Neisti


Neisti - 25.02.1949, Blaðsíða 3

Neisti - 25.02.1949, Blaðsíða 3
N EI STI 3 ER VERIÐ Aí> SVÍKJA BÆJARBÚA? (Framliald af 1. síðu) aHra mestu gagni fyrir bæinn, og verði hafizt handa eigi síðar en 1947 um byggingu fyrir- stöðuþils meðfram höfninni og dýpkun hafin. 4. Lögð verði áherzla á að af- greiða fjárhagsáætlanir tekju- hallalausar og unnið verði að því að fá auknar tékjur handa bænum. 5. Bæjarstjórnin geri sitt ýtrasta til þess að hér verði stofnsett og starfrækt. eftirtalin fyrir- tæki: a) Tunnuverksmiðja. b) Niðursuðu- og niðurlagn- ingaverksmiðja. c) Lýsisherzlustöð. 6. Að öðru leyti eru flokkarnir sammála um að vinna að lausn verklegra framkvæmda og öðrum framfaramálum eftir því sem ástæður leyfa á hverj- um tíma og vitna 'i því sam- bandi til stefnuskir floíkkanna hvers um sig, er út voru gefnar fyrir seinustu bæjarstjórnar- kosningar". Úndir sáttmála þennan skrifuðu F.h. Alþýðuflokksins: Erlendur Þorsteinsson Haraldur Gunnlaugsson F.h. Framsóknarflokksins: Ragnar Jóhannesson F.h. Sjálfstæðisflokksins • Egill Stefánsson Jónas Jóhannsson F.h. Sósíalistaflokksins: Þóroddur Guðmundsson Óskar Garibaldason Um þennan bæjarmálasamning flokkanna segir m.a. í 19. tbl. Mjölnis 24. apríl 1946: „Verði þessi loforð haklin verða mæstu ár mildar framfarir hér á Siglufirði. Það skal engu spáð um hvernig þetta samstarf tekst, en af almenningi er því vel tekið og hæjarfulltrúunum til vegsauka. (Leturbr. Neista). Hvað hefur verið gert? Bæjarbúar eiga heimtingu á þvi að fá vitneskju um það, sem gert hefur verið til þess að franákvæma þessa áætlun, sem gerð er með ofanskráðum málefnasamningi. — Það sem gert hefur verið síðan samkomulag þetta var undirritað er meðal amiars þetta. 1. S'íldarverksmiðjan Rauðka hef- ur verið stækkuð. 2. Fest hafa verið kaup á vélum og útbúnaði til stækkunar orku versins við Síkeiðsfoss. Með iþessum ráðstöfunum er tryggt að í árslok 1951 verði afköst 1 Skeiðsfoss komin upp í 6000 hestöfl. 3. Uppbygging innri hafnarinnar er hafin. Lokið er að nokkru byggingu fyrirstöðuþds með- 'fram höfninni. 4. Afgreiðsla fjárhagsáætlana hefur tekizt á þann hátt, sem vera mun mjög óvenjulegt, að fjárhagsáætlanirnar hafa verið gerðar með fullkomnu sam- íkomulagi allra flckka. 5. Nú þegar er búið að ákveða hér íóð undir nýja tunnuverksmiðju Á vegum bæjarins er nú starf- andi nefnd, sem vinnur að því að safna sönnunargögnum um það, að hvergi verður heppi- legra að staðsetja lýsisherzlu- stöð en hér. 6. Urn þennan lið, sem vitnar í stefnuskrá flokkanna, er þetta að segja: a) Bærinn á nýsköpunartog- ara, sem hann rekur á sinn kostnað! ib) Byggðir hafa verið verka- mannabústaðir, fyrir . 30 fjölsikyldur. c) Endurbyggingu sundlaugar- innar miðar vel áfram og fest hafa verið kaup á hit- unar- og hreinlætistækjum til hennar. d) S.I. haust hófst útgröftur á grunni nýja Sjúkrahússins. e) Unnið er að stækkun vatns- veitunnar og ætti því verki að vera lokið á þessu ári. f) Nýjar götur eru í byggingu, þó sérstakir örðugleikar hafi verið á að viima þær á æskilegan hátt. Til allra þessara franikvæmda hefur bærinn lagt stórfé og það án þess að afla þess með lán- tökum. Um þessar fi’amkvæmd- ir liefur verið fullt samkomulag í bæjarstjóminni, enda sam- starf h.æjarstjórnarinnar verið óaðfinnanlegt, það sem af er þessu kjörtímabili. Ábyrgðarleysi Enda þótt samstarf stjórnmála- flokkanna í Siglufirði hafi aldrei vérið jafn gott um bæjarmálin og nú, og aldrei .jafn mikið gert, yirð- ist' kosniingaskjálfti hafa heltekið íhald, Framscíkn og komma, enda þótt 11 mánuðir séu til bæjar- stjómarkosninga. Það sem er sameiginlegt í skrifum „Siglfirð- ings“, „Mjölnis" og „Einherja“ þessa dagana er ábyrgðarlaust nudd þeirra um bæjarstjórnar- meirihluta, sem myndast hafi, en þeir hver um sig þykjast ekki vera viðriðnir. Annars er bezt að gefa þessum þrilembingum orðið, hverj- um í sínu lagi. Mjölnir segir 16. febr. 1949: „Þeim samherjum líratanna í bæjarstjórnarmeirih lutanum, Sjálfstæðis- og Framsóknar- mönnum, fer eins og sagt er um rottumar, að þær yfirgefi sökkvandi skip.“ Siglfirðingur (Apotekarinn) 7.tbl. 17. febr. 1949 segir .m.a.: „Það sem af er þessu kjörtíma- bili hefir hæjarbúum gefizt til- efni til þess að undrast yfir því ábyrgðarleysi, sem auðkennt hefir framltvæmdir heirra Al- þýðuflokksmanna og Framsókn- aiananna.“ Einherji 3. tbl. 12. febr. 1949: „Á s.l. ári korn það oft greinilega í Ijós, að sjónarmið Sjálfstæðis- f lokksins og Alþýðufíokksmanna voru næsta skyld í mörgum mál- um. Og eftir því sem iengur leið á árið varð andlegt samfélag • þessara tveggja flokka í bæjar- stjórn innilegra og ástríkara.“ Þrátt fyrir ágætt og fullt sam- komulag innan bæjarstjómarinnar dirfast þessi blöð að skrifa þannig edns og þau gera. Ábyrgðarleysið og aumingjaskapurinn ikemur bezt í ljós með þvi að bera ofan- rituð skrif blaðanna saman. Hver verður niðurstaðan þá? Jú. um- mælum þeirra ber alls ekki saman, enda þarf engan að undra slíkt, þar sem þau fara öll með ósann- indi. Til þessa dags hefur ekki verið hægt að tala um meiri- eða minnhluta í bæjarstjórninni af þeim sökum, að allir flokkar — þó með noíkkuð misjöfnum heilindum — hafa unnið eftir samkomulag- inu frá 16. apríl 1946. Að slíku samstarfi hefur Al- þýðuflokkurinn unnið; fyrst með þvú að hafa forystu um, að því yrði komið á, eins og áður er lýst, og ávallt s’iðan, á þann hátt að samræma sjónarmið hinna að ýmsu leyti sundurþykku flokka um bæjarmálin sjálf. Þó margt beri á milli um pólitískar skoðanir og sjónarmið, eru þó þarfir þessa bæjarfélags að mestu leyti hinar sömu í augum ailra bæjarfulltrúa. Þessvegna geta þeir unnið sam- eiginlega að málefnum bæjarins, á meðan hagsmunir hans eru látnir sitja í fyrirúmi fyrir sérsagsmun- um hvers flokks og kosningabrell- um. Sérhver tilraun til þess að skjóta sér undan ábyrgð á mál- efnum bæjarins, er því, auk þess að vera svik við það samkomulag, sem gert var í upphafi kjörtíma- bilsins, einníg svik við bæjarfélagið sjálft, og auik þess yfirlýsing um það, að nú skuli hagsmunir bæjar- félagsins verða að vákja fyrir ímynduðum pólitískum hagsmun- um og atkvæðaveiðar hafnar á kostnað alménnings í þessum bæ. Hvað er framundan? Það er öllum ljóst, að óþrjót- andi verkefni bíða úrlausnar. — Ýmsar utanaðkomandi ásifeeður hafa valdið því, að ekki hefur reynzt mögulegt að. hrinda fram- faramálum bæjarins svo áleiðis, sem æskilegt væri, þó mikið hafi áunnist. Aflabrestur og innflutn- ! ingsörðugleikar hafa þar valdið mestu. Til úrlausnar vandamál- anna þarf sameiginleg átök allra bæjarfulltrúa og allra bæjarbúa með sameiginlegt sjónarmið — velferð bæjarfélagsins fyrir aug- um. „Pílatusarþvottur“ kemur þar að engum notum. Hér eru það mál- efnin, sem verða að ráða gerðum flokkanna, ef vel á að fara. Með afgreiðslu fjárhagsáætlunar bæj- arins, sem lokið verður á næstu dögum, verður í einstökum atrið- um mörkuð fjármálastefna bæjar- stjórnarinnar á þessu ári. Hún mótast annarsvegar af vilja flokk- anna tái framkvæmda og hinsvegar af getu bæjarbúa til framkvæmd- anna, sem mjög er háð því, hvernig tekst til um sildveiðarnar. Það hefur oft viljað við brenna, að menn með takmarkaða ábyrgð- artilfinningu en mibla trú á dóm- greindarleysi almennings hafi notað tækifærið, er frá fjárhags- áætlun er gengið í bæjarstjórn til þess að bera frám óskalista í áróðurs og auglýsingaskini fyrir flokk sinn. Af því hvort flckkamir falla fyrir lönguninni og beita slíkum vinnubrögðum má nokkuð marka vilja þeirra til raunhæfra aðgerða og er þvi fróðlegt að fylgj- ast sem bezt með afgreiðslu fjár- hagsáætlunar hverju sinni og jÚ'hri skýrslu, sem bæjarstjóri gefur við sldk tækifæri um fjár- hag bæjarins-og framkvæmdir. Sófrík stofa TIL LEIGU Mjög fallegt útsýni. Nánari iuppl. á afgr. blaðsins Hef tapað peningaveski með skömmt- unarseðlum og fleiru. ‘ KRISTINN MÖLLER Nýkomið Forskalningsnet Þakpappi Verzlun VlKINGS

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.