Neisti


Neisti - 11.03.1949, Blaðsíða 4

Neisti - 11.03.1949, Blaðsíða 4
N E I S T I 4 1 Eignir umfram skuldir Siglufjarðarkaupstaðar Á þessu fróðlega yfirliti sézt, að skuldlaus eign bæjarins frá 31/12 1945 til 31/12 1947 hefur aukizt um tæpar 3 milljónir. Aukning frá 31/12 1945 31/12 1946 31/12 1947 31/12'45—31/12’47 1. Bæjarsjóður kr. 1.480.192,01 kr. 1.663.763,29 kr. 2.544.598,30 kr. 1.064.406,29 2. Hafnarsjóður — 1.246.468,90 — 1.436.000,10 — 1.925.146,69 — 678.677,79 3. Rafveitan — 341.985,96 — 292.716,68 — 353.102,27 — 11.116,31 4. Vatnsveitan — 141.801,70 — 152.130,20 — 242.052,15 — 100.250,45 5. Mjólkurbúið — 176.943,26 — 271.943,97 — 365.254,58 188.311,32 6. Rauðka — 264.977,68 — 212.508,16 — 1.218.263,24 — 953.285,56 Samtals kr. 3.652.369,51 kr. 4.029.082,31 kr. 6.648.417,23 kr. 2.993.047,72 Skýrsla bæjarstjóra (Framhald af 3. síðu) nýlokið við að gefa ráðuneytinu um það ítarlega skýrslu. Um s.l. áramót hafði ríkissjóður greitt vegna Skeiðsfossvirkjunar- innar rúmiega eina milijón króna. Ef ekki væri um að ræða fram- kvæmdir á vegum rafveitunnar, er raunverulega tilheyra stofnkostn- aði, eru tekjur rafveitunnar orðnar það miklar, að reksturinn væri um það bil hallalaus, ef afskriftir væru ekki reiknaðar með. Vextir og af- borganir lána s.l. ár námu um kr. 880.000 kr.,og þá ekki reiknað .með vöxtum af láni ríkissjóðs. Lánin námu tæpum 300.000 kr. Þetta eru samtals kr. 1.180.000,00 og væru vexjtir og afborganir af láninu við ríkissjóð teknir með, myndi upp- hæðin verða mjög nálægt þeirri uppíhæð, sem seld raforka nam á árinu, sem var kr. 1.261.000, eins og áður er sagt. Ástæðan til halla- rekstursins er fyrst og fremst sú, að frágangi orkuversins og innan- bæjarkerfis var mjög ábótavánt, þegar stöðin tók til starfa, þannig,' að auk þess sem tekjur rafveit- imnar hafa farið í beinan stofn- kostnað, hefur viðhald og endur- bætur, einkanlega á innanbæjar- kerfi, orðið mjög tilfinnanleg fjár- hagsleg byrði á fyrirtækinu. Nýting orkuversins, þ.e.a.s. tala framleiddra kwst. í hlutfalli við hámarksafköst þess, ef álag væri fullt allt árið, er orðin allgóð, eða 56%, sem þýðir, að samstæðan gengur að meðaltali talsvert meira en hálfu álagi. Eg á ekki von á, að framleiðslan verði ölu meiri þetta ár en það síðasta, nema að sumar- notkunin verði af völdum sildar- innar meiri en s.l. sumar, sem ósk- andi væri. VATNSVEITAN Vatnsveitunefnd og bæjarstjórn gerðu á s.l. ári, við samningu fjár- hagsáætlunar ráð fyrir, að unnið yrðiaðþvíaðauka við vatnsveitura og að lán yrði tekið til þcirra fram kvæmda. Var fyrirhugað að taka va-tn úr Fjarðaránni með dælu upp í leiðslu þá, sem liggur frá Leyn- ingsánni. Sú leiðsla, þ.e. Leynings- leiðslan er h-vergi nærri full, nema vormánuðina og fram eftir sumri oftast, en flytur um 100 l/,sek. — Telja þeir, sem bezt þekkja til, að allvel myndi séð fyrir vatni til bæjarins ef sú leiðsla væri full allt árið. S.l. -vetur gerði Almenna byggingarfélagið h.f. 'i Reykjavík kostnaðaráætlun að þessu verki, og nam áætlaður heildarkostnaður 127.000 kr. Vatnsveitan átti sjálf mestöll þau rör, er til þess þurfti, og voru þau lögð á s.l. sumri. Við- skiptanefnd veitti innflutnings- og gjaldeyrisleyfi fyrir dælu, og er hún væntanleg 1 næstu mánuðum. Áætlaðar og raunverulegar tekj- ur vats-veitunnar s.l. ár voru sem hér segir: 1. Vatnsk af húsum ........... Áætlað kr. 60.000 Varð kr. 50.000 2. — atvinnu — 35.200 — — 6.000 3. —— — verksm............... - 120.000 — — 85.000 4. — skipum — 60.000 — — 100.000 Samtals kr. 275.200 Vantar því kr. 33.500 á að tekjr urnar hafi staðizt áæt-lun og hafa -þær þó í raun og veru gert það, því stærstu óvissu tekjuliðirnir, af skipun og verksmiðjum, ha-fa sam- tals farið fram úr áíetlun, tekjur af vatnssöl-u til atvinnu ná senni- lega ekki áætlun, en verulegur hluti þessa liðs er óinnkominn, sem sé af síidarsöltun, en Sildarútvegs- nefnd gerir upp fyrir stöðvarnar í einu lagi og á það eftir. Vatns- skattur af húsum kemur til með að ná áætlun, en af honum er óinn- komið ca. kr. 10.000. — I sjóði frá fyrra ári voru kr. 88.500,00. - Gjöld vatnsveitunnar urðu sam-. tals kr. 268.000. Þar af um kr. 60.000 vegna aukningar á Vatns- veitu, se-m vatnsveitan greiddi sjálf af tekjum sínum, og kemur hún þó til með að eiga nok'kra upphæð í sjóði til næsta árs. Á si. ári voru gerðar rann- sóknir á gæðum þess vatns, sem neytt er í bænum, og sérstaklega þess vatns, sem fyrirhugað er að taka til við-bótar, sem sé vatni úr Fjarðará. Voru sýnishorn tekin á þrem stöðum í Fjarðaránni, og gáfu niðurstöður rannsóknanna til kynna, að mikill gæðamunur er á vatninu fyrst og fremst í ánni miðað við gæði þess, sem stytzt er að leiða það upp í Leyningsár- leiðsluna, þvi frá hinum siðari staðnum verður það ekki tekið án hreinsunar. Er því annað tveggja fyrir hendi: Ta-ka það á neðarlega og gera ráðstafanir ti-1 að hreinsa 241.500 það, eða leggja 'i mikinn auka- kostnað við að taka það fremst. Með tilliti til þess, að vatnsmagn þar fremra er miklum mun minna en neðar og þó ekki síður vegna hins, að ekki er öruggt, að losnað yrði við hreinsun á því vatni, sem þar væri tekið, tel ég stórum ráð- legra að taka vatnið neðar, þótt gera þurfi all kostnaðarsamar hreinsunarráðstafanir. Vatnsveitunefndin er sammála um, að halda áfram framkvæmd- um við vatnsaukninguna. Hafa verið gerðar ráðstafanir til að fá gerða kostnaðaráætlun um vatns- hreinsunarstöð, og verða á grund- veHi þeirrar niðurstöðu teknar endanlegar ákvarðanir í þessu efni. Hér með lýkur þessari skýrslu minni. Bið ég háttvirta bæjarfuU- trúa velvirðingar á hversu lang- orður ég hef um þessi mál orðið, og fyrir að þreyta þá með tölum og aftur tölum. En ég taldi mér skylt að leggja talsverða vinnu í það, að auðvelda háttvirtum bæjarfuUtrú- um það vandasama verk að semja fjárhagsáætlun, með því að leggja spilin sem rækHegast á borðið og gefa þeim sem sanna'st mynd af , reynslu liðins árs. Hafi mér tekizt það treysti ég þv'i, að fyrirhöfnin verði greidd á þann hátt, sem ég kysi -helzt, drengHegri viðleitni bæjarfulltrúanna til að leysa þann vanda, sem á þeim og mér hvílir sameiginlega: að semja nýjar f jár hagsáætlanir fyrir kaupstaðinn á þann hátt, sem til heilla horfir fyrir íbúana. Nroddur bolÉr si íi sama 1 Fyrir nok'kru skrifaði ég smá- grein í Neista, sem ég nefndi „Því ekki samileikann, Þóroddur?“ Tilefni greinastúfsins voru hin tíðu t rógskrif Þóroddar um mig. — Svo J einkennilega vHdi til að . greina- stúfur þessi varð til þess að Þór- oddur lét mig í friði um nokkurt skeið, enda ekki hægt um vik, þar sem ég vó að honum með brandi sannleikans. Þessa þögn Þóroddar skildu margir þannig, að Bodda litla væri „ekki alls varnað“, og að hann skammaðst s'in. En Adam , r var ekki lengi í Paradís og Þór- oddur kunni heldur ekki lengi að skammast sín, enda áttu menn ekki von á þv'i — I ósann- indavaðli, sem birtist í síð- asta tbl. Mjöinis og hann nefnir „Sögulegur bæjarstjórnarfundur“, kveður hann mig hafa sagt það á bæjarstjórnarfundi, að búið væri „að byggja nýtt sjúkrahús“ og að / búið væri að „byggja vatnsveitu“. Oft hefur þér tekizt vel að mis- þyrma sannleikanum, Þóroddur, en sjaldan eins vel og í tilvitnuðum setningum þ'inum. í þær fáu mínútur, sem ég talaði á bæjarstjórnarfundinum, kom ég inn á það, hvað gert hefur verið til þess að upp-fylla málefnasamning flok'kanna frá 16. apríl 1946. Um j sj.úkrafcúsið og vatnsveituna, sagði ég orðrétt: „S*l. haust hófst útgröftur á grunni nýja Sjúkrahússins. — Unnið e.r að stækkun vatnsveit- unnar og ætti því verki að vera loldð á þessu ári.“ Eg eftirlæt svo lesendum Neista v og Mjölnis að bera þessi ummæli mín saman við þau, sem þú leggur mér í munn í Mjölni, og vitnað hefur verið til 'i þessari gr ein. — Skrif þín um mig munu helguð þeirri siðfræði ykkar kommúnist- anna, sem þýzkt kommúnistablað orðaði á þessa leið: i „Að nota lygina. sem baráttu- tæki eins og kommúnista gera í dagblöðunum , það er ekki að ljúga heldur blálköld nauðsyn.“ Þessi siðustu ósannindaskrif þín, Doddi um mig, sýna, að þú ert all 'ifcaldssamur, og heldur sig stöðugt við þitt gamla heygarðshorn, ósann 1 indin. Jóliann G. Möller AHar leturbr. m'inar. J.G.M.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.