Neisti


Neisti - 25.02.1949, Blaðsíða 4

Neisti - 25.02.1949, Blaðsíða 4
1 I NEISTI í Bertrand Russel: HVAÐ ER L ÝÐRÆÐIf Höfundur greinar þessarar, Englendingurinn Bertrand Russel, er heimsfrœgur fyrir rannsókn- ir í stœröfrœöi og rökfrœöi, og rit heimsspekilegs efnis. Hann var um skeiö kennari viö háskólann í Cambridge. Hann þykir frjálslyndur í stjórnmál- um og hefur víða fariö, m. a. til Rússlands. — Hann er alkunnur friöarvinur. — Eftirfarandi grein var birt í Manshester Guardian. U-m 'þessar mundir er haldið fram tveimur gjörólukum skoðun- um á því, hvað sé í raun og sann- leika lýðræði. Annarsvegar er skoðun Engilsaxa, en hinsvegar skoðun Rússa. Fjölmargir aðhyliast hvoruga þeirra af fyllstu alvöru, — þó ef til vill síður þeir, sem teijast for- mælendur þeirra. Skýrgreining Engilsaxa er á þá lund, að lýðræði sé sama og meirihlutastjórn. Á hinn bóginn lita Rússar svo á, að lýðræði sé stjórn í samræmi við hagsmuni meirihlutans — hags- muni samkvæmt þeim skilningi, sem felst í stjórnspekikerfi Karls Marx. 1 raun hafa þessar tvær skoðan- ir gefið gjöróiíkar niðurstöður. 1 Bandaríkjunum hefur stjórn meirá- hlutans orðið til þess að halda við auðvaldsstefnunni, en hana telja allir fylgismenn Marx ósamríman- lega hagsmunum meirdhlutans. I Grikklandi hefir samskonar stjómarkerfi fóstrað afturhalds- stefnu. í Þýzkalandi getur skeð, að hún greiði fyrir endurkomu Naz- ista .Fylgismenn rússnesku skoð- unarinnar geta með rétti bent á telíkar reyndir, sem renna stoðum undir túlíkun þedrra á hugtakinu „lýðræði". Skoðun Rússa gefur allt aðra niðurstöðu. Hún er fyrst og fremst grundvölluð á visteum trúarsetn- ingum. Einn flokkur (kommúnist- ar) lýsir sig vita, hvað séu hags- munir meirihlutans, og það raun- ar með svo mikilli vissu, að hon- um beri bæði réttur og skylda til að þagga niður í öllum andstæð- ingum, jafnvel þótt þeir séu meiri- hluti fólksins. Til þess að menn geti skilið mun þessara tveggja skoðana á lýðræði verða þeir að vita, að fylgismenn síðarn'efndu álíta enga nauðsyn að bíða þess, að samþyklki meirihlut- ans vdnnist með fortölum. Þvert á móti álita þeir, að fyrst beri þeim að tryggja sér völdin, en síðan samþykki meirihlutans með full- tingi áróðurs, sem rekinn er af rík- isvaldinu. Þedr staðhæfa, að viss- ir einstaklingar beri betur skyn á hagsmuni medrihlutans en sjálfur hann, og því eigi þeir rétt á að mæla fyrir, hver viiji meirihlutans skuli vera d hagsmunamálum hans, og að koma á einræðisstjórn, sem banni hverskonar andstöðu. Þeir vænta, að þessi stjórnmálastefna vinni almennt fylgi, þegar fram líða stundir, þar sem áróður og einstrengdngslegt uppeldi í áíkveðn- um skoðunum leggist á eitt. Þeir beita þannig sömu aðferðum og hertogdnn af Alba reyndi i Belgdu á sínum tíma. Vandinn, sem fyrst og fremst verður á framkvæmd þessarar stjórnmálastefnu, hlýzt af því, að til eru einnig aðrir menn, sem eru öldungis jafn sannfærðir um rétt- mæti sinna skoðana á hagsmuna- málum admennings. Mi'kill meird- hluti Bandaríkjamanna trúir t. d. á einstaklingsframtakið. Kaþólska 'kirkjan hefir sett upp kerfi kenni- setninga, sem mæla svo fyrir, að medrihlutanum skuli snúa til ka- þólskrar trúar. Svo framarlegasem þessar kennisetningar séu réttar, sé heimilt að beita hverskonar of- beldi, sem styður útbredðslu ka- þódskrar trúar Gerum ráð fyrir, að ikommúnistar og kaþólskir væru á einu máld um það, að ríkið ætti að framkvæma velferðarmál meiri- hlutans, óháð óskum hans. Ein- ungis va'ldið gæti þá úr því skorið, hvort ríkdð skyldi fylgja kaþósk- um eða kommúnistis'kum kenni- setningum. Af þessu leiðir, að þeir, sem eru sannfærðir um gildi ákveð- inna trúarskoðana í stjórnmálum, neyðast til að halda uppi ofríkis- stjórn og heyja trúarstyrjöld út á við, hver sem ætlun þeirra kann að hafa verið í fyrstu. Þetta gerð- dst í frönsku stjórnarbyltingunni, og á dögum Cromwells. Nú stefnir Rússland í þessa sömu átt. Þar sem þessu fer fram, breyt- ast hermenn byltingarvaldsins úr boðendum nýrrar trúar í verkfæri gamallar heimsvaldastefnu. Því miður sannast enn, ,,að vald leiðir af sér spillingu, og algjört vald or- saJkar algjöra spillingu." Miskunn- arlaus afleiðing þess er sú, að þeir, sem brjótast til valda í því skyni að vinna að hagsmunum meiri- hlutans gegn ótekum hans, láta hagsmuni meirihlutans fyrr eða síðar þoka fyrir s'inum eigin. Eng- in af megdnstefnumálum frönsku stjórnarbyltingarinnar hefur út af fyrir sig knúið Napóleon tií að setja bræður sína á veldisstóla vissra ríkja í Norðurálfu, en það tiltæki var eðlileg afieiðing þeirrar f yririitninga r, sem Robespierre hafði innrætt meirihlutanum. Rúss neska byltingin var í fyrstu talin stefna að fjárhagsjafnaði með öll- urn mönnum, en um þessar mundir ríkir minni jöfnuður um fjárhag 'i Rússlandi en í Bretlandi. Þetta stafar eðlilega af jafnvægisvöntun í stjórnmálum. " Frelsið var uppistaða eldri skoð- unarinnar á lýðræði. Það hefir al- gjörlega verið fellt úr hinni nýju skoðun, og er litið á það sem nckfx- urskonar borgaralegt skurðgoð. Frelsinu er að sjálfsögðu ætíð og óhjákvæmilega nokkrar takmark- anir sfettar, því að hver stjóm fel- ur í sér þvinganir með nokíkrum hætti. Jafnvel róttækustu fylgis- menn hins frjálsa framtaks (laiss- ez farie), að örfáum stjórnleysingj um undanskildum, vilja ekki veita þjófum og morðingjum frelsi. Þótt þvingun sé að vissu marki óhjá- kvæmileg, er hún enn talin vera í eðli sínu mein, sem mönnum beri að halda innan þeirra takmarka, sem þjóðfélagssldpanin leyfir. Meirihlutastjóm hefur þann kost, að einungis minnihiutinn sæt- ir þvingun, þegar verst lætur. En þegar bezt lætur, og stjómin nýt- ur allsherjarfylgis, samþykkja all- ir, að fáeinum öfgamönnum frá- töldum, ákvarðanir, sem teknar eru með lýðræðishætti. Þegar eins er háttað' og hugmyndakerfi fasc- ista og kommúnista sýna, að ekki er viðurkennt, að frelsið hafi í tejálfu sé'r gildi fyrir stjórnmálin, verður hverskonar ágreiningur ó- umflýjanlegur til að greiða götu njósnarlögreglu og fanghbúða og að breyta almenningi i undirgef- inn múg, sem glatar allri sjálfs'- virðingu. Það er ekki einungis stjórn Nazr ista, sem hefur gefið svo óhugn- anlega raun. Við sjáum, að Rúss- land hefir að undanförnu staðið gegn öllum tilraunum í þá átt, að óskir meirihlutans séu teknar til greina — í Póllandi, Ungverjalandi RúmeníU og Búlgaríu (samanber ennig Tékkóslóvakíu) og sömuleið- is, þegar i efni var að steypa sam- an þýzka jafnaðarmannaflokknum og Ikommúnistaflokknum. Þessi að- ferð, að láta valdboð koma í stað- inn fyrir frjálsan málflutning og sannfæringu, leiðir óhjákvæmilega til andófs og um leið allsherjar valdastefnu, þar sem Stalin tekst hlutverk Napóleons á hendur. Á öld atómsprengnanna getur sú leið ekki legið í aðra átt en til tortímingar mannkynsins. SKÆÐADRfFA (Framhald af 1. sífiu) hér sé „veikur' floklcur. Sá floklcur, sem hefur á að skipa jafn öflugri ungher jahrcyfingu og Alþgðufl. hér í Siglu- > firði, er ekki „veikur flokkur.“ — Ungir jafnaðarmenn í Siglu- firði hafa sýnt það meii félags- starfsemi sinni, að jufnaðar- menn í Siglufirði eru í sókn, enda er imghreyf ing þeirra sú langf jölmennasta hér í bæ. En sá flokkur er veikur, sem enga ungherja éi. Þessvegna verður að telja Framsóknarflokkinn í i Siglufirði mjög veikan flokk, enda þólt þeir Hjörtur Hjartar, Jón Kjartansson og fíjarni Jó- hannsson eigi að teljast „ungir Framsóknarmenn.“ Varð hræddur við Sannleikann / síðasta tbl. Neista ritaði Jóli. G. Möller grein ,sem hann nefndi: „Því ekki sannleikann, ± Þóroddur.“ — Tilefni greinar- innar voru hinar dólgslegu ár- ksir Þóroddar á Jóharm, enn- fremur hafði hann í dálkum Mjölnis lagt Jóhanniorð ímunn sem hann hafði aldrei talað. — Þessi grein Jóhanns var hin athyglisverðasta. Þóroddur hcf- ur svarað grein þessari með þögninni, og með þ\í viður- f kennt að öll hnjóðsyrði í garð Jóhanns, sem birzt hafa eftir hann í dálkum Mjölnis, eru helber uppspuni og rakalaus þvættingur. Af þessu sézt, að Þóroddi . „ER ALLS EKKl ALLS VARNAÐ.“ t fótspor Thorez Franski kommúnislaforing- inn Thorez lét þau orð falla * m'jlega í París „að ef Rússar veittu fjand- mönnum sínum eftirför inn í Frakkland, bæri frönskum verkalýð að taka á móti þeim, eins og Rúmenar og Tékkar höfðu gert.“ Eða með' öðrum orðum, að ef Frökkum og Rússum lenti saman, og Frakkar þyrftu að hörfa.nndan inn fyrir landa- mlæri Frakklands, — myndi Komm iinislaflokkur Frakkl. hvetja franskan verkalýð til þess að berjast með Rússum. Þeir Einar Albertsson og Karl Sæmnndsson hafa að und anförnu fyllt dálka Mjölnis • með greinum um sjálfstæðis- mál. Neisti beinir mi þeirri fyrirspurn til þessara dánu- manna, hvort framkoma Thor- ez sé ekki föðurlandssvik og hvað eigi að gera við slíka menn? Ennfremur langar Neista til að leggja fyrir þá \ spurningu, hvort þeir myndu veita Rússum lið, ef Rússar hygðust að ganga á land á lslandi?

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.