Neisti


Neisti - 25.02.1949, Page 1

Neisti - 25.02.1949, Page 1
i F.U.J. hélt aðalfund sinn 18. þ. m. — í stjórn félagsins voru kjörin: Sigtryggur Stefánsson, form. Sigurður Jónasson, varaform. Hólmsteinn Þórarinsson, ritari Jón Sæmundsson, gjaldkeri Óiína Oisen, meðstj. Valey Jónasdóttir, meðstj. Ásgrímur Stefánsson, meðstj. Sigluf jarðarprentsmiðja h. f. 6. tbl. Föstudagur 25. febr. Í949 17. árgangur. ER VERIÐ AD SVÍKJA BÆJARBÚA? Að undanförnu hafa málgögn kommúnista, íhalds og framsóknar ritað all mikið um bœjarmál. Skrif þessi hafa verið mjög á eina lund — tilraunir til þess að telja bœjarbúum trú um, að hver þeirra um sig beri ekki ábyrgð á fjárhagsörðugleikum kaupstaðarins, og að hér ríki fjármálaöngþveiti, sem öðrum flokkum sé um að kenna. Hér á eftir verður í stórum dráttum rakinn gangur bœjarmál-anna í tíð núverandi bœjarstjórnar Skæða- ' drífa „Elska annað og miklu stærra “ Það hefur vakið nokkra furðu hér í Siglufirði, að blaði Þjóð- varnarmanna, ,Þjóðvörn‘ skuli vera dreyft út á meðal Siglfirð- inga frk bækistöðvum sigl- firzkra kommúnista í Suður- götu 10. Einn af þægustu Rússa dindlum bessa bæjar, Einar Albertsson nmn vera útsölu- maður btaðsins. Neisti álítur að „þjóðvarnarmenn“ geri mál stað sínum mikið ógagn með því að blanda blóði við komm- únista, máli sínu til framdrátt- ar, þar sem kommúnistum gengur allt annað en gott til ■5 með afstöðu sinni til hins fijrir- hugaða Atlandshafs-sáttmála, en „þjóðvarnarmönnum.“ y— Ættjarðarást íslenzkra komm- únista er með nokkrum sér- stökum hætti. Flokksbundinn sósíalisti hefur lýst henni þann- ig í 'riti: „— því auk þess, sem þeir elska sína eigin ættjörð eins t og hverjir aðrir, þá munar þá ekkert um að elska annað og miklu stærra föðurJand í við- bót eða énnþá heitara..“ Stuðningur kommúnista við hina svokölluðu þjóðvarnarm. mun vera sprottinn af hinni heitu ást þeirra á Rússum. ý Áhugasaimir bæjarfulltrúar Það ivakti mikla athggli, að þegar hinar ítarlegu tillögur Alþgðuflokksins, um aðstoð við þá, sem hugðust stunda sjó- róðra héðan og atvinnu/egsið var til umræðu í bæjarstjóm- inni, var sæti Þóroddar Guð- 1 mundssonar autt allan tímann. I Þegar bæjurstjórn gekk frá því að festa kaup á vélxun og útbúnaði til stækkunar orku- versins við Skeiðsfoss, vantaði báða fulltrúa Sjálfstæðisflokks ins. — Bæjarbúar ættu að minn ast þessara óþö'rfu „jókera“ við næstu kosningar. t Veikur flokkur Síðasta Einherja verður all tíðrætt um það, að Alþgðufl. (Framhald á 4. síðu). Ástandið 1946 Árin 1942—1946 fór sambi’æðsla íhalds- framsóknar -0g D-lista- manna með stjórn bæjarfélagsins. Síðari hluta kjörtímabilsins fór samstarf þetta út um þúfur, vegna sundurlyndis fyrrverandi bæjar- fógeta og Hertervigs, því bæjar- fógeta fannst Hertervig of ráðrík- ur; — en við tók inndlegt sam- starf Hertervigs og kommúnista. Er þessu kjörtímabili lauík taldi blað kommúnista, Mjölnir, skuldir bæjarins vera um 30 millj. kr., sem nær því allar urðu til á þessu kjört’imabili íhálds- framsóknar, hristings-manna og kommúnista. Annars verður því ástandi, sem ríkti í fjármálum bæjarins eftir þet,ta kjörtímabil bezt lýst með frásögn samherja Hertervigs í 19. tbl. Mjölnis það ár, og yfirlýsingu bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflókksins á bæjarstjórnarfundi 29. nóv. ’46. Mjölnir frá 26. apríl 1946 hefur orðið. Eftir að hafa birt bæjarmála samikomulag flokkanna, segir blað- ið á þessa leið: „Almennt var talið, að tæpast myndi nokkur einn flokkur fá meirihluta þó kosið yrði upp og gat þá vel farið svo, að eftir nýjar kosningar væri bæjar- stjórnin jafn óstarfhæf. Eins og fjárliag bæjarins er komið, er sennilegt að slílct öngþveiti hefði leitt til kyrrstöðu í öllum fram- kvæmdum og bæjargjaldþrots.“ Sex mánuðum eftir þessa frá- sögn kommúnistablaðsins eða nán- ara tiltekið 29. nóv. flytja komm- únistar tillögu í bæjarstjóm um nýjar kosningar. I sambandi við þessa tillögu óskuðu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þeir Pétur Björnsson og Egill Stefánsson bökað m.a.: „Hinsvegar telur flolikurinn, að ástand bæjarins í fjárhags- máhun sé þannig, að óforsvaran- legt sé að fara út í nýjar kosn- ingar.“ Þannig var hið raunverulega f járhagsástand bæjarins í lok kjör- tímabilsins 1942—1946. Bærinn var á barmi gjaldþrots. Fram- undan var kyrrstaða „í öllum framkvæmdum." Raunhœft samstarf Úrslita bæjarstjórnarkosning- anna 1946 var beðið með miikilli eftirvæntingu. Sósíalistaflokkur- inn varð sterkástur með 495 atkv. en Aiþýðuflokkurinn fékk 472 at kvæði. Sós'iahstaflokknum mis- tókst að mynda starfhæfan meiri- hluta og tók Alþýðuflokkurinn þá forustuna að sér. Vegna hins slæma ástands í fjármálum bæjar- ins var það skoðun Alþýðuflokks- ins að vinna bæri að því að skapa raunhæft samstarf allra þeirra flökika, sem fulltrúa áttu í bæjar- stjórninni, um bæjarmálin. Samn- ingaumleitanir milli bæjarfulltrú- anna og flokkanna stóðu yfir um hálfan þriðja mánuð. Á þessum tíma kom það berlega í ljós, að bæjarbúar óskuðu einskis fremur en allra flokka samstarfs um mál- efni bæjarins. Þann 16. apriíl 1946 tókst samkomulag um framkvæmd bæjarmála í Siglufirði fyrir kjör- tímabilið 1946—1950 með öllum fiokkunum. Samkomulag þetta hljóðar á þessa leið: „Undirritaðir flokkar, sem full- trúa eiga í bæjarstjórn Siglufjarð- ar hafa komið sér saman um að vinna að framkvæmd eftirtaldra mála, eftir því sem f járhagsástæð- ur bæjarsjóðs og aðrar aðstæður leyfa: 1. Síldarveriksmiðjan Rauðka verði stækkuð upp í 10 þúsund mála afköst fyrir síldarverbíð- dna 1946. 2. Skeiðsfossvir'kjunin: U n n i ð verði að þv'i að virkja Skeiðs- foss upp í 6000 hestöfl sem allra fyrst. 3. Unnið verði að því að gera innri höfnina sem allra fyrst, þannig, að hún komi að sem (Framhald á 3. síðu) KVÖLDVðKU heldur Félag ungra jafnaðarmanna sunnudaginn 27. febrúar n.k., kl. 8 e.h., í Sjómannaheimilinu. — Húsinu lokað kl. 9. SKEMMTISKRÁ: 1. Skemmtunin sett: Ólína Ólsen 2. Gítarspil og söngur (ný lög) 3. Rœða: Magnús Blöndal 4. Vtvarpsþáttur 5. Gamanvísur fí 9 9 9 ? 7. DANS Kvöldvakan er fyrir F.U.J.-félaga og gesti þeirra. Aðgöngumiðar verða seldír á skrifstofu Alþýðu- flokksins, Aðalgötu 22, laugardag kl. 4—7 e.h. Þar eð aðeins verða seldir 115 aðgöngumiðar er bezt að tryggja sér miða í tíma. SKEMMTINEFNDIN

x

Neisti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.