk, sem hækkunina fékk er í félaginu, og sumt í stjóm þess." Neisti lætur Einherja og Bjarna Jóhannsson stangast um það, hvort réttara sé, skrifieg staðfest- ing Bjama á þvi, að gildur starfs- mannasamningur hafi ekki verið fyrir hendi, eða hið gagnstæða, er Einherji heldur fram. Þó dregur Neisti enga dul á það, að þar muni Bjarni standa með pálmann i höndunum. Engar frekari umleitanir starfs- mannafélagsins um nýja samninga við bæinn komu fram árið 1947. En í júní 1948 kom bréf frá stjóra starfsmannafélagsins, undirrit- að af Sveini Þorsteinssyni og Sig- urði Gunnlaugssyni, þar sem þess er farið á leit, að samningar verði teknir upp við nefnd frá félaginu. Bréf þetta er afgreitt 24. júní og * Leturbr. Neista. bíða eftir síld. Þeir vita, að „þetta land á ærinn auð ef menn kunna að nota ’ann". Þeir vita, að síðan skáldið mælti fram þessi orð, hefði þjóðin vissulega átt að vera búinn að afia sér þeklkingar til þess að hagnýta sér auðlindir lándsins og þá einnig og fyrst og fremst orku þjóðarinnar sjálfrar, vinnuaflið, betur en hún gerir nú. Aldrei hafa Islendingar haft eins góð tækifæri til hverskonar atvinnureksturs, við sjávarútveg, landbúnað og iðnað; aldrei haft edns mörgum menntamönnum og sérfræðingum í hinum ýmsu grein- um á að skipa og nú, en líklega sjaldan verið ötllu lengur frá því marki að „kunna að nota“ auð- lindir landsins, en einmitt nú. „Elliði" kaus þá Alsher jamefnd tvo menn, þá Gimnar Vagnsson og Óskar Gariibaldason til viðræðna við stjórn félagsins. NBDURSTABA SAMNINGA- NEFNDARINNAR OG AF- GREBDSLA BÆJARSTJÓRNAR EUefta nóv. 1948 lagði samn- inganefndin fram 1 allsherjarnefnd uppkast að nýjum launasamningi. Samkvæmt fundargerð nefndar- innar á þeim fundi, var „nefndin sammála um að leggja til við bæjarstjórn að kaup starfsmanna bæjarins verði" — eins og þar er skráð, en það er svo að segja ’í öUum atriðum samhljóða sam- þykkt bæjarstjómarfundarins, er skömmu síðar afgreiddi málið. Til dæmis um vinnubrögð Fram- sóknarfulltrúans má geta þess, að um laun bæjargjaldkera komu fram tvær tillögur á þessum fundi, önnur frá fuUtrúa Sjálfstæðisfl. um kr. 900,00 grunnkaup, hin frá fuUtrúa Framsóknarflokksins um kr. 850,00, þó greiddi hann at- kvæði á . bæjarstjómarfundinum gegn þeirri tiUögu sinni, og lagði þá til að kaup gjaldkerans skyldi vera kr. 750,00. Undir þessa fundargerð Alls- herjaraefndar hafa ritað eftirtald- ir menn, aUir án ágreinings. PáU Erlendsson, Hlöðver Sigurðsson, Gísi Sigurðsson, Jón Jóhannsson og Ragnar Jóhannesson Jafnframt samþykkti Allsherjar nefnd eftirfarandi tillögu: „Tillögur þessar um launa- kjörin em samþykktar á þeim forsendum, að engin eftirvinna verði greidd af hálfu bæjarfé- lagsins, þó unnin verði og verði í erindisbréfi settar nánari reglur um verksvið hvers starfsmanns" AUsherjamefndinni var ljóst, að nauðsyn bæri til að binda enda á það, að starfsmönnum bæjarins væri greitt kaup fyrir eftirvinnu, samkvæmt framlögðum reilkning- um. Sá Uður í launagreiðslum var allstór og óviss, en fellur nú niður. Með þessari samþykkt var AUs- herjamefnd að gera tvennt: verða við réttmætri kröfu Starfsmanna- félagsins um, að gengið yrði end- anlega frá launasamningum og út- rýma greiðslum fyrir eftirvinnu. Um leið og samningur þessi var gerður, var eðlilegt og reyndar óhjákvæmilegt að fram færi sam- ræming á kaupgjaldi, svo sem um laun bæjargjaldkerans, enda viður- kennt af bæjarstjóm, að kaup fyr- verandi bæjargjaldkera væri orðið lægra en vera bæri með tiUiti tU iauna annarra starfsmanna og felst sú viðurkenning í þeirri ákvörðim bæjarstjórnar að veita honum ful eftirlaun, þó hann ætti ekki, þegar Utið er á starfsaldur- inn eingöngu, kröfu til þeirra. Einherji missir mariks sem oftar er hann hyggst hæða bæjarstjóra fyrir það, að hún hafi samþykkt að 7 skuli vera 7, með því að sam- þykkja, að vinnutími starfsfólks- ins skuli vera 7 stundir á dag. — AUsherjamefnd hafði ekki gert ^ neina samþykkt um vinnutímann í tíllögum sínum varðandi hina nýju samninga. Skyldi sú afgreiðsla bæjarstjómar ekki hafa þótt kyndug, ef hún hefði gleymt að taka fram, hver skyldi vera vinnu- tíma starfsfólksins eftír hinum nýju samningum ? Því hér var verið að gera nýja samninga og því sjálfsagt að slá þessu mikilvæga £ atriði föstu. ÞEGAR RAGNAR „KLOFNABI" Þó fulltrú Framsóknarflokksis hafi haft tilhneygingu tU þess að leita raunhæfrar lausnar á þessu máld í AUsherjamefnd, var hlut- skipti hans á bæjarstjómanrfund- inum annað og ömurlegra. Þar snýst hann gegn sínum eig- , in tiUögum í AUsherjamefndinni og stympast á móti tillögum ann- arra, sem miða að þvi að leysa málið á sæmandi hátt. Hvort sú athöfn Framsóknarfulltrúans, að bera fram sýningar-tillögur í laimamálum á bæjarstjómarfundi, ' er framin vegna þess, að hann hafi verið kúgaður til þessa óþurftar- verlks af einhverjum flokksbræðra ? sinna, skal ósagt látið. En það er broslegt, og þó raunalegt, að rif ja upp þátt hans í málinu frá upphafi og allt tU þess, að veikur vUji hans tU dyggilegs starfs varð að lúta í lægra haldi fyrir þeirri tilhneyg- ingu að tyUa sér á tá framan i háttvirtum kjósendum. Verður yfirklórstUraun hans í Einherja, sízt til þess að draga úr þeim áhrif- f um. NOKKUR NIÐURLAGSORÐ . Þeim tveim greinum, sem birt- ust í síðasta Einherja um launa- samningana við starfsfólk bæjar- ins, hefur hér að ofan verið svarað svo sem þörf er á, og báðum í senn Þó segja mætti, að sú greinin, sem undirrituð er „verkamður" sé íll- * skárri að því leytí, að þar er engin tUraun gerð tU þess að fyUa upp á miUi staðhæfinganna með rökleys- um, en staðhæfingamar strípaðar látnar nægja. Verður ekki lagt í þá tvísýnu að gera upp á milli þeirra hér. Og það slkiptir að vásu ekki miMu máli, út af fyrir sig, ^ hver er höfundur þessarar greinar. - Þó er það leitt og niðrandi fyrir verkamenn yfirleitt, að hann skuli gera tilraun til að skýla sér undir nafni þeirra. Bendir öU greinin til þess, að hún haf dropið úr penna hjá kotrosknum og viðskotaiUum ribbalda, sem ofmetur sína eigin persónu og verður höfundurinn þá ^ tæplega vandfundinn, þeim, sem kynnu að hafa gaman af að kynna hann nánar, þvá slíkir menn em, sem betur fer, f ágætir í þessum bæ.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.